blaðið - 27.01.2006, Qupperneq 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
FRÁBÆR ÁRANGUR
BANKANNA
Kaupþing banki hf tilkynnti í gær um mesta hagnað sem íslenskt
fyrirtæki hefur skilað á einu ári. Um var að ræða um 50 millj-
arða króna. Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki fylgdi síðan
á eftir með gott uppgjör - hagnað upp á 26,7 milljarða króna.
Það er full ástæða til að óska stjórnendum þessara banka til hamingju
með frábæran rekstararárangur. Hagnaður þessara bankastofnana
hefur margfaldast á tiltölulega fáum árum og árangurinn er hreint ótrú-
legur. Starfsmannafjöldi hefur margfaldast og þar eru ekki bara stjórn-
endur og eigendur sem notið hafa góðs af góðum rekstarárangri - heldur
gerir þjóðfélagið það í heild. Það er engin ástæða til að ætla annað en að
afkoma Landsbankans og Islandsbanka verði i takt við það sem hinir
bankarnir eru að sýna.
Það eru ekki mörg ár síðan að Kaupþing var lítið fyrirtæki með nokkra
starfsmenn. Gjörbreyting hefur orðið á starfsemi bankans með tilkomu
manna eins og Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar sem
hafa leitt útrás Kaupþings til fjölmargra landa. Þeir hafa gert hluti sem
aðra hefur í besta falli látið sig dreyma um. Þeir hafa sífellt verið vak-
andi fyrir nýjum möguleikum og hugmyndum og Kaupþing er í dag al-
þjóðlegt fyrirtæki þar sem stærsti hluti af tekjum kemur frá starfsemi
erlendis. Þess verður varla langt að bíða að fyrirtækið verið komið í
fremstu röð bankastofnana í Evrópu.
Straumur hefur lika tekið miklum stakkaskiptum, frá því að vera hluta-
bréfasjóður upp í að vera framsækið fyrirtæki sem fjárfestir víða. Þórður
Már Jóhannesson hefur stýrt þessari útrás og það er ljóst að þar á bæ
ætla menn ekki að gefa stóru bönkunum neitt eftir. Þá virðist sameining
Straums og Burðaráss hafa heppnast mjög vel.
Það er ljóst að árferðið hefur verið gott fyrir íslenskar fjármálastofn-
anir. Þannig hafa hlutabréf hækkað mikið í verði hér á landi og allir
vita að það getur ekki gengið endalaust. Það virðist þó vera innistæða
fyrir þeim gengishækkunum sem verið hafa til þessa. Því ber að fagna,
enda fátt hættulegra en hlutabréfahækkanir sem byggðar eru á sandi.
Aðgátar er alltaf þörf, ekki síst á hlutabréfamarkaði, en fagna ber þeim
árangri sem þegar hefur náðst.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
VIÐSKIPTI &
FJÁRMÁL
HEIMILAWWA
Þriðjudaginn 31 .janúar
mmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmii H mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 * Gsm 848 (
Elloit Ágúst Pálsson • Sími 510 374o • Gsin 869 9903 • ellíbladid.net
Bjarni Daníelsson • Síini 510 3720 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net
14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaöiö
Evrópa og við
Þegar ég var enn á táningsaldri fékk
ég mikla trú á gangverki markaðar-
ins og reynslan síðan hefur frekar
orðið til þess að treysta þær skoð-
anir mínar. Menn geta sagt hitt og
þetta, en þeir mæla nú venjulega
sannast og best ef þeir þurfa að
leggja budduna að veði. Eigin buddu
nánar tiltekið.
Á þeim tíma var ég kannski ekki
einn um þetta viðhorf, en stjórn-
málalífið var undirlagt af allt öðrum
skoðunum. Sumsé þeim, að menn
kynnu fótum sínum ekki almenni-
lega forráð og að hið opinbera i allri
sinni visku yrði að koma að nánast
öllu, sem máli skipti. Svo langt gekk
þetta að þáverandi forsætisráðherra,
Steingrímur Hermannsson, hélt því
fram í fullri alvöru að hér á landi
giltu önnur efnahagslögmál en ann-
ars staðar í heiminum. En það var
kannski til marks um að vindáttin
væri að snúast, að flestir brostu í
kampinn að þessum ummælum
ráðherrans.
Þrátt fyrir það óttaðist maður að
þetta myndi lítið breytast í bráð,
því auðvitað var það frekar ólíklegt
að stjórnmálamenn myndu sjálf-
viljugir láta öll þessi vondu völd af
hendi. En maður sér nú ekki allt
fyrir, 1985 fannst manni beinlínis
ólíklegt að Sovétríkin myndu hrynja
niður innan frá, þrátt fyrir að sem
frjálshyggjumanni hefði manni átt
að vera það öðrum ljósara að þau
gætu ekki enst öllu lengur.
Evrópusinninn ég
En þess vegna gerðist ég um hríð
talsmaður inngöngu íslands í Evr-
ópusambandið eða hvað það hét í
þá daga. Ekki vegna þess að í hjarta
mér brynni áköf Evrópuhugsjón,
heldur vegna þess að ég hafði trú á
fjórfrelsinu fræga: frjálsu flæði vöru,
þjónustu, fjármuna og fólks. Og ekki
síður hinu, að ég hafði svo litla trú
á farsæld og stjórnvisku íslenskra
stjórnmálamanna að ég sá þann
kost vænstan að þeir afsöluðu sér
völdum til Brussel frekar en ekki.
Adam var hins vegar ekki lengi í
Paradís frekar en fyrri daginn, því
fljótlega kom á daginn að skriffinn-
arnir í Brussel ásældust völdin til
þess að beita þeim sjálfir fremur en
að láta borgara Evrópu um að ráða
&
Andrés Magnússon
ráðum sinum á frjálsum markaði.
Tollamúrar Evrópuríkja voru rifnir
niður til þess að reisa enn hærri
múra gagnvart umheiminum og
brátt kom í ljós metnaður Evrópu-
sambandsins til þess að verða yfir-
ríki Evrópu. Að þessu sinni þurfti
engan Napóleon eða Hitler til, vel-
meinandi möppudýr allra landa
sameinuðust um að hafa vit fyrir
ótíndri alþýðunni.
Við þetta snerist mér nú fljótlega
hugur gagnvart Evrópusamband-
inu, en það vildi líka til happs að
hér heima var hin pólitíska vindátt
farin að snúast af alvöru, til valda
komu menn, sem voru óhræddir
við að láta þau af hendi, og síðan fór
að bresta á með EES-samningum.
Þannig fengum við notið mikils
hluta þess góða, sem Evrópusam-
vinnan hafði í för með sér, án þess
að binda okkur á klafa Evrópu með
tilheyrandi fullveldisafsali. Við
þetta létti mér talsvert, því það
að vera sjálfstæðismaður eru ekki
orðin tóm þegar kemur að sjálfstæði
lands og þjóðar.
Lifir Evrópa?
En ég hefði kannski átt að staldra að-
eins betur við. Líkt og ég hefði átt að
vita að Sovétríkin og leppríkjakerfi
þeirra gætu ekki staðist tímans
tönn, hefði ég átt að spyrja hversu
lengi þessi skriffinnskusósialismi
Evrópusambandsins gæti þrifist.
Framvinda mála á alþjóðavett-
vangi undanfarin ár hefur opinberað
vanmátt og erindisleysi Evrópusam-
bandsins á ytra byrðinu, en um leið
hafa menn leitt hjá sér hvernig inn-
viðirnir fúna. Stjórnarskrárstefnu
Evrópu hefur verið hafnað, en
sjálfsagt verður haldið í hefðina og
kosið um hana þangað til þegnarnir
„kjósa rétt“. Eins láta menn sem
efnahagshnignun Evrópu sé bara
eitthvert tæknilegt úrlausnarefni.
Og um mannfjöldaþróun álfunnar
og óumflýjanlega vanda af hennar
völdum vill enginn tala. En þessi
mál varða okkur íslendinga litlu
minna en íbúa Evrópusambandsins.
Meira um það síðar.
Höfundur er blaðamaður.
Klippt & skoríð
Sigurjón Þórðarson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, lét í Ijós á dög-
unum áhyggjur af
mögulegri nauðsyn fram-
bjóðenda í prófkjöri fram- 1
sóknarmanna í Reykjavík á
að taka yfirdráttarlán til að
fjármagna baráttuna. Alla-
vega hafði hann miklar áhyggjur af því að ein-
hverjum krónum væri eytt (herlegheitin, ekki
síst að flokkurinn hefði burði til að styja fram-
bjóðendur sína fjárhagslega. Þetta hefur beint
sjónum fjölmiðla og almennings að kostnaði
við slfk prófkjör. Markmið frambjóðenda virð-
ist nefnilega oft vera það helst að koma andliti
sínu sem víðast á framfæri - nánast venja
kjósendurvið. Málefni eru síðan prentuð í feit-
letruðum stikkorðum svona ef einhver skoðar
meiraenmyndirnar.
Pað er nefnilega nánast hlálegt að
fylgjast með prófkjörum flokkanna í
borginni. Slík barátta gengur út á að
ná athygli fram yfir næsta frambjóðanda. Ef
við förum nokkra mánuði aftur í tímann þá má
rifja upp kosningaþaráttu
Gísla Marteins Bald-
urssonar og Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar, sem
báðir vildu leiða lista sjálf-
stæðismanna. Við þá birt-
ust ótal viðtöl, m.a. hér í ^
Blaðinu, þar sem þeir reyndu að útskýra fyrir
kjósendum af hverju þeirættu nú að kjósa sig.
Þar mærðu þeir sig í bak og fyrir en létu mál-
efnin liggja milii hluta þvi augljóslega er lltill
opinber munur á skoðunum manna sem fram
fara hlið við hlið í kosningum nokkrum vikum
síðar.
klipptogskorid@vbl.is
Iframhaldi er athyglivert að skoða aðeins
kosingabaráttu framsóknarmanna um
þessar mundir. Lítið
sem ekkert hefur heyrst í
öðrum frambjóðendum en
Birni Inga Hrafnssyni,
sem hefur verið ákaflega
duglegurað koma sérá fram-
færi. Hugmyndir hans um
ókeypis strætó og skólafatnað fyrir grunnskóla-
nemendur hafa vakið verðskuldaða athygli, en
ekki siður hafa menn tekið eftir hinu breytta
útliti hans. Kappinn birtist nú landanum
kaffibrúnn, gleraugun eru fokin, klippingin
er móðins og fatnaðurinn i stíl við nýjustu
tfsku. Kannski þetta gefi tóninn fyrir prófkjör
framtíðarinnar - þar sem útlit mun skipta
jafn miklu máli og það sem frambjóðandinn
stendurfyrir.