blaðið - 27.01.2006, Side 8

blaðið - 27.01.2006, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaöiö Hamas fær umboð til stjórnarmyndunar Fatah-samtökin taka að öllum líkindum ekki þátt í ríkisstjórninni. Ríkisstjórn Ahmed Qureia, forsœtisráðherra, sagði afsér í Ijósi úrslitanna. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu- manna, mun fara fram á að Hamas- samtökin myndi næstu ríkisstjórn Palestínumanna eftir að ljóst varð að þau unnu sigur í þingkosningum á miðvikudag. Fatah-hreyfingin sem hlaut næstflest þingsæti í kosn- ingunum mun að öllum líkindum ekki taka sæti í nýju ríkisstjórninni. Hætta er talin á því að ríkisstjórn Hamas án þátttöku Fatah muni setja friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í uppnám. Khaled Mashaal, háttsettur leið- togi Hamas-samtakanna, lýsti því yfir í gærmorgun að samtökin væru reiðubúin til pólitísks samstarfs með öðrum. Saeb Erekat, þingmaður Fatah-hreyfingarinnar, hefur engu að síður lýst því yfir að hreyfingin kæri sig ekki um að taka þátt í ríkisstjórn- arsamstarfi með Hamas. Erekat sagði jafnframt að Fatah-hreyfingin Maður 1 Hebron hlustar á nýjustu kosninganiðurstöður i útvarpinu. Sérsmíóaóir hornsófar - ykkar hugmynd, okkar smíöi sími: 553-9595 myndi veita öfluga stjórnarandstöðu og byggja flokkinn upp á ný. Ríkisstjórnin segir af sér Abbas sem hefur verið hlynntur frið- arviðræðum við ísraelsmenn hafði lýst því yfir að hann myndi segja af sér ef hann gæti ekki haldið áfram að vinna að áætlunum sínum. Ahemd Qureia, forsætisráðherra, og ríkis- stjórn hans sagði af sér í gærmorgun þegar ljóst var að Hamas hefði haft betur í kosningunum, jafnvel þó að opinberar niðurstöður lægju ekki enn fyrir. „Þetta er val almennings. Það verður að virða,“ sagði Qureia. Ríkisstjórn hans mun engu að síður sitja þangað til að ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Úrslitin í þingkosningum á heima- stjórnarsvæðum Palestínumanna komu mörgum í opna skjöldu enda höfðu kosningaspár sýnt að Fatah- hreyfingin hefði örlítið forskot á Hamas-samtökin. Samkvæmt þeim fengi hvorugur flokkurinn meiri- hluta og þyrftu að mynda samsteypu- stjórn með minni flokkum. Fyrstu tölur bentu aftur á móti til þess að Hamas hefði unnið hreinan meiri- hluta eða allt að 75 sæti af 132 á þingi Palestínumanna. Búum til heimsins bestu höfuðborg Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna laugardaginn 28. janúar 2006 í Sunnusal Hótels Sögu W Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík simi 515 1700 www.xd.is IHHHHHBII 13.15 Aðalfundur Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra,. 14.30 Opinn fundur. Búum til heimsins bestu höfuðborg Ávarp leiðtoga borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, umræður og fyrirspurnir þar sem þátt taka frambjóðendurnir: Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi, Gísli Marteinn Baídursson, dagskrárgerðarmaður og varaborgarfulltrúi, Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, Júlíus Vífill Ingvarsson, lögfræðingur, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra, Jórunn Ósk Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun. Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, stjórnar umræðum. Þingforseti: Marta Guðjónsdóttir, kennari. 20.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 19.00 Heiðursgestur: Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Blótsstjóri: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík Friðarferlið í óvissu Friðarferlið milli Palestínumanna og ísraelsmanna er í óvissu eftir sigur Hamas-samtakanna í þingkosningum í Palestinu í gær. Ráðamenn í ísrael höfðu ekki brugðist við tíðindunum ígœr en almenningur er uggandi. Alþjóða- samfélagið er einnig í vanda statt enda hafa bæði ESB og Bandaríkin litið á Hamas sem hryðjuverkasamtök. Sigur Hamas-samtakanna í þing- kosningum í Palestínu á miðviku- dag kom flestum í opna skjöldu þrátt fyrir að fylgi flokksins hefði aukist mjög á endaspretti kosninga- baráttunnar. Flestir stjórnmála- skýrendur höfðu spáð því að Fatah myndi ná naumu forskoti á Hamas- samtökin og að flokkarnir tveir neyddust í kjölfarið til að mynda samsteypustjórn. Aðrir telja að sigurinn hafi ekki átt að koma mönnum jafnmikið á óvart og raunin varð þar sem árum saman hafi gætt djúprar óánægju með störf ríkisstjórnar Fatah-hreyf- ingarinar sem einkennst hefur af spillingarmálum og vangetu til að taka á knýjandi vandamálum. Samtökin lögðu áherslu á innan- ríkismál í kosningabaráttu sinni en gerðu minna úr átökunum við Israelsmenn. Stærstu samtök víga- manna í ríkisstjórn Óljóst er hvaða áhrif úrslitin hafa á afstöðu ísraelsmanna og alþjóða- samfélagsins til Palestínu. ísraels- menn hafa áður lýst því yfir að þeir muni setjast að samningaborðinu með Palestínumönnum ef víga- hópar eru afvopnaðir. Nú eru hins vegar stærstu samtök vígamanna komin í stjórn. Síðdegis í gær höfðu ráðamenn í ísrael ekki tjáð sig opinberlega um úrslitin en ísra- elskir borgarar báru margir hverjir ugg í brjósti enda bera Hamas-sam- tökin ábyrgð á fjölda árása á ísraels- menn á undanförnum árum. Frétta- skýrandinn Yochanan Tsorev sagði aftur á móti að Hamas hafi ekki verið kosið til að standa að árásum á ísrael heldur til að koma á breytingum í Palestínu. Einhliða vopnahlé Hamas-samtakanna stendur nú yfir en samtökin eru enn sem fyrr staðráðin í að halda áfram vopnaðri baráttu gegn Isra- elsmönnum og hafa margoft lýst yfir þeirri áætlun sinni að leggja Israelsríki í eyði. Alþjóðasamfélagið í klemmu Bandaríkjamenn og alþjóðasamfé- lagið eru einnig í klemmu vegna úrslitanna og munu þurfa að fara fram á að Hamas-samtökin láti af ýmsum kröfum sínum áður en sest verður að samningaborði með þeim. Þá er ekki heldur ljóst hvað verði um rausnarlega fjárhagsað- stoð sem palestínsk yfirvöld hafa fengið frá Evrópusambandinu sem hefur flokkað Hamas sem hryðjuverkasamtök. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að afstaða Bandaríkjamanna gagn- vart Hamas væri óbreytt og að samtökin yrðu að láta af ofbeldi. „Maður getur ekki verið með annan fótinn í stjórnmálum og hinn í hryðjuverkastarfsemi,“ sagði hún. Leiðtogar í Evrópu tóku í svipaðan streng. „Nú ber Hamas að velja á milli lýðræðis og ofbeldis. Það er ekki hægt að velja hvort tveggja,“ sagði Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands í viðtali við Breska ríkisútvarpið. Sumir fréttaskýrendur í Miðaust- urlöndum eru aftur á móti bjart- sýnni á að ísraelsmenn og Banda- ríkjamenn muni á endanum laga sig að nýjum aðstæðum og friðar- ferlið komist á skrið á ný. Stuðningsmenn Hamas-samtakanna fagna sigrinum f Tulkarm á Vesturbakkanum i gær.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.