blaðið - 27.01.2006, Qupperneq 38
38IFÓLK
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaöið
VERÐLAUNA-
HÁTÍÐIN VONDA
Smáborgarinn horfði á (slensku tónlistar-
verðlaunin á miðvikudaginn og gladdist
að sjálfsögðu með öllu hæfileikaríka tón-
listarfólkinu sem finna má á okkar litla
skeri. Sigurvegararnir áttu allir sem einn
sitt skilið enda glæsilegt og hæfileikaríkt
fólk allt saman. Sama má hins vegar ekki
segja um hátíðina sjálfa en sjaldan hefur
jafn óglæsllegri verðlaunaafhendingu
verið sjónvarpað.
í fyrsta lagi var sviðsmyndin einhver
sú hrikalegasta sem um getur. Þeim
tókst að gera svið Þjóðleikhússins alveg
ótrúlega hallærislegt. Ljósin voru asnaleg,
svlðsmyndin var asnaleg og Ijót á lltin, og
þessi Ijósaróbóti sem var af einhverjum
ástæðum fremst á miðju sviðinu var ekki
einu sinni ræstur. (öðru lagi var mynda-
takan svo vandræðaleg að Smáborgarinn
greip itrekað fyrir augun. Skotið var með
tökuvélunum á sviðsmenn sem voru í
óða önn að reyna að bjarga því sem hægt
var, mannlaus svæði á sviðinu og síðast
en ekki síst hálftóma áhorfendastúkuna,
en flestir áhorfendur voru víst baksviðs
í partíi með Mugison. Hann hefur vænt-
anlega ekki komist í gegnum þvöguna
til að taka við verðlaunum sinum fyrir
vinsælasta söngvara ársins. I þriðja lagi
var mjög misheppnað að blanda saman
leiðinlegu og skemmtilegu flokkunum.
Það var svo gott að geta bara sleppt því
að horfa á fyrsta hálftímann á meðan
djassinn og sígilda tónlistin var afgreidd.
Ef það hefði verið þannig, eins og í fyrra,
hefði Smáborgarinn getað horft á My
name is Earl hikstalaust en allt kom fyrir
ekki og djassinn var settur við hliðina á
Sálinni.
Smáborgarinn fylgdist ekki alveg
nógu vel með í byrjun en honum sýnd-
ist einhver ný samtök vera búin að taka
við hátíðinni af Einari Bárðarsyni. Það
bara hlýtur að vera satt vegna þess að
hátíðin í fyrra var stórglæsileg og leit
út eins og óskarsverðlaunin miðað við
hátíðina í gær sem virðist hafa kostað
300 krónur í uppsetningu. Hátíðin var þó
ekki hundleiðinleg þó hún hafi verið asna-
leg. Jakobínarína, Emilíana Torrini, ÉG og
Mugison áttu frábær tónlistaratriði þó
skipulagsleysi hafi klúðrað smá fyrir Em-
ilfönu. Felix Bergsson náði stundum að
vera fyndinn og einn maður gjörsamlega
toppaði allt f töffaraskap og eignaði sér
hátfðina án allra skuldbindinga. Það var
Bubbi okkar Morthens en hann var svo
töff að maður sá á fólkinu sem hann labb-
aði framhjá á leið sinni upp á svið að þvf
leið óþægilega. Fólkið góða náði þó ekki
að skyggja á hallærisleika hátfðarinnar
svo Smáborgarinn hvetur aðstandendur
til að gera betur næst, í guðana bænum.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri SkjásEins
Bærast blendnar tilfinningar
hjá þér?
„Nei nei. Ég er nú mikill talsmaður innlendrar dagskrárgerðar. Ég gleðst bara
yfir því að RÚV skuli taka þetta spor í átt að vönduðu, leiknu íslensku sjón-
varpsefni. Þarna eiga þeir að vera. En ekki í samkeppni við okkur um að
sýna amerískar sápur. Annars kom þessi þátttaka mín í þættinum til áður
en ég var ráðinn í mitt núverandi starf.“
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri SkjásEins, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í gervi lögreglumanns i sjónvarpsþætt-
inum „Allir litir hafsins eru kaldir" sem sýndur er á RÚV.
Kidman sendiherra
Sameinuðu þjóðanna
Hin ástralska Nicole Kidman mun berjast gegn ofbeldi á konum
á næstu árum þar sem hún hefur verið gerð að sérstökum sendi-
herra Unifem deildar Sameinuðu þjóðanna.
Ég er djúpt snortin að vera valin í þetta verkefni“, sagði hin
38 ára gamla Kidman við pressuna i Hollywood. Þetta er meiri
heiður en ég vonaðist nokkurn tíma til.”
Starfið er skemmtileg tilviljun að því leyti að Nicole Kidman
lék nýlega starfsmann Sameinuðu þjóðanna í kvikmyndinni
Túlkurinn, eða The Interprete..
Craig kennir
búsinu um nekt
Hinn nýbakaði James Bond, Daniel Craig, hefur heit-
ið því að drekka aldrei áfengi í kringum kvikmynda-
leikstjóra. Hann á það víst til peyinn að samþykkja að
gera brjálaða hluti undir áhrifum áfengis.
Craig kom nakinn fram í kvikmyndinni Sumar radd-
ir eða Some voices frá árinu 2000. „Atriðið átti fyrst að
vera ég hlaupandi niður götu, þakinn tómatsafa", sagði
Craig aðspurður um þetta furðulega mál. Svo datt ég
í það með Simon, leikstjóranum og sagði honum að
ég skyldi bara gera þetta nakinn. Það sem má læra af
þessu er að detta aldrei í það með leikstjórum.”
t j4l
II
Village People
löggan í vondum málum
Víctor Willis, betur þekktur sem löggan í diskógenginu Village people,
er greinilega hættur að taka lögregluhlutverkið alvarlega þar sem hann
mætti ekki í réttinn þegar átti að dæma hann fyrir eiturlyfjanotkun og
byssueign. Hann var handtekinn í júlí með kókaín og hlaðna skamm-
byssu.
Willis, sem er orðinn 54 ára gamall, ætlaði loksins að mæta í réttarsal-
inn í vikunni eftir að hafa verið á flótta frá réttvísinni í fjóra mánuði en
mætti ekki og á því von á meira en þriggja ára fangelsi að sögn saksókn-
arans í málinu.
eftir Jim Unger
rAÐGREIÐSLUR
ir
© Jim Unger/dist. by United Media, 2001
4-10
Ef þú sleppir afborgun ýti ég á
þennan takka og tækið fuðrar upp.
HEYRST HEFUR...
Margir bíða spenntir eftir
framlagi Silvíu Nóttar
í Evróvisi-
on söngva-
keppninni
þann 4.
f e b r ú a r
næstkom-
andi, en lag-
ið mun vera
eftir Þor-
vald Bjarna. Það ku vera afar
grípandi og koma á óvart, en
nokkuð sjálfhverft í stíl Silv-
íu. Annað kæmi nú á óvart.
Það er búist við að Silvía hali
inn atkvæðum.
Vinnuveitendur víða um
bæ eru þegar farnir að
finna fyrir þrýstingi frá starfs-
mönnum sínum sem heimta
frí meðan á heimsmeistara-
mótinu í knattspyrnu stendur
í sumar. Hér er um að ræða
mánaðartíma, frá 9. júní til
9. júlí. Þetta eru 64 leikir og
verða margir eflaust orðnir
langþreyttir þegar kemur að
úrslitaleiknum. Rétt er að
taka fram að leikirnir fara
flestir fram um miðjan dag
- á bilinu kl. 13-19 og má því
búast við að heilu vinnustað-
irnir lamist langtímum sam-
an. Það þarf varla að taka það
fram að íslenska landsliðið
verður ekki með - enda talið
vera í 95. sæti á heimslistan-
um um þessar mundir. Enn
má þó finna þjóðir sem eru
neðar.
Eins og kunnugt er urðu
karlar í fjórum efstu
sætunum i
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokks-
ins í Garðabæ.
Margir hafa
orðið til að
gagnrýna þetta
og telja að nokkuð
vanta upp á að kynja- hlut-
föll séu rétt. Samkvæmt heim-
ildum okkar er nokkur þrýst-
ingur á þá sem urðu ofarlega
að færa sig neðar á listann
til að koma konum að. Einn
þeirra sem Blaðið ræddi við
sagði að slíkt kæmi ekki til
greina - að minnsta kosti
ekki hvað hann varðar. Það
má jafnvel búast við einhverri
ólgu vegna þessa á næstunni.
Sagan segir að Björn Ingi
Hrafnsson njóti talsverðs
fylgis út fyr-
ir Framsókn-
arflokkinn
og mörgum
blöskrar það
semkallað er
aðför að hon-
um og ætla
því að veita
honum stuðning á laugardag.
Ekki er ólíklegt að Hrafn Jök-
ulsson muni greiða honum
atkvæði sitt og nöfn ýmissa
Samfylkingarmanna eru líka
nefnd í því sambandi. Próf-
kjörið er opið þannig að fólk
þarf ekki að ganga í Fram-
sóknarflokkinn til að greiða
atkvæði.