blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 18
18 I HEILSA
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaðiö
Segir Lyfjastofnun
hafa ægivald yfir
náttúrulæknum
Jón Elías Gunnlaugsson, jurtabóndi í Hveragerði, hefur undanfarin ár
staðið i harðri deilu við Lyfjastofnun og sakar sérfrœðinga um einelti
í Njálu kemur læknir við sögu
-Hildigunnur að nafni. Hún
græddi sár bardagamanna og
einfalt er að ætla að til verksins
hafi hún notað íslenskar jurtir.
Hún þurfti ekkert leyfi heldur
gerði bara það sem hún vissi að
virkaði. f dag er öldin önnur.
„Allar jurtir sem jörðin gefur af
sér hafa verið flokkaðar í þrjá flokka
af Lyfjastofnun,“ segir Jón Elías
Gunnlaugsson í samtali við Blaðið.
„í fyrsta lagi er um að ræða plöntur
sem eru skilgreindar sem almenn
vara. Þá er átt við t.a.m. grænmeti,
salat, sumar kryddjurtir og einstaka
heilsujurtir. í öðru lagi eru það
plöntur sem eru flokkaðar sem lyf. Þá
er búið að sýna fram á lækningamátt
jurtanna með vísindalegum
aðferðum og þar með sanna að
þær nýtist sem lyf. Undir þessum
kringumstæðum mega aðeins
lyfjafyrirtæki framleiða jurtirnar
og svo má selja þær í apótekum. f
síðasta lagi eru það jurtir sem eru
bannaðar vegna þess að talið er að
þær geti reynst mönnum hættulegar
á einn eða annan hátt. Til dæmis
eitraðar plöntur og fíkniefni á borð
við kókarunna, maríjúana o.fl.“
Innan Lyfjastofnunar er
starfandi nefnd sem ákvarðar í
hvaða flokk hver einstök planta á
að fara en nefndin er samansett af
fólki frá m.a. landlæknisembætti,
heilbrigðisráðuneyti o.fl Jóni Elíasi
er heitt í hamsi þegar talið berst að
nefndinni, enda lagði hann fram
kæru gegn Lyfjastofnun síðastliðið
haust þar sem í ljós kom að nefndin
hafði tekið sér vald sem hún hafði
ekki rétt á.
„Þessi nefnd hefur allt vald yfir
því hvað íslendingar mega láta ofan
í sig og getur því bannað hvaða
plöntu sem er. Innan nefndarinnar
er svo einn einstaklingur sem hefur
Formaður
Sjálfstæðisflokksins
á ferð um landið
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde utanríkisráðherra,
fer um þessar mundir um landið og efnir til funda með
trúnaðarmönnum flokksins, formönnum og stjórnarmönnum
flokksfélaga, fulltrúaráða og kjördæmisráða, sveitarstjórnar-
mönnum og þingmönnum.
/ Þriðjudaginn 10. janúar í Vestmannaeyjum kl. 20.00
/ Miðvikudaginn ll.janúar í Reykjanesbæ kl. 20.00
/ Fimmtudaginn 12.janúar á Akranesi kl. 20.00
/ Laugardaginn 21. janúar á Akureyri kl. 10.30
/ Laugardaginn 21. janúar í Ólafsfirði kl. 14.00
/ Þriðjudaginn 24. janúar á Sauðárkróki kl. 20.00
/ Miðvikudaginn 25. janúar í Borgarnesi kl. 20.00
/ Fimmtudaginn 26. janúar á Selfossi kl. 20.00
/ Laugardaginn 28. janúar í Reykjavík kl. 13.15
/ Laugardaginn 4. febrúar á ísafirði kl. 10.30
/ Mánudaginn 6. febrúar í Grundarfirði kl. 20.00
/ Miðvikudaginn 8. febrúar á Höfn kl. 2.0.00
/ Fimmtudaginn 9. febrúar á Hellu kl. 20.00
Miðvikudaginn 15. febrúar í Garðabæ kl. 20.00
Fimmtudaginn Ið.febrúar á Patreksfirði kl. 12.00
Fimmtudaginn 16. febrúar í Búðardal kl. 17.00
Laugardaginn 18. febrúar á Egilsstöðum kl. 10.30
Laugardaginn 18. febrúar í Fjarðabyggð kl. 13.30
Sunnudaginn 19.febrúar á Seyðisfirði kl. 13.00
Mánudaginn 20. febrúar á Blönduósi kl. 20.00
Þriðjudaginn 21.febrúar í Mosfellsbæ kl. 20.00
Miðvikudaginn 22. febrúar í Grindavík kl. 20.00
Miðvikudaginn 8. mars á Seltjarnarnesi kl. 20.00
Miðvikudaginn 15. mars í Hafnarfirði kl. 20.00
Fimmtudaginn 16. mars á Húsavík kl. 20.00
Fundarstaðir verða auglýstir í fundarboði á hverjum stað.
Sjálfstæöisflokkurinn
Háaleitisbraut I 105 Reykjavík
tmi 515 1700 www.xd.is
\4
'k
BlaÖiÖ/Frikki
Jón Elías er ósáttur við það vald sem Lyfjastofnun hefur yfir íslenskum lækningajurtum.
í þrjátíu ár verið í persónulegri
krossför gegn náttúrulækningum af
öllu tagi en ég tel ekki heppilegt að
nafngreina hann hér.“
Flestir myndu nú œtla að eftirlit
með jurtum og þá sér í lagi jurtum
sem eiga að hafa lœkningamátt vœri
æskilegt?
„Já vissulega, en öllu má
ofgera,“ segir Jón Elías.
.Heilsuvöruframleiðendur hafa verið
lagðir í einelti af Lyfjastofnun líkt og
nornir og galdrakarlar í gamla daga.
Til dæmis hefur Lyfjastofnun
lagt sig fram við að banna sölu
á ætihvönn en íslendingar átu
hana daglega í 900 ár, eða þar til
kartöflurækt kom til sögunnar.
Fyrirtækið ísplöntur hefur verið
starfrækt síðan 1997. Stuttu eftir að
það var stofnað byrjaði Lyfjastofnun
að vinna að því að banna fyrirtækinu
að selja ákveðnar vörutegundir. Á
þeim lista var m.a. burnirót, en
það er planta sem vex allstaðar um
landið og hefur verið notuð í margar
aldir. Bannið var aldrei rökstutt
með neinum hætti þó að leitast
hefði verið eftir skýringum. En eftir
að fulltrúar Lyfjastofnunar voru
dregnir fyrir dómsstóla fékkst sú
skýring að plöntur skyldar burnirót
væru eitraðar og á þeim forsendum
var bannið byggt! Þetta verður að
teljast einkennilegt þar sem margar
plöntur sem við látum ofan í okkur
eru á einn eða annan hátt skyldar
öðrum plöntum sem eru eitraðar."
Hver telurþúaðsé ástœðan á bak við
þetta sem þú segir einelti?
„Það erverið að reynaað tryggjaþað
að enginn geti haft afkomu af því að
hjálpa fólki sem á við einhverjakvilla
að stríða, nema læknar og lyfsalar.
Allir geta vissulega verið sammála
um að lyflækningar þurfi að sanna
með vísindalegum aðferðum. En
að henda þekkingu sem hefur
verið safnað upp í gegnum margar
kynslóðir í ruslið, á þeim forsendum
að þær séu skottulækningar, er
alger fáviska og með því er verið að
segja að formæður okkar og feður
hafi verið bjánar. Um leið og það
fæst vísindaleg sönnun fyrir því
að einhver jurt hafi lækningamátt,
þá er hún umsvifalaust tekin úr
höndnum á grasalæknum og fólki
sem hefur unnið með þetta í mörg ár
og rétturinn er í einu og öllu gefinn
lyfjaframleiðendum," segir Jón Elías
en gerir stutt hlé á máli sínu og tekur
sér umhugsunarfrest.
„Reyndar er ég að tala svolítið í
þátíð núna, því eins og staðan er í
dag hefur Lyfjastofnun ekki lengur
alræðisvald yfir málaflokknum
lengur. Umhverfisstofnun, og þar
undir heilbrigðiseftirlitin í landinu,
hafa fengið hluta af þessu valdi og
þar með þar með vonumst við til að
það slakni á járnkrumlunni," segir
Jón Elías Gunnlaugsson að lokum.
margret@bladid. net
Eykur holdsins vellyst
Samtíningur úr fornumfrœðibókum
Hvönn dregur út eitur og eykur
heilbrigði. Rótin er annað hvort
þurrkuð eða bleytt upp í vatni,
klútur vættur í vökvanum lagður
að vitum gegn pestum. Jurtin
er góð við innanmeinum, þrota,
verkjum, þreytu, þyngslum, þvagrás,
klæðaföllum og bólgum og skal
henni þá blandað saman við hunang.
Hún græðir fúin sár (ígerð), dregur
úr tannverk, eyrnaverk, hreinsar
glýju úr augum og skerpir sjón.
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
HjartaHeill
simi 552 5744
Gíró- og kreditkortþjónusta
Anis eykur holdsins vellystog við
hósta þá í mjólk. Soðin með víni á
morgana gjörir sætan anda.
Kerfíll þynnir blóð og greiðir
þvagteppu.
Steinselja opnar, þynnir og bætir
lungun, lifur, nýru og blöðru og
stemmir ásamt fleiru.
Kúmen er hollt fyrir magann og
gjörir fljóta meltingu.
Reyniviður Sé hann í vín látinn
eyðir hann óvild á milli hjóna,
margdrukkinn reyniviðarsafi
læknar hlandstein.
Sortulyng Seyði af blöðum
jurtarinnar er tekinn matarspónn
3 svar á dag. Jurtin er barkandi
(beisk) og brúkist með varúð.
Góð við lífsýki sem engir verkir
eru fylgjandi - á móti sviða öðru
húðleysi líkamanns.