blaðið - 27.01.2006, Side 32
32 I MEWNING
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaöiö
Mozart
i sólarhring
Það er mikið um dýrðir á afmæli
Mozarts í dag og sjónvarps-
stöðvar víða um heim sýna að
hluta eða í heild sólarhringshá-
tíðardagskrá sem hefst kl. 7 og
stendur samfleytt í sólarhring.
Sjónvarpið endurvarpar útsend-
ingunni til kl. 15.15 og frá 00.25 til
kl. 7.00 í fyrramálið.
Milljónir manna í meira en 30
löndum fá tækifæri til að fylgjast með
dagskránni sem skartar mörgum
fremstu tónlistarmönnum samtím-
ans og geymir beina útsendingu frá
tónleikum í Vínarborg, Salzburg,
Berlín, Prag og Beijing. Dagskráin
er sett saman úr beinum útsend-
ingum frá tónleikastað og fyrir-
fram unnu efni, tónleikum, heim-
ildarmyndum og fróðleikskornum
um líf og list Mozarts. Einnig verða
sýnd brot frá frægum tónleikum og
óperuuppfærslum frá fyrri tíð.
Flutt verða mörg af kunnustu
99....................
Flutt verða mörg afkunn-
ustu verkum meistara
Mozarts með flytjendum
í allra fremstu röð, hljóð-
færaleikurum, söngv-
urum, hljómsveitum,
kórum og stjórnendum.
verkum meistara Mozarts með
flytjendum í allra fremstu röð, hljóð-
færaleikurum, söngvurum, hljóm-
sveitum, kórum og stjórnendum. Má
þar nefna Daniel Barenboim, Reneé
Fleming, Riccardo Muti, Simon
Rattle, Gidon Kremer, Neville Marr-
iner, Thomas Hampson, Yuri Bash-
met, Magdalena Kozena, Emmanuel
Ax, Vínardrengjakórinn, Fílharm-
óníusveit Vínarborgar, Heinz Holli-
ger, Keller kvartettinn, Maria Joao
Pirez, Fílharmóníusveit Berlínar og
frá fyrri tíð: Wilhelm Furtwángler,
Hermann Prey, Karl Böhm, Dietrich
Fischer-Dieskau, Edita Gruberova,
Friedrich Gulda og Claudio Abbado.
Eru þá einungis fáir nefndir sem
koma við sögu.
Efni, sem ekki er unnt að sýna í
dag, verður á dagskrá Sjónvarpsins
fljótlega, m.a. í hátiðardagskrá um
páska, tónleikar í Stefánsdómkirkju
í Vínarborg, Prag, Salzburg og
Berlín. Annað efni hátíðardagskrár-
innar, t.d. heimildarmyndirnar,
verður endursýnt í góðu tómi eftir
föngum.
Kynnir í útsendingu Sjónvarpsins
er Trausti Þór Sverrisson.
Edita Gruberova er meðal þeirra lista-
manna sem kemurfram á hátíðardagskrá
í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá fæð-
ingu Mozarts.
Kristinn Hallsson í hlutverki
sfnu íTöfraflautunni í
Þjóðleikhúsinu 1956.
Mozart-óper-
an á íslandi
Þess er nú minnst um víða
veröld að í dag eru 250 ár
liðin frá fæðingu Mozarts.
Þjóðmenningarhúsið hefur
tekið höndum saman við
Leikminjasafn íslands um
að minnast þessa merka
tónlistarsnillings með
sýningu í bókasal þar sem
brugðið er upp mynd af sögu
Mozart-óperunnar á íslensku
leiksviði. Bæði Þjóðleikhúsið
og íslenska óperan hafa flutt
helstu óperur Mozarts og
verða búningar, myndir og
annað efni frá þeim upp-
færslum á sýningunni, auk
efnis frá sviðsetningum ann-
arra leikhúsa.
Allir eru velkomnir á dagskrá
í Þjóðmenningarhúsinu við
opnun sýningarinnar klukkan
17.00 í dag, föstudaginn 27.
janúar. Halldór Hauksson
fjallar um óperur Mozarts og
stöðu hans í óperusögunni og
Sveinn Einarsson spjallar um
íslenskar uppfærslur á óperum
tónskáldsins. Auður Gunnars-
dóttir og Ólafur Kjartan Sig-
urðarson flytja brot úr óperum
Mozarts. Jónas Ingimundarson
leikur með á píanó. Léttar veit-
ingar verða í boði.
Sigurganga Tíma nornarinnar
heldur áfram
JPV ÚTGÁFA hefur
gengið frá samningi
um ítalskan útgáfu-
rétt á Tfma nornar-
innar eftir Árna
Þórarinsson en í des-
ember var erlendur
útgáfuréttur á henni
seldur til allra
Norðurlandanna og
Þýskalands fyrir
hærri fjárhæðir
en dæmi er um að
greiddar séu fyrir
útgáfu á
íslenskum
bókum
erlendis.
Tími norn-
arinnar hlaut
afbragðs mót-
tökur lesenda
og gagnrýnenda
fyrir jól og varð
ein af söluhæstu
bókum ársins
og er tilnefnd til
Islensku bók-
menntaverðlaun-
anna.
Nokkrir ítalskir
útgefendur vildu
Metsölulistinn - erlendar bækur
Metsölulistinn - allar bækur
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
WithNoOneAsWitness 1. Endalausorka
Elizabeth George Judith Millidge
Melancholy Baby 2. Almanak Háskóla fslands 2006
Robert B.Parker Háskólaútgáfan
DoubleTap 3. Vetrarborgin
Steve Martin Arnaldur Indriðason
Never LetMeGo 4. Við enda hringsins
Kazuo Ishigur Tom Egeland
The Zahir 5. Blóðberg
Paulo Coelho Ævar ÖrnJósepsson
Kafka on the Shore 6. Þriðja táknið
Haruki Murakami Yrsa Siguröardóttir
Memoirs of a Geisha 7. Veronika ákveður að deyja
ArthurGolden Paolo Coelho
Ultimate Hitchhiker's Guide Krosstré
Douglas Adams 8. Jón Hallur Stefánsson
ÐreamApartments 9. Hvarer Valli?
Friedrich von Schille Martin Handford
The Closers 10. Blekkingaleikur
Michael Connelly Dan Brown
tryggja sér útgáfuréttinn en
eftir strangar samningaviðræður
samdi JPV útgáfa við Gruppo
editoriale Mauri Spagnol um rétt-
inn fyrir umtalsverða fyrirfram-
greiðslu, væntanlega þá hæstu
sem greidd hefur verið fyrir ís-
lenska bók á Italíu.
Mauri Spagnol er virtur útgef-
andi á Ítalíu og gefur út margar
metsölubækur, ítalskar og þýddar.
Þeir gefa meðal annars út tímarit
í 250.000 eintökum til kynningar
á útgáfubókum sínum og dreifa
ókeypis eftir ýmsum leiðum.
Unnið er að sölu útgáfuréttar á
Tíma nornarinnar í fjölmörgum
öðrum löndum um þessar
mundir.
109 SU DOKU talnaþrautir
Lausn síðustu gátu Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri linu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
6 9 2
8 3 2 4 9 7
5 2 1 7
7
9 2
4
3 2 6 5
4 6 8 1 3 7
3 4 1
7 5 8 1 9 3 2 6 4
1 2 3 8 4 6 7 9 5
4 6 9 7 5 2 3 8 1
3 7 6 9 8 1 5 4 2
2 9 5 6 3 4 8 1 7
8 4 1 5 2 7 9 3 6
6 1 2 3 7 9 4 5 8
5 3 7 4 1 8 6 2 9
9 8 4 2 6 5 1 7 3