blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaöió Ég hef aldrei gefið eftir ,Ég byrjaði strax sem strákur að fara einförum í fjöruna í Kleppsholtinu og teikna,“ segir Einar Hákonarson listmálari. „Ég ólst upp í listrænu umhverfi þar sem mikið var rætt um myndlist. Faðir minn hafði hæfi- leika á myndlistarsviðinu og ætlaði sér að verða listmálari. Ég á gamla blaðaúrklippuþar sem sagt er frá sýn- ingu hans: Ungur listmálari sýnir í glugga Málarans í Bankastræti. Faðir minn vann í mörg ár í Kassa- gerðinni sem iðnverkamaður. í dag myndi maður í hans starfi vera kallaður iðnhönnuður. Hann hann- aði allar umbúðir sem voru fram- leiddar í Kassagerðinni, þar á meðal gömlu ópalpakkana. Sem ungur drengur varð ég fyrirmynd á frægri útklipptri auglýsingamynd hans af kabojdreng sem á voru strekkt axla- bönd sem fengust í kaupfélögum um land allt. Allt þar til ég var kominn um fimmtugt rakst ég öðru hvoru á þetta auglýsingaskilti, þannig að auglýsingamyndin af mér hefur rok- selt þessi axlabönd. Eftir margra ára starf fannst föður mínum hann vera vannmetinn af vinnuveitendum sínum. Eðlilega, því hann hafði fengið hugmyndir að hverri hönnuninni á fætur annarri en á þessum tíma tíðkaðist ekki að borga fyrir hugverk. Það er gömul saga og ný að menn vilja spara í hönnun. Loks gafst hann upp á þess- ari vinnu og gerðist leigubílstjóri og var í því starfi of lengi. Þá var eins og slokknaði á listræna neistanum í honum. Sem var synd.“ Þurfa skapandi menn ekki rétt um- hverfi til að njóta sín? „Það þarf smáklikkun að halda þetta út því það er engin skynsemi í því að vera listamaður ef menn hugsa út frá efnahagslegum hlutum. Þetta er árátta sem menn verða gripnir og losna, held ég, aldrei við. Sjálfur hef ég aldrei gefið eftir.“ Ertu svona þrjóskur? „Þetta er ekki þrjóska heldur viija- styrkur. Ég hef þörf fyrir að mála og mér finnst það óskaplega gaman, nýt þess á hverjum degi. Menn hafa verið með sífelldar upphrópanir um að málverkið sé dautt. Ég skil ekki þessa staðhæfingu. Að mála málverk er tjáning. Málverkið mun alltaf verða til.“ Hundleiðinleg list Þú hefur verið mjög gagnrýninn á það hvernig staðið er að vali á verkum á opinberar sýningar hér á landi. Hvað er það nákvæmlega sem þú ert óánægður með? „Síðastliðinntuttuguárhefurlistin háskólavæðst og er fyrir vikið orðin hundleiðinleg. Allt er skilgreint niður í smæstu atriði með þeim ár- angri að hinn almenni maður nær ekki tengingu við listina og getur ekki speglað sig í henni. Þegar þú lest bók þá höfðar hún annað hvort ,Ég vil ekki þegja. Ég vil fremur deyja bláfátækur en að afneita skoðunum mínum. Blaðió/Frikki Þjálfarastyrkir ÍSÍ | vor 2006 Verkefnasjóður íþrótta- og Ólympíusambands íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja sér menntun eða kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000.- Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina. Styrkhæfar teljast umsóknir vegna ferða/námskeiða á tímabilinu 1. janúar 2006 til 30. júní 2006. Tekið er við umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem skal skilað til skrifstofu ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fýrir mánudaginn 6. mars nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni Laugardal og á heimasíðu ISÍ - www.isisport.is til þín eða ekki, á tilfinningalegan hátt. Það hvernig höfundurinn raðar saman orðunum kveikir kenndir innra með þér. Þetta er nákvæmlega eins í myndlistinni nema að þar er notast við myndmál. En það er ekki hægt að útskýra í smáatriðum og á tæknilegan hátt af hverju þetta virkar. Slík krufning gengur bara ekki upp og ef hún gengi upp fyndist mér að listin væri svolítið dauð. Þá erum við komin að uppáhaldsefni mínu sem eru fræðingarnir. Hér á landi hafa listfræðingar um- sjón með opinberum sýningarsölum og ákveða hvað má koma fyrir augu almennings. Ákveðin listastefna, svokallað konsept, hefur verið nær allsráðandi síðustu árin. Hún er sýnd í sýningarsölunum meðan mál- verkinu hefur verið úthýst. Öðru hvoru réttlæta listfræðingarnir sig með því að sýna Kjarval og Ásgrím. Það er smekkur þess listfræðings, sem er í forsvari íyrir viðkomandi sýningarsal, sem ræður því hvaða verk raðast inn í salinn. Ég geri mér grein fyrir því að val verður að fara fram en það er hægt að gera það á lýðræðislegri hátt en að láta einn mann sjá um það, eins og til dæmis þriggja manna nefnd sem situr í eitt ár í senn. Hvað myndi verða um konseptið ef ríkispeningarnir yrðu teknir í burtu? Konseptið myndi hrynja því enginn kaupir það. Það er ekki söluvara heldur þrífst einungis á op- inberum peningum. Á Islandi er til nokkuð sem heitir opinber list eins og var í gömlu Sovétríkjunum. Aðrir eiga ekki aðgang. Ég þoli ekki svona stýringar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.