blaðið - 27.01.2006, Side 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaöiö
Upplýsingagjöf um úrræði eftir útskrift geðsjúkra vantar.
Geðsjúkir:
Skortur
á eftirfylgni
í geðheilbrigðis
þjónustu
Lífskjör á Norðurlöndum:
íslendingar eftirbátar
1 samanburði Norðurlandaþjóðanna
á lífskjörum koma íslendingar vel
út ef litið er til heildarlauna. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu hag-
deildar ASl þar sem lífskjör í lönd-
unum eru borin saman í þröngum
efnahagslegum skilningi. Staðan
versnar hins vegar til muna ef tekið
er tillit til vinnutíma og verðlags
og erum við þá talsverðir eftirbátar
nágranna okkar. I skýrslunni segir
að Danir og Svíar hafi valið þá leið
að innheimta hærri skatta en veita
ódýrari opinbera þjónustu í staðinn.
Vinnutíminn mun lengri
Útgjöld þessara þjóða til velferðar-
mála sem hlutfalls af landsfram-
leiðslu eru líka mun hærri en á
íslandi og í Noregi. Þannig er ráð-
stöfunartekjum á Islandi og í Noregi
ætlað að bera hærri kostnað vegna
þjónustu sem greidd er af opinberu
fé en í Svíþjóð og Danmörku. Til
dæmis bera íslenskar fjölskyldur
hærri kostnað af heilbrigðiskostn-
aði og lyfjum. Þetta á einnig við um
kostnað við menntun og tómstundir
Lífskjörin lakari og vinnutíminn lengri
barna. Niðurstöður skýrslunnar eru
því á þá leið, að lífskjör hér á landi
séu svipuð, eða heldur lakari en á
hinum Norðurlöndunum. Við það
bætist svo að vinnutíminn er mun
lengri og opinber þjónusta dýrari. ■
Meirihluti geðsjúkra og aðstand-
enda þeirra telja að lítið tillit sé
tekið til skoðana sinna innan geð-
heilbrigðisþjónustunnar samkvæmt
niðurstöðu rannsóknar um þjón-
ustuþarfir geðsjúkra og reynslu
Eieirra af geðheilbrigðisþjónustu á
slandi. Rannsóknina unnu þau Páll
Biering, Guðbjörg Daníelsdóttir og
Arndís Ósk Jónsdóttir fyrir Rauða
kross Islands og Geðhjálp og var
hún kynnt á sérstökum blaðamanna-
fundi í gær.
Lítið tilfinningalegt svigrúm
I rannsókninni voru 188 einstak-
lingar með langvinna geðsjúkdóma
og 33 aðstandendur spurðir m.a. út
í viðhorf þeirra til geðheilbrigðis-
þjónustu á íslandi. I Ijós kom að
þó að meirihluti þátttakenda væri
ánægður með flesta þætti í þjónustu
sjúkrastofnana fannst þeim vanta
uppá eftirfylgd og upplýsingagjöf
um úrræði eftir útskrift. Þá kvört-
uðu þátttakendur undan því að
starfsfólk í geðheilbrigðisþjónustu
tæki ekki nógu mikið tillit til skoð-
ana sjúklinga og aðstandenda og
gæfi þeim lítið svigrúm til að tjá til-
finningar sínar.
Kallar á viðhorfsbreytingar
Sveinn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Geðhjálpar, segir lítið í þess-
ari rannsókn hafa komið honum á
óvart. „Hún er í samræmi við þær
hjálparbeiðnir og þau mál sem inn
á okkar borð koma.“ Hann segir
niðurstöðurnar kalla á ákveðna
viðhorfsbreytingu í málefnum geð-
sjúkra og telur mikilvægt að byggð
sé upp stuðningsþjónusta sem gerir
geðsjúkum auðveldara með að taka
þátt í samfélaginu á ný. „Það er nóg
af fjármagni í heilbrigðisgeiranum
því er bara vitlaust ráðstafað. Þetta
er spurning um það hvernig við for-
gangsröðum hlutunum." ■
Straumur-Burðarás:
Hagnaður fjórfaldast
á milli ára
Fjárfestingarbankinn Straumur-
Burðarás hagnaðist um tæpa 27
milljarða á síðasta ári. Þetta kemur
fram í ársuppgjöri bankans fyrir
árið 2005 sem birt var í gær.
Besta ár frá upphafi
Hagnaður Straums-Burðaráss fyrir
síðasta ár er sá mesti sem bankinn
hefur skilað frá upphafi. Árið 2004
nam heildarhagnaður bankans eftir
skatta um 6,7 milljörðum en fyrir
2005 var hann 27 milljarðar og hefur
því fjórfaldast á milli ára. Á síðasta
Ársuppgjöri Straums-Burðaráss var vel
tekið í Kauphöllinni í gaer.
árfjórðungi 2005 hagnaðist bankinn
um rúma 12 milljarða en fyrir sama
tímabil árið á undan nam hagnað-
urinn tæpum hálfum milljarði. Þá
námu hreinar rekstrartekjur ársins
um 34 milljörðum og tæplega fjór-
földuðust frá fyrra ári.
Fjörleg viðskipti í Kauphöllinni
í fréttaskeyti frá bankanum er haft
eftir Þórði Má Jóhannessyni, for-
stjóra Straums-Burðaráss, að á síð-
asta ári hafi megin áhersla verið lögð
á að styrkja og efla bankann sem
sérhæfðan fjárfestingabanka og að
góð tekjumyndun á öllum sviðum
beri vott um að sú uppbygging hafi
borið árangur. Þá voru nokkuð
fjörleg viðskipti með bréf í bank-
anum í Kauphöllinni í gær í kjölfar
birtingar ársuppgjörsins. Alls voru
viðskiptin um 128 talsins og höfðu
bréfin hækkað um 3,85% við lokun
markaðar í gær. ■
OSKAR BERGSSON I 1. SÆTIÐ
Gróðurhúsalofttegundir:
STEFNUMÁL:
• FrístundanámiÖ inn í skólana
Utstreymi
fer minnkandi
• Nægt framboð byggingalóða
• Sundabraut í göng á ytri leiÖ
• Aldraðir njóti einkalífs á dvalarheimilum
www.oskarbergs.is sími: 553 2900
Almenn losun gróðurhúsaloftteg-
unda hefur dregist saman hér á
landi frá árinu 1990 og er lítil í alþjóð-
legum samanburði. Þetta kemur
fram í frétt á vef Samtaka atvinnu-
lífsins. Að mati samtakanna er engin
ástæða til að ætla annað en að þessi
þróun geti haldið áfram þar sem út-
streymi hafi farið minnkandi t.d. í
fiskimjölsframleiðslu, fiskveiðum
og iðnaði. I fréttinni er bent á, að
ef svo óliklega vildi til að öll efna-
hagsstarfssemi legðist af hér á landi,
væru allar líkur á því að útstreymi
gróðurhúsalofttegunda myndi auk-
ast í heiminum. Ástæðan fyrir því
er sú að gera má ráð fyrir því að
stór hluti af ál- og járnblendisfram-
leiðslu yrði framleidd annarsstaðar
með orku úr jarðefnaeldsneyti. Enn-
fremur segir, að ísland sé nú þegar
það sem kallað er kolefnishlutlaust
land og að ólíklegt sé að það eigi við
um fleiri lönd í heiminum í dag. ■