blaðið - 27.01.2006, Page 30
30 I ÍPRÓTTIR
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaöi6
EM í Sviss:
ísland vann fyrsta leik
- ífyrsta sinrt á Evrópumóti
MorgunblaÖiÖ/Brynjar Gauti
Arnar Atlason í baráttu við varnarmenn Serba í gær sem léku gróft gegn íslendingum
Óiafur Stefánsson var
maður leiksins
Handboltasérfræðingur Blaðsins,
Þorbergur Aðalsteinsson fyrrum
landsliðsþjálfari íslands, var að
vonum ánægður með okkar menn í
gærkvöldi.
„Þetta var eiginlega leikur Ólafs
Stefánssonar. Hann var eins og
kveikiþráður í áramótaköku. Ólafur
fór glæsilega af stað eins og snill-
ingar gera best og dreif mannskap-
inn með sér. Það sem tókst númer
eitt tvö og þrjú var varnarleikurinn
og vel útfærð hraðaupphlaup. Varn-
arleikurinn var ótrúlega góður. Við
unnum marga bolta, hraðaupphlaup
sem eru ódýr mörk og það var þetta
sem skóp sigurinn. I vonda kafl-
anum í seinni hálfleik kom Snorri
Steinn Guðjónsson og gerði út um
leikinn og þetta var langbesti lands-
leikur hans. Birkir ívar stóð sig mjög
vel. Guðjón Valur stóð að vanda vel
fyrir sínu og Sigfús var eins og tröll
í vörninni. Það má segja að þessir
fimm einstaklingar hafi búið þetta
til. Alexander átti góða punkta og
síðan fékk Arnór Atlason að spila
mjög mikið og vonandi er hann
búinn að taka hrollinn úr sér og
spili betur í næstu leikjum", sagði
Þorbergur um leikinn í gær gegn
Serbum/Svartfellingum.
En hvað um leikinn í
kvöld gegn Dönum?
„Ef jafnvel tekst í varnaleiknum í
kvöld og í leiknum gegn Serbum,
þá förum við langt. Ef við lcggjum
Dani í kvöld, þá erum við farnir
að telja í alvöru hvað varðar fram-
haldið. Wibeckþjálfari Dana er mjög
fær. Hann gæti hugsanlega lokað á
Ólaf í leiknum í kvöld. Þá er komið
upp vinnumunstur fyrir Viggó um
framhaldið fyrir hina leikmennina.
Viggó þarf að undirbúa þetta atriði
mjög vel. Ég verð að segja það að ég
ætla að Ieyfa mér að vera bjartsýnn
fyrir leikinn í kvöld og ég spái ís-
landi sigri, 32-30“, sagði Þorbergur
Aðalsteinsson. Leikurinn í kvöld
gegn Dönum hefst klukkan 19.15 og
verður í beinni útsendingu á RÚV.
Þriðji og síðasti leikur okkar manna
í riðlinum er á sunnudag gegn Ung-
verjum og hefst sá leikur klukkan
17.00 og verður í beinni á RÚV.
Islendingar og Serbar/Svart-
fellingar mættust í fyrsta leik
C-riðils í úrslitakeppni Evrópu-
móts landsliða í handknattleik í
gær og þar fóru “strákarnir okkar”
á kostum og unnu glæstan sigur.
Serbar byrjuðu leikinn betur og
voru skrefinu á undan fyrstu mín-
úturnar en í stöðunni 4-4 náðu Is-
lendingar frumkvæðinu og náðu
þriggja marka forskoti 9-6 og í hálf-
leik var staðan 16-11 fyrir ísland.
Birkir Ivar Guðmundsson byrjaði
í markinu hjá Islandi og hann stóð
sig vel í fyrri hálfleik og varði þá
8 skot en alls varði hann 13 skot.
Hreiðar Guðmundsson varði 4 skot
en hann kom við sögu síðustu mín-
útur leiksins. Ólafur Stefánsson
bar uppi sóknarleikinn, skoraði
5 mörk auk fjölda stoðsendinga í
fyrri hálfleik en alls skoraði hann 8
mörk. Guðjón Valur skoraði einnig
5 mörk í fyrri hálfleik en hann skor-
aði alls 10 mörk í leiknum. Seinni
hálfleikur hélt áfram á sömu braut
og sá fyrri endaði. Island náði mest
9 marka forskoti, 14-23 þegar 8
mínútur voru liðnar af seinni hálf-
leik. Eftir það var málið aðeins að
halda þessu forskoti en Serbar spil-
uðu mjög fast og gróft á köflum í
leiknum. Þeir fengu 8 brottvísanir
en okkar menn 5. Snorri Steinn
Guðjónsson fór á kostum í svo-
kallaða slæma kafla hjá Islandi og
skoraði og skoraði en hann lauk
leik með 9 mörk. Leiknum lauk
með fimm marka sigri íslands,
36-31 og þetta er í fyrsta sinn sem
ísland vinnur fyrsta leik í úrslita-
keppni Evrópumótsins. Glæsilegt.
Við verðum þó að nýta vítaköstin
betur en fjögur slík fóru forgörðum
í leiknum hjá okkar mönnum. Við
töpuðum boltanum alltof oft eða
11 sinnum í seinni hálfleik en 8
sinnum í þeim fyrri. Hraðaupp-
hlaupin gengu ágætlega og einnig
var vörnin góð á löngum köflum en
^ undir lokin gætti nokkurrar þreytu
hjá Islendingum þegar Serbar náðu
að minnka muninn í 29-32 en nær
komust þeir ekki.
Körfubolti:
Dreqið í bikarnum
I gær var dregið í undanúrslit bikar-
keppni Körfuknattleikssambands ís-
lands og Lýsingar í karla-og kvenna-
flokki. Islandsmeistarar Keflavíkur
í karlaflokki fengu heimaleik gegn
bikarmeisturum Njarðvíkur og án
efa er það stærsti leikurinn í bæði
karla-og kvennaflokki í þessum
undanúrslitum. Hin viðureign und-
anúrslita karla verður á milli Grinda-
víkur og Skallagríms og fer leikur
liðanna fram í Grindavík.
I undanúrslitum í kvennaflokki
eru bikarmeistarar Hauka úr leik en
ÍS sem sló Hauka út úr keppninni
mætir Breiðabliki og fer leikurinn
fram í íþróttahúsi Kennaraháskól-
ans. íslandsmeistarar Keflavíkur
mæta Grindavík í hinni undanúr-
slitaviðureigninni og fer sá leikur
fram í Keflavik. Leikirnir í undanúr-
slitum bikarkeppninnar í karla-og
kvennaflokki fara fram laugardag-
inn 4. febrúar og sunnudaginn 5.
febrúar.
Formúla 1:
Schumacher sáttur
við nýjan Ferrari
Michael Schumacher margfaldur
heimsmeistari í formúlu 1 kvaðst
ánægður að loknu dagsverki á
Mugello brautinni á Ítalíu nú í vik-
unni. Hann ók nýja Ferrari Form-
úlu 1 bílnum af kappi um brautina
fyrir framan hundruð fjölmiðla-
manna sem fylgdust með spenntir.
Schumacher ók 40 hringi og mætti
síðan á fréttamannafund.
„Við erum í góðum málum með
þennan nýja bíl. Það á eftir að koma
í ljós hve samkeppnisfærir við erum
á æfingum. En þetta lítur vel út við
fyrstu kynni,“ sagði Schumacher
eftir aksturinn.
„Bíllinn er eins og ég átti von á. Við
erum í betri stöðu en á sama tíma í
fyrra. Við Felipe Massa verðum öfl-
ugir saman. Hann er mjög hæfileika-
ríkur ökumaður og Ferrari liðið
er mjög ánægt með hann. Okkur
semur vel og við verðum gott Ferr-
ari par“, sagði Schumacher.
Felipe Massa er 23 ára gamall en
Schumacher 37 ára og telur aldurs-
muninn engu máli skipta. „Það
sem stendur í vegabréfinu er ekki
staðfesting á því hvernig þér Hður
að innan, eða hvernig líkami þinn
starfar og heilabú. Mér líður ekki
eins og öldungi innan um yngri
mennina í Formúlu 1. Ég get enn
sýnt hvað í mér býr og rúmlega
það,“ sagði Michael Schumacher á
fréttamannafundinum.
Michael Schumacher hefur unnið
84 sigra á keppnisferli sínum og hefur
landað sjö heimsmeistaratitlum.