blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaöiö Undirbúningur árásanna líklega ekki langt kominn Áœtlanir hryðjuverkamanna um árásir á hœstu byggingu Los Angeles árið 2002 voru hugsanlega ekki jafnlangt komnar og Bandaríkjaforseti hefur gefið til kynna. Pólitískar ástæður kunna að liggja að baki því að stjórnvöld greindu núfrá áætlununum. Mannræningjar sleppa gíslum Sérfræðingar í öryggismálum telja að hryðjuverkamenn hafi aðeins rætt áætlanir um að gera árás á skýjakljúfa í Los Angeles en ekki undirbúið þær nánar. Þeir telja enn- fremur að George W. Bush, Banda- ríkjaforseti og fleiri bandarískir embættismenn hafi hugsanlega greint frá áætluninni á fimmtudag til að reyna að koma á meiri sam- vinnu ríkja heims í stríðinu gegn hryðjuverkum. Bush sagði í ræðu í Washington á fimmtudag að A1 Kaída samtökin hefðu haft uppi áætlanir um að ræna flugvél og fljúga henni inn í hæstu byggingu Los Angeles árið 2002.1 stað þess að láta araba ræna vélunum eins og í árásunum 11. sept- ember200ihugðusthryðjuverkasam- tökin fá unga menn frá Suðaustur Asíu í verkið þar sem þeir myndu ekki vekja jafnmiklar grunsemdir. Bush sagði að áætlanirnar hefðu farið út um þúfur þegar stjórnvöld í ónefndu landi í Suðaustur Asíu hefðu tekið höndum mikilvægan Sérfræðingar telja að áætlanir hryðju- verkamanna um árásir á Bankaturninn, hæstu byggingu Los Angeles hafi Ifklega ekki verið jafnlangt á veg komnar og Bandaríkjaforseti hélt fram í ræðu á fimmtudag. félaga í A1 Kaída samtökunum snemma árs 2002. Málið blásið upp Clive Williams, aðstoðarprófessor við Rannóknarstofu í her- og varnar- málafræðum við Þjóðarháskólann í Ástralíu telur aftur á móti að Bush geri of mikið úr málinu. Þó að A1 Kaída kunni að hafa haft uppi hug- myndir um slíka árás telur hann ólíklegt að undirbúningur hafi verið langt kominn. Kusnanto Anggoro, fræðimaður við rannsóknarstofu í herfræðum og alþjóðastjórnmálum í Jakörtu í Indó- nesíu, sagði að erfitt væri að sann- reyna orð Bush jafnvel þó að mjög líklegt væri að róttækir múslímar í Indónesíu fengjust til að taka þátt í slíkum áætlunum. „Spurningin er af hverju Bush gefur núna út þessa yfirlýsingu," sagði Anggoro og bætti við að líklega vildi hann nota málið í því skyni að koma á frekara sam- starfi við ríki í Asíu í stríðinu gegn hryðjuverkum. Williams tók í sama streng. „Ég held að þetta sé allt saman hluti af þeirri stefnu Bandaríkjanna að leggja áherslu á að hryðjuverkaógnin beinist ekki aðeins gegn Bandaríkj- unum og ísrael heldur heiminum öllum,“ sagði hann. Tveir starfsmenn alþjóðlegu mann- úðarsamtakanna Lækna án landa- mæra sem rænt var í Kólumbíu um síðustu helgi hafa verið látnir lausir. Samtökin greindu frá þessu í gær en mennirnir voru að störfum á svæði í norðausturhluta landsins sem lýtur yfirráðum skæruliða. 1 tilkynningu frá Læknum án landamæra segir að mönnunum hafi verið sleppt án skilyrða og að þeir hafi fengið réttláta meðferð. Ovíða eru mannrán jafntíð og í Kólumbíu. Vinstrisinnaðir skæru- liðar standa að baki þeim flestum og nota þeir lausnargjald sem þeir fá fýrir gíslana til að fjármagna baráttu gegn stjórnvöldum sem staðið hefur í meira en 40 ár. Geoff Prescott, aðalframkvæmda- stjóri Lækna án landamæra í Hol- landi lýsti yfir ánægju sinni með að málið hefði verið leyst farsællega. „Nú getur starfsfólk okkar haldið áfram sínu daglega starfi sem er að veita fátækum og heimilislausum í Kólumbíu almenna læknisþjónustu. Ekki hefur verið gefið upp hvaða samtök stóðu að baki gíslatökunni en böndin beinast helst að Þjóðfrelsis- hernum (ELN). Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík GUNNAR H. GUNNARSSON sæti Veljum verkfræðing Kjósum Gunnar H. Besta fréttamynd ársins 2005 Mohamed Azakir, Ijósmyndari Reuters-fréttastofunnar, vann fyrstu verðlaun í flokki fréttaljósmynda á hinni árlegu Ijósmyndasam- keppni blaðaljósmyndara (World Press Photo) en úrslit i samkeppninni voru tilkynnt í gær. A myndinni sést Líbani hrópa á hjálp eftir sprengjutilræði í Berút þann 14. febrúar á síðasta ári. Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons lét lífið í tilræðinu. Námskeið í Ólympíu íþrótta- og Ólympíusamband íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 19. júní til 3. júlí n.k. c ro H M E 01 Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félags- störfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum Ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna. ■D R3 Umsóknarfrestur er til 3. mars n.k. 2C (O 3 v mmm Q. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ eða á heimasíðu sambandsins, www.isisport.is Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri Fræðslusviðs, Andri Stefánsson í síma 514-4000 og einnig er hægt að senda fýrirspurnir á netfangið: andri@isisport.is Samþykkir framsal til Bandaríkjanna Mbl.is | Neil Entwistle, 27 ára Breti sem grunaður er um að hafa drepið bandaríska eiginkonu sína og níu mánaða gamla dóttur þeirra, hefur veitt samþykki sitt fyrir því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Entwistle fór til Bretlands frá Bandaríkjunum þann 22. janúar síð- astliðinn. Telja rannsóknarlögreglu- menn að hann hafi ætlað að svipta sig lífi eftir að hafa myrt konu sína og dóttur en ekki getað fengið sig til þess. Mæðgurnar fundust látnar á heimili þeirra í Massachusetts í Bandaríkjunum og höfðu báðar verið skotnar til bana. Entwistle hefur verið ákærður fyrir morðin og var mál hans tekið fyrir af breskum dómstóli í gær. Mun hann hafa átt í fjárhagserfið- leikum um nokkurn tíma áður en morðin voru framin. Sky-frétta- stofan greindi frá því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.