blaðið - 07.01.2006, Síða 40

blaðið - 07.01.2006, Síða 40
40 I MENNING LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaðiö Öskubuska frumsýnd á nœstunni Fri æfingu Æfingar standa nú yfir í íslensku óper- unni á Öskubusku eftir Rossini, sem er aðalverkefni óperunnar á vormiss- erinu. Öskubuska hefur verið sýnd í flestum helstu óperuhúsum heims, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sett upp hér á landi. Öskubuska verður frumsýnd í íslensku óperunni 5. febrúar næstkomandi og verða alls 10 sýningar. Með hlutverk Öskubusku fer Sesselja Kristjánsdóttir, en hún er ein af okkar helstu mezzó-sópran söngkonum. Hlutverk prinsins, Ram- iro, syngur Garðar Thór Cortes, en hann hefur vakið mikla athygli að undanförnu og var geisladiskur hans sá söluhæsti hérlendis fyrir jólin. Einar Th. Guðmundsson syngur hlut- verk Alidoro, en hann hefur verið að gera það gott í Vínarborg undanfarin misseri. Þetta er í fýrsta skipti sem Skráðu bílinn á www.bilamarkadurinn.is SmuRiuvt+í 46 £ • TZámv+í hann syngur á sviði Islensku óper- unnar. Davíð Ólafsson syngur hlut- verk stjúpföðurins, Don Magnifico, en Davíð hefur haslað sér völl sem óperusöngvari og skemmtikraftur undanfarin ár. Hlín Pétursdóttir syngurhlutverkstjúpsysturinnarClor- indu, en Hlín hefur að mestu starfað í Þýskalandi síðustu ár en er nú flutt heim og syngur nú aftur í Óperunni eftir nokkurra ára hlé. Anna Margrét Óskarsdóttir er upprennandi sópran söngkona sem fer með hlutverk stjúp- systurinnar Tsibe. Síðast en ekki síst er það hinn ástsæli söngvari Bergþór Pálsson sem syngur hlutverk Dand- inis sem er þjónn prinsins. Hljómsveit- arstjóri er tónlistarstjóri Óperunnar Kurt Kopecky. Kórinn í sýningunni er skipaður 12 körlum og í hljóm- sveitinni eru tæplega 40 hljóðfæra- leikarar. Leikstjórinn, Paul Suter, er svissneskur og er það eiginkona hans, Season Chiu frá Hong Kong, sem sér um hönnun sviðsmyndar og búninga og Jóhann Bjarni Pálmarsson hannar lýsingu. Haukur Dór Nýr söngstjóri Magnús Ragnarsson söngstjóri Söngsveitin Filharmonia hefur æfingar að loknu jólaleyfi á mánu- daginn. Þá mun nýr söngstjóri, Magnús Ragnarsson, taka við stjórn kórsins. Magnús hefur undanfarin ár dvalið í Svíþjóð við nám og störf og lauk á síðasta ári organista- og stjórnandanámi frá Tónlistarskól- anum í Gautaborg og Háskólanum í Uppsölum. Verkin sem tekin verða til æfinga að þessu sinni eru Stabat mater eftir Joseph Haydn og Vesperae solennes de confessores eftir Wolfgang Ama- deus Mozart og er fyrirhugað að flytja þessi verk á tónleikum í apríl næstkomandi ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Hvorugt þessara verka hefur verið flutt í heild sinni hér á landi, en þekktan kafla úr verki Mozarts, Laudate Dominum, flutti Söngsveitin á síðustu aðventu- tónleikum sínum. Píanóleikari kórs- ins er Guðríður St. Sigurðardóttir og raddþjálfari er Bjarney Ingibjörg Gunnarsdóttir. Raddpróf verða haldin á fyrstu æfingum misserisins og er áhuga- sömu söngfólki bent á að hringja í formann, Einar Karl Friðriksson í síma 892-2613. Bæjarlistamaður útnefndur Nú er vika í að tilkynnt verði hver hlýtur nafnbótina Bæjar- listamaður Seltjarnarnes fyrir árið 2006. Útnefningin fer fram við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi. Frá því að núverandi menningar- nefnd tók við hafa eftirfarandi listamenn verið útnefndir bæjarlista- menn: Bubbi Morthens tónlistar- maður 2003, Margrét Helga Jóhanns- dóttir leikkona 2004 og Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari 2005. m KB BANKI Munið »imUusu usmuAtlm KS-Sinu i tilefní af útgélti bókarinnat úr dýragarBI eftir Hsufc Dór verður haldín sýníng i málverkum lístamannsins t>ér er boðsð I sárstaáe opnun I Norrsena husmu laitfarBa|ina 7. janúar milli kl. 17-19. Sýningin er opin laugardaginn 7 janúar frá 17-19 og sunnudagmn 8 janúar trá 13-19 Athugið að aðeitis er opið þessa emu helg> Verið yeltomin. L! Listamenn MMtrðmiwvTi * jjnllcrl Elísabet sýnir á Kaffi Cultur Elísabet Olka hefur opnað málverkasýningu á Kaffi Cultur í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Mál- verkin á sýningunni eru tileinkuð Breka, syni hennar og öllum öðrum börnum. Breki fékk slæma heilahimnu- bólgu í Kaupmanna- höfn í setpember síðastliðnum og var honum haldið sof- andi í sjö daga. Á meðan Elisabet sat yfir honum málaði hún myndirnar sem eru á sýningunni. Breki vaknaði hins vegar á afmælisdaginn sinn, Myndeftir 22. september og hefur náð sér Elísabetu Olka fullkomlega. Eplið og eikin er samsýning feðginanna Erlu Sólveigar Óskarsdóttur húsgagnahönnuðar og Óskars L. Ágústssonar húsgagnasmíðameistara í Hönnunarsafni íslands, Garðatorgi 7, Garðabæ. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14:00 - 18:00. Sýningunni lýkur 20. janúar 2006

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.