blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 45

blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 45
blaöið LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 BÍLAR I 45 STOKKSEYRl Vetraropnun: Laugardaga og Sunnudaga 14-18 Hópapantanir i annan tíma. drduyavetnd@draugasetnd.il> wvvw.draugavetríri.is Nýtt fórhjól til sölu 2006 módel Suzuki Eiger 400 cg 4x4 sjálfskipt Ekið 0 km, upplýsingar í síma 660-8281 Verð kr: 582,320,-án vsk 725,000,- m/vsk Sjá nánari upplýsingar á motorhjol .is. VARAHLUTIR Vantar þig einhvem handlaginn? Smíðum, málum, lögum, bætum og breytum fyrir einstaklinga og fyrirtæki Láttu okkur um smávetidnl S. 8978040 ÝMISLEGT mu sciuu á myndinni fjórar staerðir 2.493,-kr Nuddtæki sem festist á tungu. Þetta er tækið sem var kynnt i Sex-inspector þættinum á Skjá einum. Verð aðeins 5.993,- MEGASTORE . adamogeva.is Reykjavík 517-1773 Sæbraut/Holtavegur Virka daga 10.00 til 22.00 Laugardaga 12.00 til 21.00 Sunnudaga 14.00 til 20.00 Akureyri 461-3031 Sunnuhliö Virka daga 10.00 til 19.00 Laugardaga 12.00 til 18.00 Sendum um allt land Gísli Þór ekur um á Nissan Patrol jeppa, árgerð 1992 á 44" dekkjum um leið og hann nýtur útsýnisins og félagsskaparins. Það er ekkert sem íœrstöðvað jeppamenn á ferð um ísland í Ferðaklúbbnum 4x4 eru stórir og litlir jeppar, heilmikill félagsskapur og œvintýraleg náttúra Porsche er bestur! Porsche -sportbifreiðar hrepptu tvö efstu sœtin í samkeppni um bestu sportbifreiðina Þeir sem hafa reynt það segja að það sé engin tilfinning því Iík að fara í jeppaferð um hálendi fslands. Fegurðin, náttúran og umhverfið sé slíkt meistarverk að það sé leit að öðru eins. Þrátt fyrir að umhverfið sé nær full- komið er alltaf skemmtilegra að ferðast með góðu fólki. Ferða- klúbburinn 4x4 er félagasamtök jeppaeigenda sem hafa áhuga á ferðamennsku á jeppum. Gísli Þór Þorkelsson bifvélavirki er einn þeirra enda segist hann fara í eins margar ferðir og hann getur. Gísli Þór á Nissan Patrol jeppa, árgerð 1992 á 44” dekkjum en hann hefur átt jeppa í nokkur ár. Aðspurður hvað sé svona heillandi við þetta segir hann að það sé einnahelst ferðamennskan. „Ég fór í þetta af því að ég hef áhuga á bílum en um leið og þú ferð að ferðast með góðum félögum og upplifa landið þá vaknar eitthvað í brjósti manns og maður getur ekki slitið sig út úr þessu aftur. Ferða- klúbburinn 4x4 er í rauninni hags- munasamtök og ferðaklúbbur. Við erum með nokkrar skipulagðar ferðir innan klúbbsins en þar ber hver og einn ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Gísli og bætir við að vitanlega snúist þetta mikið til um félagsskapinn. „Þarna hittum við fólk sem hefur áhuga á svipuðum hlutum og þeir sem hafa gaman af félagsstarfi geta fundið nóg að gera í 4x4.“ Jeppamenn liggja á bæn Ferðaklúbburinn 4x4 var stofn- aður 10. mars 1983 og Gísli Þór er í engum vafa um að íslenskir jeppa- menn komast þangað sem þeir ætla sér. „Það hefur ekkert stöðvað ís- lenska jeppamenn hingað til, eins og sjá má af nýlegum suðurskauts- fara. Fyrir nokkrum árum fóru líka nokkrir góðir menn upp á Hvanna- dalshnjúk. Við höfðum ekkert að gera þar en þetta var bara eitthvað sem menn ákváðu að framkvæma og það var gert. Það er ekkert sem hindrar félagsmenn ef þeir ætla sér eitthvað," segir Gísli Þór og hlær. Sjálfur segist Gísli Þór fara í eins margar ferðir á ári og hann getur. .Vetrarferðirnar eru háðar því hvað er mikið af snjó og hvernig veður er. Eins skiptir máli hvernig frí eru, jólafrí og páskafrí. Núna verður til dæmis langt frí um páskana og þá leggjast allir jeppamenn á bæn um að það verði mikill snjór og gott veður. Þá fara menn í lengri ferðir. Þeir sem eru harðir í þessu fara sennilega í 5-6 helgarferðir á vetri og 1-2 stærri ferðir. Svo er fullt af fólki sem er í þessu en fer bara styttri ferðir. Það er hægt að skjótast upp á Skjaldbreið og njóta útsýnisins.“ Gjörbreyttir bílar En það er hins vegar langt frá því að Ferðaklúbburinn 4x4 sé bara fyrir eigendur stórra og stæðilegra jeppa. „Við erum líka með svokall- aða Litla deild. Það er ekki fyrir lítið fólk heldur fyrir óbreytta jeppa. Þar gefst fólki kostur á því að fara í dagsferðir, styttri ferðir og leyfa fólki að finna hvað bílinn getur. Yf- irleitt er stærri bíll með,“ segir Gísli Þór sem telur að svona jeppaferðir séu ekkert hættulegri en umferðin í Reykjavík. „Menn verða vitanlega að nota á sér hausinn og fara ekki of hratt af stað. Eins getur þetta farið illa með bílana en það fer allt eftir ökumanninum. Upprunalega voru bílarnir ekki byggðir í það sem þeir eru notaðir núna en við erum náttúrlega búnir að breyta þeim mikið. í flestum tilfellum er búið að breyta bremsum og styrkja allt eins og hægt er. Þessir bílar fá yfir- leitt miklu meira viðhald heldur en venjulegur óbreyttur jeppi.“ svanhvit@bladid. net Það virðist vera sem Porsche sportbifreiðar séu bestar. Það var að minnsta kosti niðurstaða lesenda „Auto Motor Und Sport“ tímaritsins en þeir völdu Porsche 911 og Porsche Carrera GT í tvö efstu sætin í samkeppni yfir bestu sportbifreið þessa árs. Porsche bifreiðar hafa þannig tryggt sér ein eftirsóttustu verðlaun í Evrópu sem nú er verið að veita í 30. sinn árið 2006 en það voru nán- ast 100.000 lesendur tóku þátt í könnuninni. Fieiri verðlaun en nokkur annar bíll Þetta er í 26. sinn sem bifreið úr 911 flokknum kemst á verðlaunapall Áhugi á stórum og miklum jeppum er alltaf að aukast á íslandi enda er ansi vinsælt að ferðast um á gripnum um fjöll og firnindi. Um helgina verður glæsileg 4x4 sýning í Heklu þar sem Mitsubishi jeppar og aðrir aldrifsbílar frá Heklu verða sýndir. Af því tilefni verður nýr Mitsubishi Pajero jeppi sem hefur verið breytt í einhverjum bifreiðaflokki í tíma- ritinu en 911 bifreiðarnar hafa nú verið framleiddar í 42 ár. Porsche 911 hefur hlotið fleiri verðlaun en nokkur annar bíll í 30 ára sögu tímaritsins. Þetta árið hlaut hin öfl- ugi Carrera GT annað sætið með 15,9% atkvæða. Hinn nýji Cayman S kom einnig sterkt út á sínu fyrsta ári. Eins og „Auto Motor Und Sport' orðaði það sjálft þá var það þriðja sætið hjá Mercedes SLR McLaren sem kom í veg fyrir að Porsche næði Gulli, Silfri og Brons í flokki sport- bíla þetta árið. svanhvit@bladid.net fyrir 44” hjólbarða frumsýndur. Auk þess verða kynntir Rallitronic aflaukar frá Ralliart fyrir Pajero, Pajero Sport og Mitsubishi L-200 bif- reiðar. Sýningin fer fram laugardag og sunnudag frá kl. 12-16. svanhvit@bladid.net Mitsubishi Pajero jepparnir eru þekktir fyrir glæsilegt útlit 44" Pajero jeppi frumsýndur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.