blaðið - 27.01.2006, Side 2
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 bla6iö
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
blaöita
Baejarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 •www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Kjaradómur:
Dómarafélagið
heldur að sér
höndum
Dómarafélag íslands vefengir að ný-
samþykkt lög um afnám úrskurðar
Kjaradóms um ríflega 8% launa-
hækkun til þjóðkjörinna fulltrúa
og æðstu embættismanna ríkisins
standist stjórnarskrá. Telur félagið
mikilvægt að vörður sé staðinn um
sjálfstæði dómsvaldsins og að lög-
gjafarvald eða framkvæmdavald
geti ekki breytt lögmætum ákvörð-
unum um laun dómenda að geð-
þótta. Stjórn félagsins var falið að
ræða frekar við stjórnvöld um þetta,
en ákvörðun um málsókn vegna
launaskerðingarinnar var frestað.
Almennur félagsfundur Dómara-
félags íslands var haldinn í gær og
var efni fundarins lög um afnám
ákvörðunar Kjaradóms. Félagsfund-
urinn vefengir að lögin samrýmist
stjórnarskrá, ekki síst þegar litið er
til stöðu og sjálfstæðis dómsvalds-
ins. f þeim efnum tók fundurinn
undir þau sjónarmið, sem stjórn fé-
lagsins hafði áður kynnt forsætisráð-
herra og alþingismönnum.
Fundurinn ályktaði að stjórn fé-
lagsins skyldi ræða fyrirkomulag
launakjara dómenda við stjórnvöld
og nefnd þá, sem forsætisráðherra
fól að endurskoða lög um Kjaradóm
og kjaranefnd, með von um að betri
skipan komist á ákvarðanir um laun
dómara. Jafnframt verði leiðrétt sú
skerðing launa sem tekur gildi sam-
kvæmt lögunum hinn 1. febrúar.
Einnig taldi fundurinn mikilvægt
að fyrirbyggt yrði í framtíðinni að
handhafar annarra valdþátta rík-
isins geti breytt ákvörðunum sem
þegar hafi verið teknar samkvæmt
lögum um laun dómara af þar til
bærum aðilum. Þá lagði fundur-
inn áherslu á að kjör dómara yrðu
ákveðin sjálfstætt og án beinna
tengsla við laun þjóðkjörinna full-
trúa og ráðherra. ■
Veggjakrot:
Stórhertar aðgerðir fyrirhugaðar
Borgin œtlar sér að útmá allt veggjakrot innan borgarmarkanna á nœstu árum. Verkefnið
hleypur á hundruðum milljóna.
Hjá Reykjavíkurborg hafa menn
fengið sig fullsadda á veggjakroti
og boða stórhertar aðgerðir gegn
því sem þeir kalla skemmdarverk
á eigum borgarinnar. Til skamms
tíma var veggjalistamönnum gert
kleift að stunda iðju sína á vissum
stöðum eins og t.d. í Austurbæjar-
skóla. Nú hefur hins vegar verið
tekin ákvörðun um að veggjakrotið
verði hvergi liðið og skiptir þá engu
máli hvers lags verk er um að ræða.
Málinu var velt upp í síðasta eintaki
Grapevine, „Það eru fyrirhugaðar
verulega hertar aðgerðir í þessum
málum,“ segir starfsmaður borg-
arinnar sem ekki vildi láta nafns
síns getið. „Fyrsta skrefið verður
að efla hreinsunina þó að þar sé við
ramman reip að draga. 1 annan stað
er svo verið að fitja upp á forvarn-
arstarfi. Þá er farið í grunnskólana
og rætt við kennara og þeir beðnir
um að fylgjast með þessu. Kenning-
arnar sýna okkur að veggjakrotið
BMií/Steinar Hugi
eigi .yfirleitt uppruna sinn að rekja
til grunnskólanna.“
Við köllum þetta allt veggjakrot
„Þeir byrja á því að krota eitthvað inni
á klósetti og síðan þróast þetta yfir
í fleiri hundruð metra af götulista-
verkum sem sumir vilja kalla svo,“
segir viðmælandinn, „en við köllum
þetta allt veggjakrot." Gert er ráð
fyrir töluverðum kostnaði við þessar
hertu aðgerðir. Á næstu fimm árum
er ekki óvarlega áætlað að um 500
milljónum króna verði varið til þess
að útmá allt „veggjakrot“ af eignum
borgarinnar að sögn viðmælandans.
í boðuðum aðgerðum verður reynt
að setja það takmark, að „veggja-
krotið“ verði horfið afvegg innan 24-
48 tíma eftir að það er málað. „Þetta
er langtímaverkefni og í raun enda-
laust, en að ná þessu niður um 70-80
prósent er mögulegt á fimm til tíu
árum með markvissum aðgerðum.
Kostnaðurinn sem við gerum ráð
fyrir er byggður á tölum frá ná-
grannaþjóðum okkar. 1 dag kostar
þetta okkur um 20 milljónir á ári,
og þumalputtareglan segir okkur
að þessi framlög verði að tvöfalda
á milli ára fyrstu árin.“ Hann segir
að reynslan sýni að það sé ekki hægt
að halda úti svokölluðum „löglegum“
veggjum. Þar fá þeir sem þess óska
að mála að lyst. „Þetta breiðist alltaf
út og flæðir um allt. Það er bara ekki
hægt að hafa stjórn á þessu.“
Lyktar af forræðishyggju
Þorsteinn Davíðsson er veggjamál-
ari sem er ekki ánægður með þessa
þróun mála. „Mér finnst þetta lykta
af forræðishyggju og minnir mig
á „Eiturlyfjalaust ísland árið 2000“.
Fólk skýtur sig í fótinn með því að
taka svona djúpt í árinni og reynir
að útrýma einhverju sem alltaf hefur
verið við lýði og mun alltaf verða til í
einhverri mynd.“ Þorsteinn bendir á
að með því að gera þessa iðju að lög-
broti séu menn einfaldlega að gera
þá sem stunda þetta að meiri hetjum
í huga yngra fólks. „Mun betra væri
að gera fólki kleift að fara á einhvern
afskektan stað og mála þar.“ ■
Stýrivaxtahcekkun:
Harkaleg peningastefna
sársaukafyllri en aðhald
í ríkisfjármálum
Seðlabankinn hækkaði í gær stýri-
vexti um 0.25 prósentustig frá
og með næstu mánaðamótum.
Stýrivextir verða við breytinguna
10,75%. Næsta ákvörðun bankans
um vexti verður að óbreyttu birt
fimmtudaginn 30. mars n.k. með
útkomu Peningamála. Deildarstjóri
hagfræðideildar ASÍ gerir ráð fyrir
áframhaldandi hækkunum fram á
mitt ár.
Spáir frekari hækkunum
Ólafur Darri Andrason, hagfræð-
ingur ASl, segir vaxtahækkun Seðla-
bankans ekki hafa komið sér á óvart.
„1 sjálfur sér er ekkert við þessari að-
gerð að segja. Þegar horft er til þess
að verðbólga er há og mikill undir-
liggjandi verðbólguþrýstingur þá
er ekki hægt að gagnrýna bankann
fýrir þetta.“ Ólafur Darri minnir
hins vegar á að Alþýðusambandið
hafi margoft bent á, að ríkisfjármál-
unum væri ekki beitt með nægilega
skynsamlegum hætti og að ýmsar
stjórnvaldsaðgerðir að undanförnu
hafi frekar ýtt undir verðbólguna.
„Þetta er helsta tæki bankans og eðli-
legt að hann noti það með þessum
hætti. En til lengri tíma litið er
harkaleg peningastefna sársauka-
fyllri fyrir almenning og atvinnu-
lífið en aðhald í ríkisfjármálum.“
Ólafur Darri spáir áframhaldandi
hækkunum stýrivaxta fram eftir
árinu. „Nú er farið að síga á seinni
helming stóriðjuframkvæmdanna.
Það má því gera ráð fyrir því að
bankinn hækki vextina aftur í mars,
liklega um 25 punkta og jafnvel eitt-
hvað meira í framhaldinu en síðan
verði hápunktinum í þessu vaxta-
hækkunarferli náð á miðju ári eða
seinni hluta þess.“ ■
‘Ibauhaus
Viðskipti:
Stærsta bygg-
ingavöruversl-
un landsins
Alþjóðlega byggingavöruverslun-
arkeðjanB; íhausAGhyggurábygg-
ingu 20 þúsúnd fermetra bygginga-
vöruversluriar á landi Olfarsfells við
Vesturlandsveg. Erindið hefur verið
kynnt Reykjavíkurborg og má vænta
afgreiðslu á næstu vikum. Bauhaus
rekur nú þegar um 190 verslanir í
11 Evrópulöndum en höfuðstöðvar
fyrirtækisins eru í Þýskalandi. Bau-
haus hefur í hyggju að reisa 20.000
m2 hús á lóðinni og reka þar alhliða
byggingavöruverslun með sama
sniði og í öðrum Evrópuríkjum.
Þetta verður langstærsta bygginga-
vöruverslun landsins með um 140
starfsmenn, og gangi allt snurðu-
laust fyrir sig mun verslunin opna
næsta sumar. ■
d) Helösklrt (3 Léttskýjaö ^ Skýjað £ Alskýjaö Rlgning, lítilsháttar /// Rlgning 5 5 Súld * 'l' Sn|ókonta Slydda
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
-02
07
-05
01
-01
-01
0
0
03
05
12
-11
-01
13
02
0
01
06
-04
14
05
03
// /
///
///
///
///
///3°
// /
///
///
€f 1'
9
(f 1
Slydda Snjóél
eroc
Skúr
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands
9
o
<>►
9
-1
Breytilegt
///
0°
///
Á morgun
-2”
.4/