blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 2
2 I IWNLEWDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaöiö biaöiðm Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net 84 milljónir fyrir starfslok Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Hafn- aríjarðar fékk 84 milljónir króna vegna starfsloka sinna á síðasta ári eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Þetta kemur fram í ársreikningi sparisjóðsins. Þessi upphæð er í samræmi við ráðningarsamn- ing Björns Inga, en núverandi stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar sagði við frétta- stofu útvarps í gær að hann hefði gjarnan viljað hafa annan hátt á. Björn Ingi, sem áður gegndi starfi Borgarverkfræðings f rúmt ár áður en hann réð sig til spari- sjóðsins hefur nýlega verið ráðinn framkvæmdastjóri Saxbygg ehf, sem er fjárfestingafélag í sameig- inlegri eigu Saxhóls ehf og Bygg- ingarfélags Gylfa og Gunnars. Átta klukku- stunda raus mbl.is | Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, harðlega í gær fyrir ummæli á Alþingi í fyrrakvöld. Ummælin féllu að loknum löngum umræðum um byggðamál sem Valgerður sagði að hefði verið raus í átta klukkustundir. Sagði Kristján að um hefði verið að ræða ótrúlegan dónaskap í garð þingmanna. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir gagnrýni Kristjáns á iðnaðarráð- herra og mótmætu þvf að þingmenn hefðu verið með raus eða niðurrif. Þvert á móti hefði umræðan verið uppbyggileg og málefnaleg. Valgerður sagðist standa við þau ummæh að umræðan hefði verið til þess fallin að h'tilsvirða landsbyggð- arfólk og ekki hefði komið fram ein einasta uppbyggileg tillaga ffá stjórn- arandstöðunni. Eina tillagan sem komið hefði fram væri um að taka byggðamálin af iðnaðarráðuneytinu og flytja þau til forsætisráðuneytisins. Allir vilja Sirrý eiga Forráðamenn 365 fjölmiðla vissu ekki afákvœði í samningi Sirrýjar um að hún mœtti ekki stýra sjónvarpsþœtti á annarri sjónvarpsstöð nœstu mánuði Ari Edvald Magnús Ragnarsson Sirrý Sigríður Arnardóttir, Sirrý, virðist ekki hafa látið forráðamenn 365 fjölmiðla vita af ákvæði í samn- ingi sínum frá 31. desember síð- astliðnum um að hún mætti ekki stjórna þætti á annarri sjónvarps- stöð en Skjá einum fyrr en 1. júlí næstkomandi. Ari Edvald, forstjóri 365 fjölmiðla staðfesti í gær að gert hefði verið ráð fyrir að hún gæti stjórnað morgun- sjónvarpi NFS mun fyrr en nú hefur verið ákveðið að verði gert. Hann neitar því að hafa í raun keypt kött- inn í sekknum. „Við höfum fulla þörf fyrir krafta Sirrýjar og hún getur unnið fyrir okkur þó hún sé ekki á skjánum. Það hlýtur alltaf að vera fagnaðarefni að ein færasta sjón- varpskona landsins sé komin til liðs við okkar”. Greitt fyrir ákvæðið ,Við funduðum með sjónvarps- stjóra Skjás eins í gær [fimmtudag] ásamt lögfræðingum okkar og þá var þessu ákvæði úr eldri samningi teflt fram. Það er að mínu mati óvenjulegt að svona kröfum sé fylgt eftir” segir Ari ennfremur. Magnús Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Skjás eins segir hinsvegar að stöðin sé í fullum rétti enda sé í raun greitt fyrir svona ákvæði. „Það þykir eðlilegt að það sé greitt aukalega fyrir ef svona ákvæði eru inni í ráðningarsamningum og það höfum við verið að gera síðastliðna mánuði” segir Magnús. Hann seg- ist ennfremur vera í fullum rétti að krefast þess að ákvæðið verði virt. Málinu lokið af hálfu Skjás eins Ari segir ennfremur fullyrðingar Magnúsar, m.a. í Morgunblaðinu, um að til væri skriflegur samn- ingur við Sirrý frá því fyrir fáum dögum síðan, ákaflega furðulegar. „Enda hefur það komið á daginn að enginn skriflegur samningur er til. Það virðist bara vera uppspuni”. Magnús segir að slíkt hafi aldrei verið fullyrt. Þrátt fyrir að samn- ingurinn hafi ekki verið skriflegur hafi hann verið í fullu gildi. Fjöl- margir aðilar hafi verið vitni að því þegar frá honum hafi verið gengið munnlega og aðeins veik- indi Sirrýjar síðastliðinn mánudag hafi komið í veg fyrir að hann hafi verið undirritaður. „Sirrý hefur hinsvegar aldrei mótmælt því að munnlegur samningur hafi verið gerður” segir Magnús. Hann bendir á að fjölmörg fordæmi séu fyrir því að munnlegir samningar séu jafn gildir skriflegum. Magnús segir að málinu sé hinsvegar lokið af hálfu Skjás eins. „Við erum búnir að ráða Guðrúnu Gunnarsdóttir í staðinn fyrir Sirrý og erum ákaflega ánægðir með þá ráðningu. Við gerum ráð fyrir að áætlanir okkar um að fara af stað með sérstakan síðdegisþátt 22. febrúar standist þrátt fyrir brott- hvarf hennar” segir Magnús að lokum. ■■■ ■ ■■ ■ Jtr mm ■■ ■ DIUUIU/rllKKI Liggur vel við hoggi Breski golfbrellumeistarinn David Edwards býr sig undir að slá, en hann er mættur hingað til lands til þess að sýna listir sinar á sýning- unni Golf á Islandi 2006 sem fram fer á Hótel Nordica um helgina. Segja staðsetn- ingargjald samræmt Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) segir það vekja furðu að skipafélögin Eimskip og Samskip hafi með nokkurra daga millibili sent tilkynn- ingu um það til viðskiptavina sinna að svokallað staðsetn- ingargjald hafi verið lagt á alla innflutningsvöru til íslands. Segja samtökin það vekja sérstaka athygli að félögin tilkynni upptöku þessa gjalds á nánast sama tíma og að auki sé gjaldið nákvæmlega jafn hátt hjá félögunum tveimur. „Það hefur verið almenn skoðun félagsmanna FÍS að hér sé um að ræða aðgerð sem ekki fáist staðist, þar sem fyrirtækin eru flest með fasta samninga um farmflutninga við skipafélögin. FÍS undrast þessi vinnubrögð mjög og leggur til við aðild- arfyrirtæki sín að þau hunsi þessar tilkynningar félaganna. Þá gefur tímasetning tilkynn- inganna félaginu tilefni til að beina því til samkeppnisyfir- valda að kanna hvort löglega hafi verið staðið að þessari ákvörðun” segir í tilkynningu frá FÍS sem send var út í gær. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 OHeiðskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað | Alskýjað ^ , Rigning, litilsháttar Rigning 9 } Súld sjc ^ Snjókoma ^7 Slydda ^7 Snjóél \—j Skúr Amsterdam 03 Barcelona 10 Berlfn 01 Chicago -04 Frankfurt 01 Hamborg 01 Helsinki -11 Kaupmannahöfn -01 London 05 Madrid 11 Mallorka 13 Montreal -20 New York 01 Orlando 09 Osló -02 París 04 Stokkhólmur -05 Þórshöfn 06 Vin -01 Algarve 15 Dublin 07 Glasgow 06 Ý 1° 0 €f0 5° Slydda Snjúél ! 2° 0 2° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn M12 0600 Byggt ó upplýsingum frá Veðurstofu íslands 0 o* ^ 4° 2° 0 1° * /// /// /// A inorgun ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.