blaðið - 27.01.2006, Side 4

blaðið - 27.01.2006, Side 4
4 i INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaöið Stefán Jón Hafstein boðar lausn í málefnum Bla6i6/SteinarHugi leikskólakennara í Reykavík á næstu dögum. Stefán Jón Hafstein: Komiö verður til móts við leikskólakennara KB-banki: Hagnaðist um 49 milljarða KB-banki birti ársuppgjör sitt ígœr. Hagnaðurinn þrefaldaðist á milli ára. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að komið verði til móts við kröfur leikskólakennara í Reykja- vík á næstu dögum og boðar að mál þeirra verði leyst á farsælan hátt. Mikil ólga hefur verið meðal faglærðra leikskólakennara und- anfarnar vikur í kjölfar þess að laun ófaglærðra starfsmanna leik- skólanna voru hækkuð verulega í kjarasamningi við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkur. Sú hækkun þýðir að ófaglærðir fá í ein- hverjum tilfellum hærri laun en þeir sem menntaðir eru. „Við munum leysa það mál á næstu dögum, það er svo einfalt. Það verður komið til móts við leikskólakennara. Það eina sem við sitjum yfir þessa dagana er hvernig við getum leyst úr þessu máli á sem farsælastan hátt og ég vil reyna að horfa til fram- búðarlausnar ef það er hægt,“ segir Stefán í viðtali við Blaðið sem birt er í heild sinni á bls. 16. „Samning- urinn sem við gerðum við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkur- £önnunaeða borgar var nauðsynlegur vegna þess að það vantaði starfsfólk á leikskólana og samning- arnir hafa vissulega riskimánar við þurft að ÆT Heim isi/æn r oq qómsætir geta klárað málið til enda strax, það skal ég viður- kenna. Ég hefði v i 1 j a ð gera það í stað þ e s s að láta m á 1 i ð faraíþetta óefni sem það er í nú,“ segir hann ennfremur. Heildareignir KB-banka námu 2.541 milljörðum f lok árs 2005. BlaM/Frikki Hagnaður KB-banka á síðasta ári nam rúmum 49 milljörðum sam- kvæmt ársuppgjöri bankans sem birt var í gær. Þá hagnaðist bankinn um tæpa 15 millj- arða á síðasta ársfjórðungi 2005 sem var langt yfir væntingum. Kaupaukagreiðslur umfram áætlanir Hagnaður KB-banka í ár er þrefalt meiri en hann var árið 2004 þegar hann var tæpir 16 milljarðar. Samkvæmtársskýrslunni jókst hagnaðurinn um 178,2% eftir skatta milli ára og nam hagnaður á hvern hlut um 75,2 krónum sam- anborið við 35,6 krónur árið 2004. Hreinar rekstrartekjur á síðasta ári voru um 102 millj- arðar króna og jukust um 103,9% frá fyrra ári. Þá var rekstrarkostn- aður 34,7 milljarðar og jókst um 47% frá árinu 2004. Launagjöld voru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og segir í uppgjörinu að það skýrist að hluta af kaupaukagreiðslum í takt við góða afkomu bankans. í ársupp- gjörinu kemur einnig fram að allar helstu starfsstöðvar bankans hafi skilað methagnaði á liðnu ári og að um 70% af rekstrartekjum bankans hafi myndast utan íslands. Hækkaði um 20 milljarða Sé hagnaði KB-banka deilt á allar mínútur síðasta árs sést að bank- inn hagnaðist um rúmar 93 þúsund krónur á hverri mínútu eða um 1.550 kr á sekúndu. Þá var ársuppgjörinu vel tekið í Kauphöllinni í gær og höfðu bréfin hækkað um 3,61% við lokun markaðar. Heildar markaðs- virði bankans var við opnun mark- aðar um 598 milljarðar og því ljóst að bara í gær hækkaði bankinn um rúma 20 milljarða. Hart var deilt á skattastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Blaöió/Frikki Alþingi: Deilt um skattbyrðina Carol van Voorst Utanríkismál: Nýr sendiherra Bandaríkjanna Carol van Voorst tókvið stöðu sendiherra Bandaríkjanna á íslandi í gær þegar hún afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands, trúnaðarbréf sitt. Carol van Voorst á að baki 26 ára feril í bandarísku utanríkisþjónustunni og gegndi starfi varasendiherra í Vínarborg áður en hún kom hingað til lands. Hún er með doktorsgráðu í sagnfræði frá Princeton-háskóla og meistaragráðu í öryggismálum frá National War College. Icelandair: Farþegafjöldi eykst Flugfélagið Icelandair flutti um 1,5 milljón farþega á síðasta ári og er það mesti farþegafjöldi sem félagið hefur flutt á einu ári. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá félag- inu í gær. Árið 2004 flutti félagið um 1,3 milljón farþega og nemur fjölgunin á milli ára því um 14,5%. Ríkisstjórnin hefur fært skatt- byrðina frá forstjórum á ofur- launum yfir á þá sem lægstu launin hafa. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur í utandagskrárumræðu á Alþingi f gær um breytingar á skattbyrði. Fjármálaráðherra vísaði öllum slíkum ásökunum á bug. Almenningur skattpíndur Hart var deilt á Alþingi í gær í ut- andagskrárumræðu um breyttar áherslur í skattbyrði. Stjórnarand- staðan sakaði ríkisstjórnina um að auka skattbyrði á almenning á sama tíma og hún lækkaði skatta á þá sem hæstar hafa tekjurnar. Jóhanna Sig- urðardóttir, alþingismaður, vísaði í niðurstöður rannsókna Stefáns ÓI- afssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Islands, þar sem segir að skattbyrði á almenning hafi aukist í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar. .Fjármálaráðherra getur ekki hrakið það að stjórnarflokkarnir hafa búið til skattaparadís fyrir hátekjufólk á meðan almenningur er skattpíndur,“ sagði Jóhanna. Tvískinnungsháttur Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, vísaði ásökunum Jóhönnu á bug og sagði að skattbyrðin hefði þvert á móti minnkað síðasta áratug. Hann vísaði til þess að á síðustu árum hefðu laun hækkað og að sama skapi kaupmáttur þeirra. Þá sakaði Pétur Blöndal, alþingismaður, stjórn- arandstöðuna um tvískinnungshátt. Benti hann á að fyrir kosningar hafi stjórnarandstaðan mótmælt skatta- lækkunarloforðum rfkistjórnar- flokkanna en núna væru þeir sjálfir að heimta skattalækkun. ÁTVR: Lítið selt af sterku víni Rúmlega 93% allrar sölu vínbúða ÁT VR á síðasta ári voru léttvín og bjór. Með léttvíni er átt við rauð- vín, hvítvín og freyðivín. Samtals keyptu íslenskir neytendur um 15,5 milljónir lítra af þessum drykkjum í fyrra, þar af rúmlega 13 millj- ónir lítra af bjór. Sala á sterkum drykkjum nam hinsvegar rúmlega 240 þúsund lítrum. Akranes: Tugir starfa hafa tapast Milli 55 og 65 störf hafa tapast á Akranesi frá því Haraldur Böðvars- son & co sameinaðist Granda hf í lok árs 2004. Þetta er álit Verkalýðs- félags Akraness, en fjallað er um málið á heimasíðu þess í gær. Þar segir meðal annars: „Það er skemmst frá því að segja að það er skelfilegt að sjá hvernig Akurnesingar hafa farið út úr þessari sameiningu. I lok árs 2004 eða rétt fyrir sameiningu voru 125 starfsmenn sem störfuðu við land- vinnslu hjá HB Granda á Akranesi. í dag eru 80 starfsmenn sem starfa við landvinnsluna, sem er fækkun uppá 45 starfsmenn eða 31% á rétt rúmu ári.“ Segir ennfremur á síðu félagsins að þarna sé aðeins verið að tala um landvinnslufólk en sjómönnum hjá fyrirtækinu hafi líka fækkað á síðasta ári.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.