blaðið - 07.01.2006, Síða 24

blaðið - 07.01.2006, Síða 24
24 I VIÐTAL + LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaöi6 Stefnir í óefni hjá íslensku - Þorgrímur Þráinsson um heilsufarsvandamál þjóðarinnar Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hefur löngum verið áberandi á íslandi og lagt mörgum íslendingnum lífsreglurnar varðandi heilbrigðara líferni. Auk þess að hafa skrifað bækur sem notið hafa mikilla vinsælda hefur hann verið einn ötulasti talsmaður gegn reykingum sem sögur fara af, svo ekki sé meira sagt. Hann tók nýverið við starfi formanns nefndar um heilsuefl- ingu en nefnd sú hefur það hlut- verk að greina vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi íslendinga. Nefndinni var komið á fót í kjöl- far þingsályktunar sem Alþingi samþykkti í maí síðastliðnum en Þorgrímur segir mikilvægt að rík- isstjórn bregðist vei við skýrslum og niðurstöðum nefndarinnar hvað fjármagn varðar. „Það er mjög mikilvægt að við tökum okkur taki og breytum ástandinu sem hér er í dag. íslend- ingar eru mjög gjarnir á að horfa á bandaríkjamenn sem feita ham- borgaraþjóð en virðast gleyma því að við stefnum í nákvæmlega sömu átt. Þróunin hérna er sú sama og þar og fyrr en síðar munu ráðmenn þjóðarinnar hlaupa á vegg og spyrja sig hvers vegna ekki hafi verið sett fjármagn í þetta málefni fyrr,” segir Þorgrímur aðspurður um heilsu- far Islendinga og viðhorf landans. „Fólk þarf að taka höndum saman og tryggja jákvæðari og heilbrigðari lífsstíl hjá öllum þjóðfélagshópum.” - En hvernig er staðan varðandi heilbrigðiskerfið? Styðja yfirvöld nœgjanlega við bakið á þeim sem á þurfa að halda? „Eg er ánægður með heilbrigð- iskerfið þannig séð og veit ekki betur en að evrópskar kannanir sýni að við stöndum framarlega í heiminum. Engu að síður erum við mikið í einhverri plástrastarfsemi - rekum sjúkdómakerfi fremur en heilbrigðiskerfi. Við læknum fólk fyrir slakan lífsstíl í stað þess að ávísa á hollari mat og aukna hreyf- ingu, en lyfin eru auðvitað ekki til þess að lækna heldur að halda vandanum í skefjum. Ráðast þarf að rótum vandans, en ég held að við höfum misst ákveðnar kynslóðir út í óhollustu og þess vegna eigum við að einblína á komandi kynslóðir; börnin, unglingana og unga fólkið þannig að hægt sé að þróa jákvæðan lífsstíl,” segir Þorgrímur og bætir við að aukin fjárútlát ríkisstjórnar í þessi mál séu það sem mestu skiptir. „Það er erfitt að leggja línurnar fyrir bætta heilsu með auglýsingum og öðru ef fjármuni skortir. Yfirvöld þurfa að gefa þessum málaflokki meiri gaum og setja í þetta peninga. Margir stjórnmálamenn hafa skiln- ing á þessu en aðrir hugsa meira um að hafa einhvern titil á ferilskránni og sinna málunum ekki sem skildi.” Feitir foreldrar - feit börn Þorgrímur gerir miklar væntingar til nefndarinnar, sem ber heitið „Fagráð um aðgerðir til að bæta heil- brigði þjóðarinnar.” Þau munu skila af sér skýrslu í maí næstkomandi, en þá ráða viðbrögðin úrslitum um aðgerðir tengdar vandamálinu. 99............................ Ég segi fólki bara að standa fyrir framan spegilinn í eina mínútu og velta fyrir sér hvaða leið það er að fara og hvortþað sé sátt. „Ég er formaður nefndarinnar og eins og með allt sem ég tek mér fyrir hendur mun ég gera þetta eins fullkomlega og ég get. Svo ráða við- brögðin miklu, en ef við fáum ekki það fjármagn sem til þarf eru störf okkar einskis nýt og mál okkar ná ekki fram að ganga,” segir hann, vongóður um framvindu málsins þegar á hólminn er komið. „Svo er auðvitað vonandi að fjölmiðlar setji pressu á ríkisstjórn þegar niður- stöður liggja fyrir.” - Eru ákveðin atriði sem þú telur að þurfi að breytast varðandi stjórn- sýslu landsins þegar kemur að mikil- vcegum málefnum sem þessum? „Ég tel að við þurfum jafnvel fjöl- breyttari flóru þingmanna með víð- tæka og ólíka reynslu. Maður spyr sig hvort það mætti ekki bara hækka laun þingmannanna og fækka þeim svo að valinn maður sé í hverju sæti - einstaklingar úr öllum geirum þjóð- félagsins og af öllum stigum. Þetta eru nú samt bara vangaveltur mínar, auðvitað er ábyrgðin hjá íslensku þjóðinni sjálfri. Fólk þarf að líta í eigin barm því að rót vandans er oft heima fyrir. Eftir höfðinu dansa limirnir og það er bara þannig að ef foreldrar eru feitir verða börnin það líka, ef foreldrar eru grannir eru börnin líklegri til þess að vera grönn. Þetta er bara staðreynd, þó svo að fólk þori ekki að tala um það. En burt séð frá þessu öllu þarf fólk stuðning, fleiri möguleika, hugs- anlega breytt námsefni og aðrar áherslur í uppeldisstörfum.” - Þú talar um að heimilin sjálf skipti miklu máli, sérstaklega þegar kemur að börnunum. Má ekki til sanns vegar fcera að þitt heimili sé heilbrigt með meiru? „Ég myndi segja það, jú. Við borðum Kollan mat, hreyfum okkur mikið og erum yfirhöfuð jákvæð og skemmtileg. Við erum meðvituð um hvað er hollt og hvað ekki, þó svo að við bregðum út af vananum um jól og við önnur tilefni - maður er mannlegur og freistast eins og aðrir.” Skyndikúrar slæmir þegar í óefni er komið Þorgrímur lætur ritstörfin ekki sitja á hakanum þó svo að hann starfi mikið tengt lífsstílsbreytingum fólks. Hann segir ritstörfin alltaf tróna á toppnum, enda séu þau hans ær og kýr. „Ég er auðvitað alltaf eitthvað að skrifa og það er óneitanlega ástríða mín. Svo er ég að sinna hinum ýmsu verkefnum og vinn núna að undir- búningsvinnu fyrir skýrslur sem við í nefndinni eigum að skila af okkur H

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.