blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 48
48 I MENNING LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MaAÍA P Roni stillir gjarnan upp tvenndum; tveimur Ijósmyndum af sama viðfangsefni sem oft eru staðsettar f sitthvoru rými sama húsnæðis Hefur ljósmyndað íslendinga í 20 ár Sýning á verkum Roni Horn hefst í dag en Roni er á meðal virtustu listamanna samtímans í dag verður opnuð sýningin „Some Photos“ í SAFNI að Laugavegi 37 en það er sýning á verkum myndlistarkonunnar Roni Horn. Roni er meðal virtustu listamanna samtímans og er þekkt fyrir ljósmyndir, skúlptúra, textaverk og teikningar. Roni Horn er auk þess mikill ís- landsvinur og lítur á íslenskt landslag sem framlengingu af vinnustofu sinni. Roni Horn fæddist í New York árið 1955 og steig fyrst fæti á íslenska grund árið 1975. Síðan þá hefur hún komið hingað reglulega og á hér sitt annað heimili. Hún hefur ljós- myndað náttúru landsins, byggingar og íslendinga sjálfa i um tuttugu ár. Sýningin “Some Photos” er ekki ein- göngu yfirlitssýning á fjölda verka frá ferli Roni Horn heldur varpar hún jafnframt ljósi á ástríðufulla og viðamikla söfnun Péturs Arasonar, á listaverkum eftir þennan merka listamann. Safneignin spannar ára- bilið 1985-2004 og mikill meirihluti verkanna eru ljósmyndir sem eru fle- stallar teknar á íslandi. Ljósmyndar hveri og sundlaugar Vatn hefur verið eitt helsta viðfangs- efni Roni Horn síðan hún heimsótti Island í fyrsta skipti og hefur hún ljósmyndað vatnsuppsprettur, hveri og sundlaugar. Eitt af þekktari ljós- myndaverkum hennar er ljósmynd- aserían „You Are the Weather" frá 1994-95, sem samanstendur af fjölda andlitsmynda af Margréti Haralds- dóttur Blöndal í sundlaugum víða um land. í því verki leikur veðrið og vatnið á hverjum stað stórt hlut- verk í því að andlit sömu manneskju lítur mismunandi út á hverri hinna hundrað ljósmynda seríunnar, eins og titill verksins leggur áherslu á. Endurtekning sömu reynsla. Hamskipti og hverfulleiki náttúr- unnar, í öllum skilningi, er raunar viðfangsefni flestra verka Roni Horn en hún stillir gjarnan upp tvenndum; tveimur eins skúlptúrum eða tveimur ljósmyndum af sama viðfangsefni sem oft eru staðsettar í sitthvoru rými sama húsnæðis eða á mótveggjum. Þannig leitast hún við að snúa við hugmyndum um end- urtekningu sömu reynslu, beinir athygli að því, að skynjun sjálfsins fari eftir staðsetningu og tíma. Að- gangur að SAFNI er ókeypis en það er opið frá 14-18 miðvikudaga-föstu- Roni hefur Ijósmyndað náttúru landsins, byggingar og fslendinga sjálfa í um tuttuguár daga. Um helgar er opið 14-17 og það er leiðsögn um safnið alla laugar- daga kl. 14. svanhvit@bladid. net Hvað skal gera um helgina? Það er jafnan nóg að gera í menn- ingarlífinu um helgar og af ýmsu fjölbreytilegu að taka. Hér eru nokkur atriði sem eiga án efa eftir að vekja athygli um helgina enda skemmtileg dægradvöl. Nafnarnir Jónas Guðmundsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari halda söngtónleika í TÍBRÁ tónleikaröð Kópavogs í Salnum næstkomandi laugardag 11. febrúar og heíjast tónleikarnir kl. 16.1 Gerðubergi í Breiðholti er sýning sem ber nafnið „Ort í ull“ en þar sýnir Sigrún Björgvinsdóttir sérstæðar myndir úr ull í römmum úr lerki sem er líka einstök hönnun. Verk Sigrúnar eru aðallega úr þæfðri ull og er myndefnið m.a. sótt í íslenska náttúru og eru í sérunnum römmum úr íslensku lerki. Einnig verða á sýningunni sjöl úr þæfðri ull og bækur sem Sigrún hefur skrifað. Sýningin er opin virka daga frá kl: 13-17 og um helgar frá 13-16. í Gerðarsafni í Kópavogi er tvær áhugaverðar sýningar. Á eff i hæð safnsins er sýning Kristinar Þorkels- dóttur sem hún nefnir Tveir heimar. I vestursal safnsins eru sýnishorn af grafískri hönnun Kristínar allt frá upphafi ferils hennar á síðari hluta sjötta áratugarins. Á sýningunni eru bókakápur, merki, peningaseðlar, umbúðir og margt fleira. Merk- asta hönnun Kristínar er án efa núverandi peningaseðlarnir sem geyma menningarsögu þjóðarinnar Á neðri hæð safnsins er sýning sem ber heitið Þræðir. Á henni eru um 20 kjólar og yfirhafnir sem Guðrún Vigfúsdóttir hannaði og óf á meðan hún rak vefstofu á ísafirði. Flíkur Guðrúnar eru oft í sauðalitum og hönnun sina byggir hún jöfnum þræði á islenskri vefnaðarhefð og náttúru. Þótt liðin séu 40 ár frá stofnun vefstofunnar eru flfkur hennar nútímalegar og sérlega áhugaverðar vegna þess hversu vel þær falla að tíðaranda dagsins í dag. Gerðarsafn er opið alla daga frá 11-17 nema mánudaga Hrossahár og himnur! Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ um helgina Listasafn ASÍ lætur ekki sitt eftir liggja og opna þrjár listasýningar í dag kl. 14.00. í Ásmundarsal sýnir Ingibjörg Jónsdóttir lág- myndir unnar með blandaðri tækni, Guðrún Marinósdóttir sýnir verk unnin úr hrosshári og vír í Gryfju og Vigdís Krist- jánsdóttir sýnir myndvefnað í Arinstofunni. Myndverk Ingibjargar eru fínofnar himnur sem streyma hægt fram og tilurð þeirra minnir oft á einhvers konar hamskipti. Þær eru unnar úr efnum sem geta samkvæmt menn- ingu og sögu verið merkingarbær í sjálfu sér en eru þó jafnframt valin fyrir efnis og eðlisfræðilega eigin- leika sfna. Þær hafa einnig sumar hverjar í sér fólgna innbyggða breytu sem kemur fram við mis- munandi birtu: þræði sem endur- varpa ljósi og önnur efni sem lýsa í myrkri. Við sjáum því mismunandi myndir eftir þeim birtuskilyrðum sem eru hverju sinni er við berum þær augum. Frumkvöðull mynd- vefnaðar á fslandi Á 19. öld var mannshár notað við gerð ýmissa muna og má þar nefna úr, hálsfestar og í kringum ljósmyndir af ættingjum. Guðrún notfærir sér eina af þeim aðferðum sem unnið var með við gerð þess- ara muna. Hún notar þessa tækni á nýstárlegan hátt og notar hrosshár aði eða röggvavefnaði oft með óhlut- Sérstaklega fallegt verk eftir Guðrúnu Marinósdóttir og vír í staðinn fyrir mannshár og skapar létt og svífandi verk sem vísa í náttúruform. Verk eftir Vigdísi Kristjánsdóttur sem sýnd verða í Arinstofu eru í eigu Listasafns ASÍ en Vigdfs var einn af frumkvöðlum myndvefnaðar á íslandi. Vefnaður hennar var aðallega með tvennu móti: Annars vegar sléttur vefnaður þar sem hún notaði fínt band, oftast jurtalitað. Hún skapar ævintýraleg verk með ljóðrænum blæ þar sem hún oft tvinnar saman gróðri og dýramyndum. Hinsvegar skapaði Vigdfs stórgerðari verk í krossvefn- bundunum formum, en á sýning- unni í Arinstofu eru sýnd veggteppi þeirrar gerðar. Listamannaspjall á sunnudag Listasafn Así er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-17.00 og að- gangur er ókeypis. Sunnudaginn 12. febrúar kl. 15.00 verður listamanna- spjall og Guðrún og Ingibjörg taka á móti gestum og ræða um verk sín. svanhvit@bladid. net Nýjar, skemmti- legar hljóðbækur ^emjoraoói* iKiö í kialiaranum Þessar skemmtilegu bækur eru kærkomin viðbót í Hljóðbókaútgáfu Orðs i eyra Hljóðbókaútgáfa Blindrabóka- safns íslands, Orð í eyra, hefur gefið út bækurnar Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason, Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jóns- dóttur og Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle í þýðingu Vésteins Lúðvfkssonar. Állar eru þessar bækur vinsælar og er þvf án efa kærkomin viðbót í hljóðbókaút- gáfuna. Jón Ingi Hákonarson les Kleifarvatn, Guðrún Eva Mínervu- dóttir les Fólkið í kjallaranum og Sigurðu Skúlason les Máttinn í nú- inu á bókunum. Einungis geisladiskar Útgáfa Orðs í eyra er einungis á geisladiskum núorðið og hver bók er á einum diski. Diskana er ein- ungis hægt að spila í geislaspilara með MP3 afspilunarmöguleika og í tölvum en flestir DVD spilarar og nýbílaútvarpstæki ættu að geta spilað geisladiska á MP3 formi. Eins eru MP3 spilarar orðnir mjög algengir og fást yfirleitt á vægu verði. svanhvit@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.