blaðið - 27.01.2006, Síða 26
26 I GÆLUDÝR
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaðið
Köttum íylgir ábyrgð
Kettir koma stundum inn á heimili
fyrir hálfgerða tilviljun. Fólk fellur
fyrir þessum loðnu fjörboltum í
gleði augnabliksins og gleymir því,
að með þessum nýja heimilisvini
fylgir ákveðin ábyrgð og skyldur
gagnvart bæði kisunni og samfélag-
inu. Alltof oft reynist þessi áhugi að-
eins tímabundinn og kettlingurinn
nær vart að verða fullorðinn áður en
hann er orðinn „fyrir“ á heimilinu.
Mundu, að kettir geta náð háum
aldri og þurfa allan tímann á um-
önnun og ástúð að halda. Ef þú ert
ákveðinn í að fá þér kött er ástæða
til að íhuga gaumgæfilega hvaða
kattartegund þig langar í - snöggan
eða loðinn, hreinræktaðan eða hús-
kött o.s.frv. Það getur komið í veg
fyrir vonbrigði siðar meir, t.d. hvað
varðar skapgerð og þrifnað.
Hvaðan er best að fá kettling?
Ef ákveðið er að fá hreinræktaðan
kettling þarf að hafa uppi á rækt-
anda og vera viðbúinn að borga tölu-
verða upphæð fyrir hann. Óbreytta
húsketti er auðvelt að nálgast, bæði
í Kattholti, á dýralæknastofum og
í smáauglýsingum dagblaðanna.
Hvort sem verður, hreinræktaður
eðalköttur eða óbreyttur götuprins,
er mikilvægt að fá að sjá læðuna og
systkini kettlingsins, svo og þær um-
hverfisaðstæður sem kettlingurinn
ólst upp við. Það getur haft mikið að
segja um skapgerð og hegðun kattar-
ins seinna í lífinu.
Er kötturinn heilbrigður?
Ef kettlingurinn sem þú tekur er
þegar sjúkur er óvíst að hann nái
fullri heilsu á ný og meðferð getur
verið kostnaðarsöm. Heilbrigður
kettlingur er með skýr og tær augu,
hreinar nasir og mjúkan og hreinan
feld. Hnerri, augnleki, rennsli úr
nösum, þurr og mattur feldur og
skítug eyru eru allt einkenni sem
benda til veikinda eða sýkingar. Ef
þú ert í einhverjum vafa, fáðu þá
dýralækni til að skoða kettlinginn
áður en þú ákveður að taka hann.
Hvaða einkenni segja
til um skapferli?
Eðlilegur kettlingur á að vera fjör-
ugur, uppfullur af leik og sáttur við
tilveru og snertingu mannfólksins.
Það er ekki gott ef kettlingurinn
hleypur burtu og felur sig eða virð-
ist sljór og hálfsofandi allan timann.
Ekki má þó gleyma að kettlingar
sofa mikið fyrstu mánuði lífs síns
en bregða þó á ærslafullan leik á
milli. Kettlingur sem hefur verið
í návist við mannfólk og jafnvel
önnur dýr fyrstu 8 vikur lífs síns
á að eiga auðvelt með að takast á
við nýjar aðstæður. Forðist að taka
taugaveiklaða kettlinga, jafnvel þó
þið vorkennið þeim. Veldu þér kett-
ling sem hentar lífsstíl þínum. Ef þú
átt börn eða hund er gott að velja
kettling sem hefur reynslu af slíku
frá uppeldi sinu.
Áður en kettlingur er fenginn
Áður en þú sækir kettlinginn skaltu
athuga hvaða meðferð hann hefur
fengið. Kettlingar geta farið frá
móður sinni frá 8 vikna aldri og
flestir húskettir hafa ekki verið bólu-
settir á þeim tíma. Ef þú ert að fá þér
hreinræktaðan kettling er hann oft-
ast ekki afhentur fyrr en við 12 vikna
aldur og hefur þá að venju verið bólu-
settur að hluta. Fáðu upplýsingar
um hvað hefur verið gert fyrir hann
og þú ættir að fá afhent bólusetning-
arskírteini undirritað af dýralækni
svo og ættbók kettlingsins. Fáðu
einnig upplýsingar um hvort gefin
hafi verið ormalyf og hvaða fóður
kettlingurinn hefur fengið. Fóðraðu
hann með sama fóðri fyrstu dagana
og ef ástæða þykir til að skipta um
fóður, skiptu þá hægt og rólega yfir
í nýjar fóðurtegundir til að forðast
meltingartruflanir eins og niður-
gang og uppköst.
Fyrstu dagarnir með nýjan
kött á heimilinu
Það er eðlilega stressandi fyrir kett-
linginn að vera skyndilega tekinn frá
móður sinni og systkinum. Algengt
er að þeir fái dálítinn niðurgang á
fyrstu dögunum en oftast jafnar
það sig af sjálfu sér. Mikilvægt er
að kettlingurinn fái næga athygli og
kærleika meðan hann er að venjast
nýja heimilinu sínu. Varist að setja
matarskálarnar of nálægt pissukass-
anum þar sem það getur gert hann
fráhverfan honum og hann vanið sig
á nýja salernissiði í óþökk við heimil-
isfólkið. Ef ung börn eru á heimilinu
þarf að gera þeim grein fyrir að kett-
lingurinn er ekki leikfang og gæta
þess að þau leiki ekki við hann nema
undir eftirliti fullorðinna. Ráðlegt
er að halda kettlingnum innandyra
í a.m.k. 2 vikur eða þar til hann er
fullbólusettur.
Heilsugæsla katta
Gæta þarf þess að fara með köttinn
reglulega i skoðun til dýralæknis,
a.m.k. einu sinni á ári. Ráðlegt er að
ormahreinsa köttinn á 3-4 mánaða
fresti ef kisi er mikið úti við en ann-
ars er það nægjanlegt 1-2 sinnum á
ári. Grunnbólusetning gegn kattain-
flúensu og kattafári fer fram tvisvar
í fyrsta skipti, með 4 vikna millibili
en síðan er einu sinni bólusett árlega.
Ef um loðinn kött er að ræða, þarf að
kemba hann daglega svo ekki mynd-
ist flókar en snögghærðir kettir
þurfa minni feldhirðu. Svo þarf að
íhuga hvað skal gera þegar kisi.nær
kynþroska. Kynþroska er oftast náð
við 6-8 mánaða aldur en getur verið
breytilegt eftir tegund og eftir því á
hvaða tíma ársins kettlingurinn er
fæddur.
Því miður er það útbreiddur mis-
skilningur að læður þurfi að eiga
kettlinga einu sinni á ævinni. Það
er einungis til að auka á vandann
hvað varðar fjölda heimilislausra
katta og aflífanir á óæskilegum kett-
lingum ár hvert. Hægt er að setja
læðu á pilluna eða gera á þeim var-
anlega ófrjósemisaðgerð og högnar
eru geltir. Samtímis er ráðlegt að
láta merkja kettina i eyrun með
húðflúri. Kettir eiga ávallt að bera
ól með merkisspjaldi þegar þeir eru
utandyra og koma má í veg fyrir ná-
grannadeilur með því að takmarka
útivist katta þannig að þeir séu ekki
að ónáða aðra íbúa hverfisins með
næturbrölti sínu. Að eiga kött er
skuldbinding og enginn ætti að fá
sér þetta skemmtilega heimilisdýr
nema vera tilbúinn til að axla þá
ábyrgð sem því fylgir.
Hanna María Arnórsdóttir,
dýralæknir
Hollráð fyrír hundinn
Kauptu rétt leikföng
Bestu hundaleikföngin eru yfirleitt
gerð úr hörðu gúmmíi eða öðru
nægilega föstu efni svo ekki sé hægt
að tyggja þau í sundur. Eitthvað sem
hundurinn getur tuggið svo klukku-
tímum skiptir án þess að kvarnist úr
því eða það brotni. Bolti er frábært
leikfang, en gæta verður að því að
hann sé nægilega stór svo hundur-
inn geti ekki kyngt honum.
Kembdu hann reglulega
Góð leið til að styrkja tengslin á
milli þín og hundsins þíns er að
kemba honum reglulega. Áður en
þú sest fyrir framan sjónvarpið
eftir vinnu og grípur fjarstýringuna
skaltu grípa hundaburstann og eyða
dálitlum tíma með dýrinu. Meira að
segja hundar sem hafa verið kvíðnir
við að láta kemba sér verða fljótt af-
slappaðir og njóta þess að láta hús-
NUTRO - 30% AFSLÁTTUR
NUTRO ÞURRFÓÐUR FYRIR HUNDA OG
KETTI í HÆSTA GÆÐAFLOKKI.
30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
TOKYO
gæludýravörur
Hjallahraun 4
Hafnarfirði s.565-8444
Opið
mán-fös. 10-18
Lau. 10-16
Sun 12-16
■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I
bóndann leika um feldinn sinn. Sé
þetta gert nokkrum sinnum í viku
kemur það í veg fyrir að hundur-
inn fari mikið úr hárum, feldurinn
verður fallegri og auðvelt er fyrir
eigendur að greina hvort einhverjir
húðkvillar hrjái hundinn.
Eldaðu fyrir hann
Margir hafa gaman að því að elda
fyrir hundinn sinn og gera það jafn-
vel daglega. Með þessum hætti er
hægt að tryggja að hundurinn fái líf-
rænt og hollt fæði. Getur það verið
afar hjálplegt fyrir meltingu hunds-
ins, ekki síst ef hann hefur átt við
magakveisu að stríða. Vinsæll heima-
eldaður hundamatur er t.d.: magurt
nautakjöt eða kjúklingur, brún hrís-
grjón, grænmeti og margar tegundir
af hnetum. Forðist lauk, hvítlauk,
kartöflur og sætan eða saltan mat.
Hafið matseldina einfalda, verið
fylginn ykkur og sjáið hvaða matur
er til bóta fyrir hundinn.
Ekki hvaða
nammi sem er
Ekki gefa hundinum
gamalt nammi sem þú
hefur ekki hugmynd um
hvort sé gott fyrir hann. Þó
að það sé heitt úti og þú sért
að borða ís þýðir það ekki að
hundurinn þurfi að fá bita.
Kauptu fitusnautt hundakex,
þó að það kosti þig örlítið
aukalega, og það mun skila
sér í ánægðari og hraustari
hundi en ella.
Tekið afheimasíðunni
http://dog.lifetips.com en þar
máfmna nánast ótœmandi
fróðleik um allt sem tengist
hundahaldi.