blaðið - 07.01.2006, Side 28

blaðið - 07.01.2006, Side 28
28 I TILVERAN LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaöiö HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ trausvekjandi það (eðaþannig)! Það á að vera krafa kjósenda að menn sýni samstöðu í verki og standi þannig sína vakt sem leiðtogar, án allra illinda og átaka á bak við tjöldin. Það er gengur ekki upp að fólk falist eftir hinu og þessu sætinu og fari svo í fýlu þegar það missir sætið í hendunar á flokkssystkini sínu! Ólæti sem þessi kunna ekki góðri lukku að stýra og eru eingöngu til þess að eyðileggja fyrir flokkunum. Það má svo sannarlega vekja fólk til umhugsunar um þetta og vonandi verður breyting á þessu í náinni fram- tíð, bæjarbúum og öllum til heilla. Vindar blása í prófkjörsmálum Prófkjörsmál eru ofarlega á baugi um þessar mundir og vindar farnir að blása allverulega í pólitíkinni, enda kosningar á næsta leyti í flestum bæjarfélögunum. Sjálf reyni ég að fylgjast vel með framvindu mála og ég læt mig varða það sem fram fer á þessum vettvangi, enda búum við í lýðræðisþjóðfélagi og embættismenn fá starfann fyrir atbeina okkar almúgans. Maður hefur auðvitað sitt að segja um einstaklingana sjálfa og ekki síður tilhögun prófkjöra innan flokkanna. Varðandi hið síðarnefnda er sitthvað sem ég fæ ekki skilið. Það er þetta með lista flokkanna og sókn valda- þyrstra manna í ákveðin sæti en ekki önnur. Fyrir mér væri mun eðlilegra að menn gæfu bara kost á sér í „forystusveit list- ans” og létu það alfarið í hendur kjósenda að haga seglum eftir vindi hvað uppröðun varðar. Þegar allir falast eftir ákveðnu sæti myndast auðveldlega leiðinlegur keppnisandi milli manna (manna sem spila fyrir sama liðið) og ásýnd flokksins verður síðri útávið. Að mínu viti ætti fólk að bjóða sig bara fram í eitt af sætunum án þess að nefna eitthvað ákveðið og þar af leiðandi gegn fólki í sínu liði. Það yrði meira traustvekjandi fyrir þá sem kjósa og auðveldara væri að stemma stigu við eitthvert reipitog milli flokksmanna. Fólk þarf að standa sína pligt án illinda bak við tjöldin Þegar upp er staðið er prófkjör innan flokkanna til þess gert að mynda forystusveitir sem hafa það að hlutverki að leiða sinn flokk þegar til kosn- inga kemur. Verið er að mynda lið sem berst fyrir flokkinn og því er að mínu mati mikilvægt að samheldni, trygglyndi og helst að vináttubönd séu mynduð milli frambjóðenda ef vel á að vinna verkin þegar á hólminn er komið. Það er ansi hvim- leitt að mynda sveit manna, sem vonast er til að leiði flokkinn til sigurs, ef frambjóðendur eru orðnir eins og örgustu úlfar eftir prófkjörin sjálf. Virkilega Ertu „útsölufrík"? Utsölurnar standa sem hæst þessa dagana og verslanirkapp- kosta að bjóða vörur á betra verði en áður. Margar þeirra einkenn- ast af stórum borðum sem kúnnarnir standa í kringum og róta eins og óðir væru, enda vilja flestir finna bestu vör- urnar á undan næsta manni. Fólk er auðvitað misjafnt hvað þetta varðar, en ákveðinn hópur fólks verslar ein- göngu þegar útsölur standa yfir og láta verslunarferðir liggja milli hluta þess á milli. Aðrir kaupa einungis nýjar vörur þegar þær koma í búð- irnar og vilja síður arka í búðir þegar múgæsingurinn er sem mestur og tilboðin á hverju strái. Þreyttu eftirfarandi próf og at- hugaðu hvort þú sért þessi týpíska útsölupersóna sem sækir í búðirnar þegar verðið er sem lægst, eða hvort þú kjósir inn við beinið að sniðganga allt slíkt. 1 Heldurðu fast um budd- una dagsdaglega? a) Já, ég passa mig alltaf að eyða ekki ofmiklu. b) Nei, alls ekki. Ég lít svo á að pen- ingar séu ekki allt og læt mig litlu varða hversu miklu ég eyði í föt og annað slíkt. c) Ég held ekki fast um budduna, en auðvitað heldur maður aðeins í sig stöku sinnum. Ekki vill maður eyða umefniffam. 2. Verslarðu mikið á útsölum hér heima eða erlendis? a) Nei, ég kýs að versla nýja vöru og sniðgeng allt útsöludrasl. b) Jújú, stundum, enda gott að gera góð kaup þegar þess gefst kostur. c) Já, ég versla eingöngu á útsölum. Verðlag er orðið svo hátt og það er hreinilega ekld hægt að bjóða manni upp á vörur á fullu verði. 3. Finnst þér skemmtilegt að ganga milli verslana þegar mannmergð er mikil og verslunaræði fólks sem mest? a) Já, eklci spurning. Það er mildu skemmtilegra að versla við slíkar aðstæður en þegar lítið er að gera. b) Ég þoh ekld að versla þegar allt er brjálað í kringum mig. Fer bara þegarróJegter. c) Auðvitað fer maður stundum í búðir þegar nóg er af fólki, en ég kýs aðsleppaþví. 4. Ertu mikið f búðunum um þessar mundir? ÚTSALA 10 - 50% AFSLÁTUJR SÓFASETT, BORÐSTOFUHÚSGÖGN, SKÁPAR OFL OFL OPIÐ Í DAG TIL KL. 16 iniyifioirIm! HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGl 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100 BlaÖið/SteinarHugi a) Ég hef eiginlega ekkert farið, en það fer að koma að því að ég skelli mér. b) Já, ég læt útsölurnar eldd fram hjá mér fara og ég er þegar búin að versla mikið í hinum og þessum verslunum. c) Nei, ég hef ekkert farið að versla og það stendur ekki til að gera það. 5. Hvað af eftirtöldu á við um þig? a) Þú elskar að koma heim með fullar hendur poka og setja í fata- skápinn allar nýju vörurnar sem þú varst að fjárfesta í. b) Þú kaupir helst föt og annað ein- göngu þegar þú ferð erlendis. c) Þú ert Ötið í því að fjárfesta í nýju dóti, enda áttu allt sem þú þarft alla jafna. 6. Eftistu mikið við ákveðin merki þegar þú kaupir þér föt eða er þér slétt sama um hönnuð og framleiðanda þegar þú klæðist? a) Mér er alveg sama hvaðan fötin koma - get allt eins keypt þau á mörkuðum ef því er að skipta. Merkin segja ekkert um ágæti fatanna. b) Já, ég reyni að vera eingöngu í dýrum og flottum merkjum, helst frá hönnuðum sem eru hvað vinsæl- astirþáogþegar. c) Auðvitað er gaman að vera í merkjafötum en ég set það ekld sér- staklega fyrir mig þegar ég kaupi mér flík. 7. Kaupirðu þér föt úr verslunum sem fjöldaframleiða fatnað í öllum stærðum og gerðum, eða kýstu heldur að fá eitthvað sérstakt sem kemur í litlu upplagi? a) Maður á alltaf eitthvað fjöldafram- leitt, en það er þó skemmtilegra að vera í einhverju sem er sérstakt. b) Ég kaupi mér aldrei fjöldafram- leiddar vörur. Það er alveg hrikalegt að mæta til veislu og annar hver maður er í sama bol og þú! c) Það er ekkert að því að kaupa föt sem eru framleidd í stóru upplagi - þau eru oftast ódýrari og engu síðri. 8. Leggurðu fyrir til þess að eiga fyrir útsölunum? a) Já, alltaf. Mér finnst ég verða að eiga nóg af fjármunum þegar að útsölum kemur, enda er kortið straujað ósjaldan við slík tilefni. b) Nei, það er nú það síðasta sem ég myndi gera. c) Ég legg ekkert sérstaldega fyrir, en ef maður á pening aflögu þá er eitthvað keypt allavega. Reiknaðu út stigin: 1. a) 1 stig b)4 stig c)2 stig 2. a)4 stig b)2 stig c) 1 stig 3. a)1 stig b)4 stig c)2 stig 4. a) 2 stig b) 1 stig c)4 stig 5. a)1 stig b)2 stig c)4 stig 6. a) 1 stig b)4 stig c) 2 stig 7. a) 2 stig b) 4 stig c) 1 stig 8. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 0-9 stig: Það má eiginlega segja að þú sért útsölufrík, en þú fylgist vel með útsöl- um borgarinnar og ert yfirleitt með á hreinu hvenær þær hefjast. Auðvitað er gott að passa upp á peninginn og versla heldur á útsölum, en oft getur þetta snúist upp í andhverfu sína og fólk kaupir meira en ella. Stundum má hreinilega láta allar fjárfestingar liggja milli hluta og geyma frekar peninginn - jafnvel þó svo að flotta kápan í búðinni á horninu sé á helm- ingsafslætti. 10-19 stig: Þú hefur gaman af því að fara I búðir en þú ferð engu offari þegar kemur að verslun hvers konar. Eins og allir hef urðu gaman af þvt að fá þér ný föt eða annað sem þú hefur not fyrir, en þú hleypur ekki upp til handa og fóta þó svo að búðirnar séu að bjóða upp á sin bestu tilboð. 20-32 stig: Útsölur eru þér ekki að skapi. Efiaust ertu eilltið merkjafrfk og lætur ekki bjóða þér hvað sem er. Það er allt saman gott og gilt, en þú verður bara að passa þig að láta ekki hafa þig út I hvað sem er. Ekki kaupa það dýrasta eingöngu vegna þess að það hlýtur að vera betra...

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.