blaðið

Ulloq

blaðið - 07.01.2006, Qupperneq 32

blaðið - 07.01.2006, Qupperneq 32
32 i baRnAeFni LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaöiö Pegar Rice Krispies Mftnr bakast... Það er svo gaman að borða sæ- tindi, þótt það eigi bara að gerast á laugardögum. En vitið þið hvað er skemmtilegra en að borða sætindi? Það er að borða sætindi sem þið búið sjálf til. Það er nefni- lega svo gaman að baka og fá svo að borða það eftir á, nammi namm. Fáðu mömmu, pabba eða einhvern fullorðinn til að hjálpa þér að baka þetta ljúffenga góðgæti. Rice Krispies góðgæti • 6 bollaraf Kelloggs Rice Krispies • 1 poki af hvítum sykurpúðum • 3 matskeiðar af smjörlíki Bræðið smjörlíkið á pönnu sem ekkert festist við. Hellið úr sykur- púðapokanum á pönna og hrærið í þeim á meðalhita þar til sykurpúð- arnir hafa bráðnað. Bætið við Rice Krispies og blandið vel saman. Takið ofnplötu eða stórt eldfast mót sem er búið að smyrja með smjöri og hellið blöndunni ofan í. Fletjið út blöndina þannig að hún sé bein og jöfn. Þegar blandan hefur kólnað þá má skera hana í bita og gæða sér á góðgætinu. Verði ykkur að góðu! Geggjaða kakan 2 tsk natrón 1 tsk salt 2 bollar sykur 3 bollar hveiti % bolli kakó 2tskedik 1 tsk vanilludropar 2 bollar vatn 3A bolli olía Hitaðu ofninn í i8o°C. Blandið þurrefnunum saman. Búið til holu í miðri blöndinni og hellið vanilludropum, ediki, olíu og vatni ofan í holuna. Hrærið vel saman þar til allt hefur sameinast. Setjið í kökuform og bakið á i8o°C í 35-40 mínútur. Bóas týndi öllu dótinu sínu Þessi sniðugi maður heitir Bóas og er í gönguferð úti í skógi. Bóas getur verið svolítið utan við sig og á það til að skilja eftir dótið sitt út um allt. Konan hans, Silja Nótt, er alltaf að skamma hann og segja honum að passa upp á dótið sitt. Hún gaf honum þessa stóru skjóðu sem Bóas er með til þess að hann myndi hætta að týna dótinu sínu. Það virkaði ekki því eins og þið sjáið þá er Bóas furðu lostinn og skilur ekk- ert í hvar dótið hans er en það er mynd af því hér að neðan. Getið þið fundið dótið hans Bóasar í storu myndinni hér til hliðar, krakkar? Hafðu samband: krakkar@vbl.is eða Krakkaumljöllun, Blaðið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Vissir þú að snákar eru nánast blindir og heyrnarlausir? Oft sér maður snáka og eiturslöngur í bíómyndum sem líta út fyrir að vera ansi hræðilegar. Sem betur fer búa engir snákar á íslandi en þeir eru samt ansi forvitnileg dýr. Hér koma nokkrir punktar um snáka sem þið vissuð kannski ekki. Pað er talið að snákar hafi þróast af eðlum g nákar lifa í sjó, trjám og á landi Snákar ráðast oft á önnur dýr og oft er ráðist á þá. Fjórðungur allra snáka eru með eitraða vígtönn, þeir verða því að bita til að geta spýtt út eitri. Það eru þó til þrjár tegundir snáka sem geta spýtt út úr sér eitrinu án þess að bíta. Pað er mjög misjafnt hve stórir og þungir snákar eru. Þótt líkams- bygging þeirra sé eins þá er stærð og þyngd mismunandi. Vitað er um snák sem var um 91 kg en lengsti snákur sem vitað er um varð rúm- lega 9 metrar á lengd. Snákar geta bragðað lykt með tungu sinni Snákar getað stækkað á sér kjálk- ann vegna þess að kjálkalið- bandið á þeim er teygjanlegt. Vegna þess hve kjálkinn í þeim er stór þá geta þeir borðað mjög stóra bráð, meira að segja dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeirra eigin munnur. Flestir snákar hafa yfir 200 tennur en samt geta þeir ekki tuggið. Þeir geta ekki tuggið með tönnunum því þær beinast aftur en þeir geta svo sannarlega bitið! Snákar hafa mjög slæma sjón og eru algjörlega heyrnarlausir en hafa aftur á móti hitaskynjara sem skynja titring. Vegna þessa skynjara getaþeir skynjað muninn á hitastigs- breytingum eða líkamshita frá bráð. Snákar skipta um ham reglulega og þegar hamurinn er farinn þá eru snákarnir í raun litlausir. Pað er ekki vitað fyrir víst hvað snákar lifa lengi en snákar í dýragörðum geta lifað mjög lengi. Það er vitað um tvo snáka i dýra- görðum sem báðir eru að nálgast þrítugsaldurinn. Snákar borða bara þegar þeir eru svangir. Það getur jafnvel verið á nokkra daga fresti eða jafnvel viku- fresti. Snákar í dýragörðum borða stundum bara 1-2 sinnum á ári því þeir hreyfa sig mjög lítið. CJ nákar hafa engin augnlok Sumir snákar verpja eggjum þar sem í eru litlir snákar. Aðrir snákar fæða pínkulitla, lifandi snáka sem skríða samstundis í burtu og sjá um sig sjálfa það sem eftir er. Snákar eru venjulega mjög hreinir því þeir skipta reglulega um ham. Þeir eru líka hreinir vegna þess að hreistrið á þeim er mjög mjúkt og þétt saman svo drulla fest- ist ekki við þá. Pað eru til um 2600 mismunandi tegundir af snákum og um 400 þeirra eru eitraðir. Snákar, eins og önnur skriðdýr, geta aldrei lært nokkurn hlut því þá vantar hluta heilans sem stýrir hugsunum og lærdómi. Snákar hreyfa sig með því að nota sérstaka vöðva sem er festir við rif þeirra. Ef snákur er settur á gler- plötu þá getur hann ekki hreyft sig því það er ekkert til að grípa í. Snákar hreyfa sig hægar en fullorðinn einstaklingur sem hleypur. Sá snákur sem hefur sést fara hraðast fór á 13 km/klst. Práttfyriraðsnákarséugrimmdar- legir útlits þá eru þeir í raun mjög góðir fyrir heiminn. Þeir eru mjög hjálplegir og borða pöddur, rottur, mýs og önnur dýr sem eyði- leggja uppskeru fyrir bændum. Það ætti því að vernda alla snáka, utan þá sem eru hættulegir fólki. Þeir eru hluti af hringiðu lífsins, rétt eins og við.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.