blaðið - 27.01.2006, Page 16

blaðið - 27.01.2006, Page 16
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaAÍÓ 16 I VIÐTAL Er í hjarta Samfylkingarinnar „Ég held aö þaö sé mjög mikilvægt að forystumenn í stjórnmálum hafi skilning á því að þetta snýst um aö öllum líði vel og séu öryggir saman í samfélagi. Hagvöxtur er nauösyníegur en hann er ekki tilgangur lífsins. Stefán Jón Hafstein er maður upptekinn þessa dagana enda sinnir hann formennsku mennta- ráðs, menningarráðs, borgarráðs er borgarfulltrúi auk þess að vera á fullu í prófkjörsbaráttu sem hann segir ganga mjög vel. Enda segir hann að listi Samfylkingarinnar verði mjög sterkur, hvernig sem menn raðast í sæti. „Við eigum góða sigurmöguleika í vor og við ætlum að koma í veg fyrir það að sjálfstæðismenn yfirtaki borgina." Hverjar telurðu sigurlíkurþínar vera í prófkjörinu? „Eg tel að þær byggi á skynjun fólks á að það verði mjög erfiður slagur í vor sem þarf að takast á við af mik- illi festu. Ég held að reynsla mín og afskipti af stjórnmálum muni stilla mér upp sem sigursælum kandídat á móti Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Auk þess hef ég mjög breiða skírskotun á meðal almennings sem er nauðsyn- legt ætli Samfylkingin að fá góðan sigur í vor. Sá sigur er forsmekkur að góðum sigri í landsmálunum eftir ár.“ Hvar staðseturðu þig innan Samfylkingarinnar? Ef við lítum á Samfylkinguna sem líkama þá myndi ég segja að ég stæði í hjarta Samfylkingarinnar. Ég var með í undirbúningi fyrir stofnun Samfylkingarinnar. Samfylkingin var fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem ég gekk í og ég gerði það á stofnfund- inum og var síðan kosinn formaður framkvæmdastjórnar. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu frá upphafi. I þessu pólitíska litrófi þá er ég frjálslyndur jafnaðarmaður, ég hef mjög mikinn áhuga á atvinnu- lífi og sköpun góðra starfa. Menntun og skólamálin standa mér líka mjög nærri, þau eru kjarninn í efnahags- stefnu nútímans. Síðan er mér mjög annt um umhverfið og náttúruna, eins og menn vita. Þessar þrjár meg- instoðir eru mikilvægastar og þurfa allar að vera samtvinnaðar." Nú sækist þú, Dagur B. Eggertsson og Steinunn Valdís Oskarsdóttir öll eftir fyrsta sœti í prófkjöri Samfylkingar- innar. Hvað aðskilur þig frá Degi og Steinunni? „Við erum samherjar en ólík. Ég hef unnið með þeim báðum, kann mætavel við þau og mæli með því að þeim sé stillt upp ofarlega á listanum. Ég hvet alla til að kjósa þau í eitt af efstu sætunum, þó ég biðji sjálfur um efsta sætið sem er það sæti sem ég sit í núna. En ég hef lagt meiri áhersíu á að tengja stjórnmálin í borginni við hugsun okkar jafnaðarmanna í lands- málunum. Ég hef unnið mikið við að byggja flokkinn upp og gera þennan draum að veruleika ásamt öðru góðu fólki. Þar hafa Dagur og Steinunn ekki sést. Dagur var náttúrlega ekki með og Steinunn í mun minna mæli en ég. Ég held að fólk skynjir að sá sem sækist eftir stöðu borgarstjóra þarf að hafa mjög breiða sýn, góða rótfestu í félagslegu starfi, sterka hugmyndafræðilega sýn og sú sterka hugmyndafræðilega sýn sem ég legg áherslu á er frjálslynd jafnaðarstefna. Ég held að þegar kemur til þess að Reykvíkingar kjósa borgarstjóra í vor þá hafi ég trúverðugleika gagnvart almenningi sem er nauðsynlegur fyrir oddvita Samfylkingarinnar. Allt þetta skilur mig frá þeim en þau eru góðir stjórnmálamenn, góðir félagar og ég hlakka til að vinna áfram með þeim í borgarstjórn." Lagði mína hagsmuni til hliðar Nú töldu margir að það hafi verið gengið fram hjá þér þegar Steinunn Valdís var valin borgarstjóri. Ertu núna að sœkjast eftirþví sem er „rétti- lega'þitt? „Þegar Þórólfur Árnason hætti þá var einn borgarfulltrúi sem hafði í raun og veru umboð úr einhverju alvöru kjöri og það var ég. Ég hafði verið kosinn oddviti Samfylkingar- innar með glæsilegum yfirburðum í prófkjöri. Það var mjög óvenjulegt hvernig staðið var að þessu. Ég sættist á það, lagði mína hagsmuni til hliðar og fórnaði þeim fyrir meiri hagsmuni, sem voru að halda Reykjavíkurlist- anum saman." Leikskólakennarar hafa mótmælt lélegum kjörum, sérstaklega í Ijósi nýlegra launahækkana ómenntaðs starfsfólks leikskóla. Skilurðu afstöðu leikskólakennara? „Já, ég skil þá mjög vel. Við munum leysa það mál á næstu dögum og það verður komið til móts við leik- skólakennara. Við þurfum að leysa úr þessu máli á sem farsælastan hátt og ég vil reyna að horfa til frambúðar- lausnar ef það er hægt.“ Það er stefnt að gjaldfrjálsum leik- skóla á næsta ári. Er það ekki gríðar- lega dýrtfyrir borgina? „Þetta kostar rúmlega milljarð þegar upp er staðið en ég held að það sé þess virði. En það sem ég vil leggja áherslu á er að þetta er gríðarleg lífs- kjarabót fyrir ungt barnafólk. En það er mjög mikilvægt að samtímis því að við innleiðum gjaldfrjálsan leikskóla verði innviðir leikskólans styrktir. Við viljum gjaldfrjálsan og góðan leikskóla.“ Gjaldfrjáls leikskóli og veruleg launahækkun leikskólastarfs- manna. Er þetta ekki hrein og bein atkvœðasmölun? „Ef góð verk eru atkvæðasmölun þá er þetta atkvæðasmölun. Þarna erum við að hrinda í framkvæmd ákveðnum hugsjónum. Góður leik- skóli er í mínum huga ekki atkvæð- asmölun heldur undirstöðuþáttur í samfélaginu." Hvað mótar þínar stjórnmálaskoðanir? „Ég var fréttaritari og námsmaður í Bretlandi þegar Margaret Thatcher tók við. Ég var námsmaður í háskóla í Bandaríkjunum þegar Ronald Re- agan tók við. Þessi tvö gerðu mig endanlega að frjálslyndum jafnaðar- manni með manngildishugsjón því ég sá hvað hin harða hægrimennska getur gert við gott samfélag. Hún getur grafið undan því. Við eigum í f;runninn mjög gott samfélag hér á slandi sem byggir meðal annars á þessari manngildishugsjón sem ég hef í heiðri, maðurinn kemur fyrst og markaðurinn þar á eftir. Við sjáum það núna að þegar ríkisstjórnin rekur ójafnaðastefnu þá byrjar samfélagið að liðast í sundur." Á 21 þúsund börn Saknarðu fjölmiðlanna? „Nei, ég get nú ekki sagt að ég sakni þess en það var mjög gaman að starfa í fjölmiðlum. Þetta var reynsla sem var mjög góð og nýtist mér afskaplega vel í starfi í dag vegna þess að í raun og veru snúast fjölmiðlastörfin og stjórn- málin um mannleg samskipti og eftir því sem maður fær meiri reynslu því dýpra innsæi fær maður. Ég held að störf borgarstjórans snúist að mjög miklu leyti um það að laða fólk til samstarfs en líka að vera maður til að segja nei þegar það þarf að segja nei. Sá sem situr í stól borgarstjóra verður að geta sagt nei þegar almannahags- munum er ógnað. Eg held að það sé mjög mikilvægt að forystumenn í stjórnmálum hafi skilning á því að þetta snýst um að öllum líði vel og séu öryggir saman í samfélagi. Hag- vöxtur er nauðsynlegur en hann er ekki tilgangur lífsins. Mér finnst að stjórnmálamenn spyrji alltof sjaldan um tilgang þess sem við erum að gera, hvert er hið æðra markmið með því sem við erum að gera. Ég er orðinn lífsreyndur en ég kem alltaf að sama kjarna málsins aftur; Til hvers erum við að þessu striti? Ef við erum ekki hér til þess að okkur líði vel saman þá er ekki til neitt annað. Þetta er svo ein- falt en það er ótrúlega oft sem þetta gleymist. Ég held að borgarstjóri sem hefur í heiðri þessi gildi muni farnast vel.“ Hvaðgerirðu ífrítímanum? „Ég veiði í Elliðavatni, fyrir norðan og fyrir austan á sumrin. Ég fæ kraftinn úr náttúrunni. Ég varð nátt- úruverndarsinni þegar ég byrjaði að veiða, þá kynntist ég fyrst því hvað náttúran er stór þáttur í grundvall- areiginleikum mannsins. Maðurinn má ekki týna tengslunum við náttúr- una. Ég reyni að tengja mig við nátt- úruna á hverjum degi, þó það sé ekki nema í fimm mínútur. Ég fæ kraft og yfirvegun af því að hugsa og tengja mig við náttúruna." Ertu velgiftur? Já, ég er það. Ég og konan mín, Guðrún Kristín Sigurðardóttir, vorum saman í Menntaskólanum við Tjörnina. Við kynntumst á útskri/tarballinu og við erum búin að vera saman síðan þá. Við eigum engin börn saman en ég lít ekki þannig á að ég eigi engin börn. Það eru svo mörg börn sem ég þekki, þykir vænt um og umgengst. Skemmtilegustu veiði- túrarnir sem ég fer í eru með litlum frænkum mínum. Eftir að ég varð formaður Menntaráðs þá eignaðist ég líka 15.000 grunnskólabörn og 6000 leikskólabörn þannig að mér hefur aldrei fundist ég vera barnlaus. En það er bara ein af staðreyndum lífsins að við eigum ekki börn en ég verð að segja að mér hefur alltaf fundist ég vera mikill gæfumaður í lífinu. Ég hef fengið að njóta mín á svo margan hátt og er óendanlega þakklátur fyrir hvað ég hef fengið að lifa skemmtilegu lífi. Mér finnst stundum eins og guðirnir hafi gefið mér happdrættisvinning og ég hafi fengið að njóta lífsins. Ég hef lifað góðu lífi og það fyllir mann miklum friði.“ svanhvit@bladid. net Við mæ/um með Bridgestone /oftbó/udekkjum - eftir að hafa reynt þau í þrjá vetur' VELJIÐ itMDGESTOHE LOFTBÓLUDEKK /5%-20% AFSLÁTTUR NÆSTU DACA BirriM grip segja þeir Rúnar og Baldur Jónssynir — margfaldir íslandsmeistarar í Rallyakstri • Meira öryggi og akstursánægja • Mun betra veggrip • Mun styttri hemlunarvegalengd • Mikið skorin og mjúk • Ónegld og hljóðlát • Minna slit á malbikinu • Umhverfisvænni DEKKJAÞJÓNUSTA f LÁGMÓLA 9 SALA: 5-333-999 [GSM: 896-0578] Verkstæði: 5-333-997 [GSM: 899-2844]

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.