blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 27
blaðið LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006
VIÐTALI 27
að fylgjast með því hvað hann er
hrifinn af vonda kallinum. Hann er
hræddur við hann og vill vera hann
því þá getur enginn gert honum
neitt. Ég er búin að útskýra fyrir
honum að ég sé vonda skatan í Hafið
bláa en hann vill helst ekki ræða það
að mamma sé að fara að leika vondu
konuna. Hann segist bara vera
hræddur en spyr mig reglulega hvort
ég borði nokkuð börn. Ég veit ekki'
alveg hvernig hann á eftir að taka
þessu á frumsýningunni en ég er að
reyna að búa hann undir þetta.“
Silvía Nótt er háðsádeila
á kiámkynslóð
Nú ert þú ekki fastráðinn leikari
heldur listamaður í lausamennsku.
Geturþað ekki verið erfitt?
„Jú en ég hef reyndar verið ótrú-
lega heppin allt síðasta ár og er með
verkefni fram á næsta haust. En það
koma tímar þar sem það er ekki
mikið að gera og það er gallinn við
það að vera í lausamennsku. En mér
finnst kostirnir fleiri en gallarnir.
Til dæmis hef ég meiri möguleika
og er ekki föst í einu leikhúsi, get
til dæmis tekið að mér Idolið en ég
þjálfa þá sem komast í Smáralind-
ina og aðstoða þau við sviðsfram-
komu. Þetta er ofboðslega gaman
og mér finnst spennandi að sjá hvað
þessir hópar verða alltaf sterkari og
sterkari. Þessi hópur sem er núna er
vinnusamastur, þau vita hvert þau
stefna og taka þessu mjög alvarlega.
Ég hef kynnst mikið af skemmti-
legum krökkum í gegnum þetta og
ég dáist að þeim. Ég dáist að því
hvernig þau þora að koma fram og
taka við dómum frá landsþekktu
fólki, sérstaklega krakkar sem eru
undir tvítugu. Ég hefði ekki fyrir
mitt litla líf þorað þessu, að minnsta
kosti ekki fyrr en eftir svona 23 ára
aldur.“
Þú hefur farið tvisvar í Söngva-
keppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva
fyrir Islands hönd og ert því þaul-
reynd. Hvort fyrirkomulagið finnst
þér betra, forkeppni hér heima eða
að Ríkisútvarpið velji lagahöfund og
keppanda?
„Ástæðan fyrir því að þeir velja
stundum bara einn flytjanda er sú
að það er náttúrlega miklu ódýrara.
Sú upphæð sem þeir eyða í forkeppn-
ina er ekkert í líkingu við það sem er
eytt í einn keppanda. En mér finnst
skemmtilegt að hafa báða möguleik-
ana, vegna þess að þá geta þeir haft
það veglegra annað hvort ár en valið
flytjanda hitt árið. Forkeppnin er
skemmtileg fyrir þjóðarsálina auk
þess að vera gott sjónvarpsefni og
hitt er líka ámóta skemmtilegt.“
Hvað finnst þér um þetta fár sem
hefur staðið vegna leka á lagi Silvíu
Nóttar í Söngvakeppni Sjónvarpsins?
„Mér finnst þetta Eurovision
fyrirbæri alltaf verða fyndnara og
fyndnara því íslendingar þykjast
alltaf vera yfir þetta hafnir en svo
verða þeir alveg kolvitlausir þegar
þetta fer í gang og allir eru Euro-
vision spekingar af bestu gerð, hafa
skoðun á öllu og virðast vita hvernig
eigi að gera hlutina. Ef blöð eða vef-
síður eru skoðaðar þá eru óteljandi
greinar um keppnina og allir eru að
tala um hana. Við erum Eurovision-
nördar og við eigum bara að viður-
kenna það. Ég get alveg skilið reiði
hinna keppendanna yfir þessum
leka, ég get skilið að það sé sárt en
ég held hins vegar að þessar reglur
séu úreltar. Það er ofboðslega erfitt
að koma í veg fyrir svona leka.“
Heldurðu að Silvía Nótt eigi eftir að
sigra forkeppnina?
„Ég á voða erfitt með að tjá mig
um hvort hún eigi eftir að vinna eða
ekki, ég er vitanlega hlutdræg því ég
er að búa til atriðið hennar ásamt
öðrum. Mér þætti samt gaman að
sjá hana fara þarna út því við erum
búin að reyna ýmislegt og af hverju
ekki að senda svona atriði einu
sinni? Það er svo mikill meðbyr
núna með þessum karakter sem
Silvía Nótt er. Mér finnst þetta dá-
samleg háðsádeila á þessa klámkyn-
slóð og þessar Paris Hilton týpur.
Þessar stúlkur sem eru að spila sig
heimskar og standa ekki fyrir neinu
99.................
Það er svo mikill
meðbyr núna með
þessum karakter sem
Silvía Nótt er. Mér
finnst þetta dásamleg
háðsádeila á þessa
klámkynslóð og þessar
Paris Hilton týpur"
nema veraldlegum gæðum, útliti
og mötun og mótun einstaklings í
nútímasamfélagi. Mér finnst þessi
karakter passa fullkomlega inn í
íslenskt samfélag í dag og hún fær
mann til að hugsa hvort við séum
á réttri leið, séum að hugsa fyrir
okkur sjálf eða gleyma okkur í mark-
aðshyggju og efnishyggju. Erum við
kannski að gleyma kjarna okkar, að
hugsa sjálfstætt og skapa sjálf? Mér
finnst þetta mjög áhugavert og þetta
er frábærlega gert hjá Ágústu Evu
Erlendsdóttur. Þetta er svo fullkom-
lega áreynslulaust hjá henni og hún
er mikill listamaður."
Gríðarlegar kröfur um ákveðið útlit
Nú ert þú vel þekkt á íslandi ogfrœgt
fólk er oft á milli tannanna á öðrum.
Er þessi sfellda gagnrýni og eftirfylgd
erfið?
„Bæði og. Þetta skiptir mig alltaf
minna og minna máli. Ef maður er
með sitt á hreinu og treystir sér, sínum
ákvörðunum og fólkinu í kringum sig
þá snertir þetta mann lítið. Ef maður
er ekki með allt á hreinu og er óör-
uggur þá getur þetta snert við manni.
Maður fær bara skráp með árunum
og þetta hættir að skipta máli. Ég les
yfirleitt ekki blöð sem skrifa svona
og hef engan áhuga á því. Stundum
er fólk að segja mér hvað er í þeim en
ég hef enga þörf til að kaupa blaðið og
skoða það. Eg hef ekki þörf fyrir það
því þetta snertir mig ekki.“
Þú talar um ímyndir í nútímasam-
félagi og hvort við séum á réttri leið.
Hvernig kemstþú hjá því að eltast við
ímyndir?
Gengur viðskiptal í maga pú með lugmynd inum?
Vinnumáiastofnun/Félagsmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna
O
STYRKIR TIL
ATVINNUMÁLA
KVENNA
Heildarfjárhæð til úthlutunar er 25.000.000
Áttu góða viðskiptahugmynd sem fellur að eftirfarandi atriðum?
• Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu
• Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar
• Verkefnið sé nýnæmi
• Viðskiptahugmynd sé vel útfærð
- umsóknarfresturtil 20. mars 2006
Veittir verða stofnstyrkir og þróunarstyrkir
• Styrkir nema að jafnaði 500.000 -1.000.000 kr
• Vönduð umsókn skilar vænlegri árangri
Upplýsingar hjá Líneyju Árnadóttur í síma 455 4200 og á
netfanginu liney.arnadottir@svm.is
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er
að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar
www.vinnumalastofnun.is
„Ég geri þetta mjög ómeðvitað því
ég nenni ekki að vera upptekin af
því hvernig ég á að vera. Ég er ekki
að eltast við einhverjar ímyndir um
hvernig ég á að vera, ég er bara ég
sjálf og ber ábyrgð á sjálfri mér. Ég
reyni að standa mig í því sem ég geri
og neita að elta öfgafullar ímyndir. Ég
tek mig ekki það hátíðlega að ég geti
ekki farið út í búð í joggingbuxum,
með gleraugu og úfið hár, því ein-
hver gæti hugsanlega þekkt mig. Ég
nenni ekki að lifa svoleiðis lífi því þá
vantar eitthvað, það á ekki að taka
þetta svona alvarlega. Kröfurnar eru
svo gríðarlegar um ákveðið útlit, vaxt-
arlag, litarhaft, neglur og hár að fólk
verður að gera það upp við sig hversu
langt það ætlar að ganga. Kannski er
meiri pressa á útlit núna heldur en
þegar ég var rétt undir tvítugu, að
minnsta kosti man ég ekki eftir þess-
ari gríðarlegu pressu. Núna er þetta
þannig að maður kaupir sér flík og
hún er orðin úreld eftir mánuð. Þetta
er náttúrlega geðveiki. Maður verður
að staldra við og velta fyrir sér hvort
maður vilji fara eftir þessu. Ákvörð-
unin liggur hjá okkur sjálfum.“
Nú er leikarastarfið erfitt ogkrefjandi.
Dregurðu aldrei sœngyfir höfuð og ert
við það að gefast upp?
„Auðvitað gerist það stundum.
Ég er líka svo ótrúlega kröfuhörð á
sjálfan mig og stundum dettur maður
í sjálfsgagnrýnina, ég er ömurleg og
hef ekkert í þetta. Þetta er svo mikið
hégómastarf, þú ert að vinna með
sjálfa þig, tilfinningar, útlit, galla og
styrkleika. En maður þarf alltaf að
passa að gleyma ekki léttleikanum.
Þó ég vilji gera vel þá reyni ég að vera
létt á því.“
Fyllist depurð ef ég hef lítið að gera
Oftsinnis ersagtað leikararséu frekar
feimnir að eðlisfari. Ert þúfeimin?
„Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég
verð samt feimin við ákveðnar að-
stæður, ef ég kem inn í hóp af fólki
sem ég þekki ekki og finn mig ekki
þá get ég alveg dottið inn í mig. En yf-
irleitt er ég ekki feimin."
Hvernighefur lífiðfarið meðþig?
„Mér finnst ég hafa verið ótrúlega
heppin. Maður er alltaf að njóta lífs-
ins betur og átta sig á því hvað skiptir
máli og hvað ekki. Lífið hefur farið
mjög mjúkum höndum um mig.
Stundum velti ég því fyrir mér af
hverju ég hafi það svona gott. Hvenær
kemur þetta slæma? Ég er ótrúlega
hamingjusöm og þakklát fyrir það
sem ég hef.“
Þú ert án efa mjög annasöm kona.
Ert þú kannski ein af þeim sem
þarf að hafa nóg að gera til að vera
hamingjusöm?
„Ég hef komið við á mörgum
stöðum. Ég er ótrúlega þakklát að
geta verið á nokkrum stöðum í einu
því ég fæ svo víðtæka reynslu. Þetta
er það sem heldur mér gangandi af
því mér leiðist svo fljótt en það hefur
bjargað mér að geta gripið í ólíka
hluti. Það er ómetanlegt og ég læri
eitthvað nýtt á hverjum degi. Það er
rétt að ég sé dálítið þannig að ég þarf
að hafa nóg að gera, mér líður best
þannig. Það koma svona tarnir og frí
inn á milli en fríin mega ekki vera of
löng því þá verð ég löt og geri ekki
neitt. Ef ég hef mikinn tíma þá er allt
í drasli heima hjá mér, reikningarnir
hlaðast upp og ég sit á kaffihúsum því
ég verð svo eirðarlaus. Ég þarf að hafa
ofan af fyrir mér með vinnu því mér
finnst svo gaman að vinna. Eg kann
ekki að vera í fríi og mála íbúðina eða
hreinsa geymsluna, ég myndi frekar
gera það þegar það er mest að gera hjá
mér. En þegar ég hef mikinn tíma þá
fyllist ég depurð og vonleysi."
svanhvit@bladid.net
Tryggðu þér bestu
gististaðina og
lægsta verðið!
!9.990
Búlgaría frá kr. 29.990
Sló í gegn - yfír2.000 sæti seld
SalOU frá kr. 42.995
Sólarperlan á Costa Dorada
Brottfarir í júni að seljast upp!
Bibione frá kr. 49.995 POIÍOrOZ frá kr. 58.595
En glæsilegasta sólarströnd Ítalíu Perlan við Adríahafíð
Planelarlum Vlllage að seljast upp!
Barcelona París
Dússeldorf Munchen
í Wkaðubeintá
wwW'tetranova.is og
fóðu iægsta verðið
Mundu
MasterCard
fenSotieisunina/^ii. : :
Skógarhlfð 18 • 105 Reykjavík
Simi: 591 9000 • www.terranova.is
Akureyri slmi: 461 1099
Hafnarfjörður simi: 510 9500
TERRA
'NOUA
■SPENNANDIVALKOSTUR