blaðið - 07.01.2006, Page 26

blaðið - 07.01.2006, Page 26
26 I ÝMISLEGT LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaöiö Þú ert það sem þú hugsar Lísa í JJndralandi bað köttinn brosgleiða að vísa sér veg. Kötturinn spurði Lísu litlu á móti hvert hún vœri aðfara. Lísa svaraði því til að um það hefði hún enga hugmynd. Kötturinn svaraði: „Þá skiptir engu máli hvaða leið þú velur. Allar leiðir liggja þangað. I tilefni dagsins bíður Red Chili frítt gos með öllum mat og okkar ískaldi á tilboði. Einnig verða okkar vinsælustu réttir burritos og quesadillas á aðeins 999 kr. alla helgina. Verið velkomin og endum jólin með stæl. 2 vinsælustu réttirnir á www.redchili.is Laugavegi 176 S. 562 6000 Það getur verið gulls ígildi að fá góða hugmynd en oft reynist fólki erfitt að koma hugmyndum sínum í verk. Að gera sér góða mynd af markmiði sínu og átta sig á að hverju unnið er, frá upphafi til verkloka, gefur fólki mikilvægara veganesti en margir gera sér grein fyrir. Framkvæmda- bókin er dagbók, hönnuð afviðskipta- fræðingnum Þor- steini Garðarssyni, en henni er ætlað að auðyelda fólki að koma hugmyndum sínum í verk. Þor- steinn hefur gefið bókina út síðan árið 2003. Hann segir lífið snúast um að skapa sjálfan sig. Það sé verk sem aldrei sér fyrir endann á. „Fólk verður að þróa með sér rétt viðhorf, setja sér markmið og koma þeim svo í framkvæmd. Það getur verið erfitt að koma hugmyndum sínum eða stefnu í framkvæmd og þess vegna er gott að brjóta þessa þætti upp og átta sig á því hvað hver og einn þýðir. Bókin er byggð þannig upp að inn- gangur hennar fjallar um hvernig best er að huga að þessum atriðum og kennir fólki að skipuleggja sig.“ Að skapa sjálfan sig Þorsteinn hefur lengi starfað við fyrirtækjarekstur, stjórnun og kennslu. I því starfi kviknaði hug- myndin að Framkvæmabókinni. „I stefnumótunarvinnu sér maður oft þetta bil sem verður á milli stefnu og framkvæmdar. Þetta var mjög augljóstíhjá netbólufyrirtækjunum. Þar var það ekki stefnan sem klikk- aði heldur tókst mörgum ekki að hrinda henni í framkvæmd. Það leiðir til spurningarinnar: Hvað þarf til að vera góður framkvæmda- maður? Dagbækur hjálpa til þess en mér fannst alltaf að það vant- aði þann hluta sem snéri að því að vinna í sjálfum sér. Ég hef alltaf litið á það sem tilganginn í lífinu, að þroska sjálfan sig. Það er eitt af því sem gefur lífinu gildi að skapa sjálfan sig.“ Stýrikerfi hugans Mikið hefur verið fjallað um áhrif hugarfarsins og hugmyndir einstak- lingsins um sjálfan sig. Þorsteinn segir að hugarfarið skipti miklu máli. „Maður verður að skapa sér hugmynd um markmið sín og gera sér mynd af þeim í huga sér, eins og arkitekt hannar verk sitt, og þá skiptir máli hvaða hugmyndir fólk hefur um sjálft sig. Við erum allan daginn að tala við sjálf okkur í hug- anum og það skiptir máli hvernig það er gert. Við erum að forrita sjálf okkur og það má segja að við höfum okkar eigin stýrikerfi." Þetta kerfi getur einstaklingurinn svo nýtt sér til að skapa hugmyndum sínum líf, koma þeim í verk. „Ef þú getur ekki orðað hugsunina þá er hún ekki til“, segir Þorsteinn og bætir því við að með því að setja hugsunina á blað öðlist hún aukna skuldbindingu. „Og ef við höfum þessa skuldbindingu fyrir framan okkur gengur okkur betur að upp- fylla hana. Þá er maður að brýna sig dags daglcga." ■ Þorsteini Garðarssyni

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.