blaðið - 07.01.2006, Page 12

blaðið - 07.01.2006, Page 12
12 I ERLENDAR FRÉTTXR LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaAÍð Við seljum bilana www.bilamarkadurinn.is ' -SclamanlíeieUcniMM, «6S-XáOumm '■* c cc7 1 onn Asía: Miklir kuldar Bretland: Krefjast af- sagnar Charles Kennedy Háværar raddir eru nú uppi um að leiðtogi frjálsra demókrata í bretlandi, Charles Kennedy, segi af sér, eftir að hann gekkst við því að eiga við alvarlegan áfengisvanda að stríða. Kennedy hefur að und- anförnu verið í áfengismeðferð og tilkynnti að hann teldi að vandinn ,væri að mestu leystur” eins og hann komst að orði. Félagi hans í frjálsa demókrataflokknum, Chris Davies, er þessu ekki sammála. „Hann er eins og dauður maður á ferð. Charles Kennedy þarf að horf- ast í augu við að maður sem viður- kennir að eiga við áfengisvanda að stríða er ekki það sama og maður sem tekist hefur á við vanda sinn”. f könnun sem gerð var í bresku dagblaði í gær kom í ljós að 16 af 23 flokksfélögum Kennedy vilja að hann segi af sér embætti. ■ Að minnsta kosti 57 einstaklingar hafa látið lífið í mestu snjókomu í Japan í manna minnum. Snjórinn er fjögurra metra þykkur þar sem mestu hefur snjóað og hafa hús gefið sig undan snjóþunganum. Einnig hafa nokkrir látið lífið þegar þeir hafa dottið fram af þökum húsa við snjómokstur. Mikið öngþveiti hefur myndast vegna snjókomunnar, sem hefur meðal annars valdið miklum truflunum á samgöngum, bæði bílaumferð og umferð járnbrauta sem stöðvast hafa á sporum sínum. Miklar vetrarhörkur eru enn- fremur í Kína, þar sem frost hefur farið upp í rúmlega 40 gráður. Hundruð þúsund Kínverja voru fluttir í skjól frá kuldanum í Xinji- ang í vesturhluta Kína í gær. Mikil snjókoma fylgir kuldunum í hérað- inu, sem og í nágrannahéruðum. Þar hafa vegir lokast og flug aflagst. Þetta eru taldar mestu vetrarhörkur í Kína í rúma tvo áratugi. ■ Stjórnmál: Blair ekki á leið út úr stjórnmálum Vill sjá umbótaáform verða að veruleika og að Gordon Brown taki við Miklar vetrarhörkur eru nú í Asíu. Frost komst upp í 43 gráður f sumum héruðum Kfna í gær. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands segist ekki vera á leið út úr embætti. Hann vilji ekki kveðja formannsstól Verkamannaflokks- ins fyrr en umbótaáform sín verði að veruleika. Þessu lýsti hann yfir í viðtali við breska blaðið The Sun sem birt var í gær. Það vekur ekki síður athygli að í viðtalinu segir Blair að sá einstaklingur sem hann vilji helst sjá taka við af sér sem for- maður flokksins sé Gordon Brown, fjármálaráðherra. Þetta er lang afdráttarlausasta stuðningsyfirlýs- ingin sem Blair hefur veitt Brown. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um að enginn geti skákað Brown í baráttunni um það hver verður eftir- maður Blair og því kom yfirlýsingin ekki á óvart. Blair sterkur í maí síðastliðnum vann Verka- mannaflokkur Tony Blair sinn þriðja kosningasigur í röð. Það er hins vegar á brattann að sækja fyrir flokkinn, þvi nýr leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, David Cameron þykir harður í horn að taka og hefur þegar aflaðs sér mikils fylgis. Verka- mannaflokkurinn hefur nokkrar áhyggjur af brotthvarfi Blair því nýjar kannanir sýna að með Brown í leiðtogasætinu muni hann tapa fyrir íhaldsflokknum með 5% mun, en ef Blair er við stýrið hefur flokkurinn ennþá meira fylgi. Kosningar 2009 Blair hefur þegar gefið það út að hann muni ekki sækjast eftir endur- kjöri í embætti forsætisráðherra. Hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að verða atvinnulaus alveg á næstunni því hann þarf ekki að boða til kosninga fyrr en árið 2009 þó hann geti vissulega gert það fyrr ef sú staða kemur upp. Miðað við yfirlýsingu hans í gær minnka líkur á því ennþá frekar. Blair var þegar ennfremur búinn að gefa það út að hann myndi ekki hlaupast úr emb- ætti strax eftir kosningar og ljóst er af orðum hans í gær að hann mun standa við þau orð sín. ■ Með Tony Blair við stjórvölinn er staða Verkamannaflokksins í Bretlandi sterk. STANGAVE IDIM 3-^KT m Okkar árlega flugukastkennsla í TBR húsinu Gnoðavogi 1 hefst 8.janúarklukkan 20:00. Kennt verður 8., 15., 22. og 29. janúar. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð krónur 8.000 en krónur 7.000 til félagsmanna gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH Indónesía: Yfir tvö hundruð Fjölmargir björgunarmenn héldu í gær áfram leit að fórnarlömbum mikilla aurskriða sem féllu í land- inu fyrr í vikunni. Ennfremur voru hjálpargögn send með þyrlum til nokkurra þorpa sem lokuðust af í skriðuföllunum. Yfirvöld í landinu hafa gefið upp að um 120 hafi farist í skriðunum en óttast er að sú tala sé mun hærri. Alþjóðlegar fréttastofur sögðu frá því í gær að tala látinna væri þegar komin langt upp fyrir það, eða í 240. Litlar vonir eru taldar á að fleiri einstaklingar sem lentu I flóðunum finnist á lífi. Skógarhögg hafði áhrif Yfirmaður Rauða krossins í land- inu sagði í gær að þyrlur væru not- aðar þar sem brýr hefðu skolast í burtu í flóðunum og því væri erf- itt að ná til margra þorpa sem illa hefðu orðið úti. „Við höfum dreift tjöldum og mat til fórnarlamba flóð- anna. Herþyrlur eru ennfremur að flytja þá sem eru slasaðir á spítala í nágrenninu”. Slíkar aurskriður eru vel þekkt fyrirbæri í Indónesíu, sérstaklega um þetta leiti árs þegar miklar rign- ingar eru oft í landinu. Auk rigning- arinnar má rekja ástæðu flóðanna til Heimamenn í bænum Dogubayazit íTyrklandi bera eitt fórnarlamb fuglaflensunnar til grafar f gær. Tyrkland: Fórnarlömb fuglaflensu bor- in til grafar Þriðja barnið úr sömu fjölskyldunni lést í austurhluta Tyrídands í vik- unni afvöldum fuglaflensu. Læknar í landinu meðhöndla nú um 20 ein- staklinga sem grunað er að séu veikir, en flestir af þeim eru börn og ungmenni. Læknar hafa enn- fremur gefið út að sumir ungmenn- anna sem nú eru veik hafi leikið sér með afhöggvin höfuð af smituðum kjúklingum. Talsmaður alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar WHO sagði í gær að sérfræðingar hennar hefðu nú verið sendir til Tyrklands til að kanna hvort sjúkdómurinn sé far- inn að berast manna á milli en að þó bendi ekkert til slíks. Hins vegar þurfi aðeins litla stökkbreytingu á veirunni sem veldur flensunni til að það gæti gerst. Mikið af alifuglum Síðasta fórnarlamb flensunnar var hin ellefu ára gamla Hulya Kocyigit, en tvö systkyni hennar, hinn fjór- tán ára gamli Mehmet Ali og hin fimmtán ára Fatma létust einnig úr flensunni. Börnin bjuggu í af- skekktu fjallahéraði rétt við landa- mæri Armeníu og íran. Mikið er af alifuglum á þessu svæði sem og þeim svæðum í Austur-Asíu þar sem veikin hefur komið upp. Segja má að sjúkdómurinn hafi verið að fikra sig nær Evrópu síð- ustu vikur og mánuði. WHO reynir nú að róa almenning þrátt fyrir að stofnunin hafi sagt að „sjúkdómur- inn væru nú við dyr Evrópu”. ■ látnir bjorgunarmaöur gretur 1 gær upp IIK eins fórnarlambs aurskriða í Indónesfu í vikunni. mikils skógarhöggs bænda í landinu, sem verður til þess að náttúruleg festa í jarðveginum minnkar. I gær bárust fréttir af því að allt björgunarstarf hefði tafist vegna skorts á búnaði og vegna þess að þúsundir forvitinna áhorfenda og aðstandenda þeirra sem saknað væri tefðu fyrir björgunarmönnum. Áframhaldandi rigningum er spáð á svæðinu og því er óttast að enn fleiri aurskriður muni falla á næstu dögum. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.