blaðið - 27.01.2006, Qupperneq 20
20 I HEILSA
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaöiö
Árangursrik meðíerð
fyrir verkjasjúklinga
Ótrúlegur árangur Bowenmeðferðar
Bowen tæknin hvetur líkamann
til að laga sjálfan sig. Meðferð-
araðili notar þumla og fingur á
ákveðna staði á líkamanum og
gerir rúllandi hreyfingar með það
að markmiði að trufla boðskipti
til vöðva, bandvefs og orku innan
líkamans.
,,Ég veit að Bowen tæknin hefur virkað
mjög vel á verkjasjúklinga og þeir
sem hafa reynt
allt annað hafa
náð bata eftir
þessa meðferð",
segir Margeir
Sigurðsson
Bowentæknir.
,Ég kynntist Bo-
wen í Englandi
og flutti tækn-
ina með mér til
íslands. Námið
tekur eitt ár
og er byggt
upp sem fjarnám. Ég hef prófað
þessa tækni sjálfur og veit að þetta
svínvirkar.“
Margeir er menntaður höfuð-
beina- og spjaldhryggsjafnari og
starfar nú við Bowen meðferð. „Ég
tek fólk í meðferð og yfirleitt eru 3
tímar nægjanlegir til að árangur
náist og er þá miðað við að fólk komi
vikulega.“ Þess má geta að 30 Bowen
tæknar eru starfandi á íslandi.
Ótrúlegur árangur
,1 upphafi Bowen meðferðar spyr ég
fólk hvers vegna það sé komið en það
er ekki nauðsynlegt. í meðferðinni
er allur líkaminn meðhöndlaður
og unnið heildrænt. Ef axlirnar eru
vandamálið þá er athyglinni beint að
því svæði. Arangur meðferðarinnar
er vissulega misjafn en í flestum til-
fellum er hann mjög góður.“
Margeir kann margar sögur af
góðum árangri Bowenmeðferðar
sem jaðrar við að séu kraftaverka-
sögur. „Ég þekki konu sem var mjög
slæm af astma og gat varla gengið án
þess að nota
astmapúst. í
kjölfar með-
ferðarinnar
gat hún hætt
að nota astm-
apústið. Annar
sjúklingurþjáð-
ist af vöðva-
bólgu og
h a f ð i
farið
í yfir
4 0
tíma í sjúkranudd án
árangurs. Þessi sjúk-
lingur fékk bata í Bowen
meðferð."
Margeir segist benda
fólki á að leita sér lækn-
ismeðferðar ef það
telji þess þurfa en segir
einnig að Bowentækni
hafi komið í veg fyrir að
fólk hafi þurft í uppskurð við
brjósklosi. Margeir segir það hafa
komið fyrir að læknar hafi vísað
sjúklingum til sín.
„Það er ekki nauðsynlegt að vera
með verki til að koma í Bowen með-
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03
YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunar-
æfingar, slökun og hug-
leiðsla.
Sértímar fyrir byrjendur og
barnshafandi konur.
Morgun-, hádegis-,
síðdegis- og kvöldtímar.
www.yogaheilsa.is
NÝTT! Astanga yoga
Hollusta
í hverjum bital
ferð því hún geti verið góð leið fyrir
heilbrigt fólk til að láta sér líða betur.
Mér finnst fólk yfirleitt ekki nógu
duglegt við að viðhalda góðri heilsu
og grípur ekki inn í fyrr en í óefni er
komið.“
Afhverju virkarBowen meðferð?
„Það er ekki vitað að fullu hversvegna
meðferðin virkar en í henni er sympa-
tíska taugakerfið notað til að lækna
líkamann.“ { bæklingi um Bowen
Ráð við rósroða
tæknina
kemur fram að
meðferðin getur virkað vel á vanda-
mál, s.s. bak- og hálsverki, hnévanda,
íþróttameiðsl, síþreytu, höfuðverk
og streitu svo eitthvað sé nefnt.
Margeir er með stofu að Ármúla 17
og kostar tíminn 2500-5000 krónur.
hugrun@bladid.net
Ég ákvað að fjalla um rósroða í
dag, en það eru margir sem þjást af
þessum sjúkdómi án þess að gera sér
grein fyrir því og enn fleiri sem hafa
verið greindir með sjúkdóminn en
vantar leiðbeiningar um það hvernig
hægt er að draga úr einkennum.
Rósroði (e. Rosacea ) er sjúk-
dómur/kvilli sem hrjáir full-
orðið fólk, en líkist einna helst
bólóttri húð unglinga. Rós-
roði kemur yfirleitt ekki
fram hjá fólki fyrr en
eftir þrítugt. Þetta
kemur fyrst fram
semroðiáhöku,
kinnum, nefi
eða enni og
til að byrja
með er
þessi roði
að koma
og fara.
Þ e s s i
f y r s t u
einkenni
eru því oft
tekin sem
eitthvað til-
fallandi, sól-
bruni eða eitt-
hvað slíkt og því
hundsuð.
Ef ekkert er að gert
verður roðinn varanlegri,
háræðarnar fara að verða sýni-
legar og bólur og fílapenslar koma
fram. Nefið getur orðið rautt og
bólgið sérstaklega hjá karlmönnum.
I sumum tilfellum verða augun
viðkvæm, jafnvel vökvakennd og
blóðhlaupin.
Rósroða er ekki hægt að lækna,
en það er hægt að draga úr einkenn-
unum og jafnvel halda þeim niðri
með lyfjum og breyttum lífsstíl.
Það eru nokkur atriði sem ein-
staklingur með rósroða ætti að hafa
R 0 D E R M
SUHSCKtlH
'iP 10 6 HOUR?
PROTECTION
í huga. Þessi ákveðnu atriði geta
haft mikið að segja varðandi það
hvernig gengur að halda sjúkdóms-
einkennum niðri. Það að fara einu
sinni út í frost og rok án þess að
skýla andliti sínu getur komið kasti
af stað.
• Veður - Mikil sól, hiti og raki,
kuldi og vindur eru þekktir
áhrifavaldar.
• Álag - Álag er einn af áhrifa-
völdunum og er talið hafa mikil
áhrif. Flestum einstaklingum
sem eru undir miklu álagi
hefur reynst vel að nota hinar
ýmsu slökunaraðferðir.
• Mataræði - Mataræði getur
haft mikil áhrif á rósroða og
getur einstaka drykkur eða
matur komið kasti af stað. Heitt
kaffi eða súpa, kryddað nachos,
glas af víni - Það er afar mis-
munandi eftir einstaklingum
hvað kemur kasti af stað.
• Æfingar - Þrátt fyrir að
æfingar geti verið hluti af heil-
brigðum lífsstíl, þá geta of
miklar æfingar verið slæmar
fyrir einstakling með rósroða.
• Andlitshreinsun - Einstak-
lingar með rósroða þurfa að
hugsa meira um það hvernig
þeir hreinsa andlit sitt en aðrir
• Húðkrem og snyrtivörur
Krem og snyrtivörur eru nauð-
synlegar fyrir þá sem eru með
rósroða, en það getur skipt
miklu máli hvaða vörur eru
notaðar og getur hver einstak-
lingur þurft að prófa margt
áður en hann finnur það sem
hentar.
Nánari leiðbeiningar um hvern
þessara liða má finna í grein á www.
doktor.is
Jórunn Frímannsdóttir,
hjúkrunarfrœðingur
Ófrískar hrjóta
Ófrískar konur eru helmingi líklegri
til að hrjóta á síðustu mánuðum
meðgöngu, samkvæmt rannsókn
sem gerð var við
háskólann í Edinborg. Niðurstöður
rannsóknarinnar tengja auknar
líkur á hrotum við þyngdaraukn-
ingu hinnar verðandi móður sem
leiðir til aukins þrýstings á lungun.
Fóstrið þrýstir á lungu og þind
móðurinnar sem síðan þrýstir á
barkann. Öndunarvegur ófrískra
kvenna er þrengri en annarra, sem
auka líkur á hrotum og háþrýst-
ingi. Þrátt fyrir þessa uppgötvun
eru hroturnar taldar hættulausar.
Futurebioties
SÓLHATTUR
+ C-vítamín
Ótrúlega öflugur
kvefbani. Bólgueyðandi
og styrkir ónæmiskerfið
6 klst. sólvöm C €
Fæst í apótekum og fríhöfhinni