blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 34
34 I HEIMILI LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaöiö Mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu Auður Ögn Árnadóttir er stílisti að mennt og veitirfólki ráðgjöfvið aðfegra heimili sín segir hún ennfremur og bætir við að gamli málshátturinn „glöggt er gests augað“ sanni sig þar. Litlar tilfærslur breyta miklu Auður segir að það ætti að vera á færi flestra að kaupa þjónustu hennar og fólk þurfi alls ekki að vera að fara út í stórar framkvæmdir til að gera það. „Oft eru það litlar tilfærslur sem geta breytt mjög miklu fyrir heimili. Það er hægt að breyta svo miklu með því að færa til, mála eða bara kaupa nýja púða,“ segir Auður. Hún segir mikil- vægt að karakter eigandans endur- speglist í því umhverfi sem hann býr i. „Ég er alls ekki að fara í hús og valta yfir fólk með mínum smekk. Ég reyni að draga fram karakter fólks eins vel og ég get og hvet það til þess að halda gömlum munum." Auður kennir einnig fjölbreytt námskeið sem tengjast heimilinu og má sem dæmi nefna námskeið í konfektgerð og blómaskreytingum. „Ég hef verið að kenna námskeið hjá Mími og svo hef ég líka verið að fara í heimahús og í alls konar klúbba og verið með námskeið fyrir litla hópa,“ segir Auður. Hún er um þessar mundir einnig að fara af stað með þjónustu fyrir fyrirtæki. „Ég er að fara, í samstarfi við aðra stelpu, að bjóða upp á þjónustu fyrir fyrir- tæki sem eru t.d. að flytja inn í nýja skrifstofu. Þá bjóðum við aðstoð við að t.d. velja málverk, kaupa blóm og gera staðinn heimilislegri,“ segir Auður. www.tilefni.is bjorn@bladid.net Auður Ögn Árnadóttir hefur starfað sem stílisti f rúmt ár og ráðleggur hún fólki sem vill bæta og fegra heimili sín. „Þegar ég fór fyrst út í þetta vildi ég vera viss um að ég hefði nóg að gera og ákvað þess vegna að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Reyndin hefur svo verið sú að það er mest að gera i því að fara inn á heimili og hjálpa fólki að stílisera," segir Auður. Auður heldur úti heima- síðunni www.tilefni.is, sem hún hannaði sjálf, og segir hún að tilgangurinn með síðunni sé að vekja athygli á sér og kynna þá þjónustu sem hún býður upp á. Glöggt er gests augað „Það er rosalega misjafnt hvernig þjónustu fólk er að kaupa. Þetta er allt frá þvi að ég kíki í heimsókn í klukkutíma og bendi á ýmislegt sem betur mætti fara og upp í að taka allt í gegn. Þá kannski byrjum við á að velja málningarliti og nýtt 3 * BlaOiÖ/Frikki parket. Þegar búið er að leggja par- ketið og mála kem ég aftur og hjálpa við að raða upp húsgögnunum," segir Auður sem aðstoðar einnig við að velja húsgögn. „ Þar sem ég hef nú- orðið atvinnu af því að fara í búðir veit ég hvað er til á hverjum stað og er fljótari að finna hluti sem henta fólki. Svo sendi ég fólki myndir eða læt það koma sjálft að skoða og spara þvi þannig þann tíma sem annars færi í ráp,“ segir Auður. Auður segir að sér hafi komið á óvart hversu mikil eftirpurn hafi verið eftir þeirri þjónustu sem hún býður upp á og segir augljóst að þörfin sé mikil. „Það er oft erfitt fyrir fólk að sjá hvað mætti betur fara á heimili sínu, jafnvel þó það hafi auga fyrir svona hlutum. Maður verður svo samdauna umhverfi sínu og hlutir sem þú horfir á dag eftir dag hætta einhvern veginn að vera til fyrir manni,“ segir Auður. „Ég er ekkert öðruvísi en aðrir í þeim efnum og ég leita t.d. til systur minnar ef að ég er í vandræðum heima hjá mér,“ Hátalarar og ferming- armyndin af pabba Á IIJJXM Þriðjudaginn 14. febrúar Greinar • Viðtöl • Fræðsla • og margt fleira blaðió Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Simi 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjarni Danielsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net Stefán Jóhann Stefánsson varaborgarfulltrúi og hagfræðingur Velferð Jafnrétti Lífsgæði Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. og 12. febrúar. www.stefanjohann.is Stefanía Benónísdóttir, fyrirsæta og hagfræðinemi, segir eríitt að gera upp á milli tveggja hluta á heimili hennar sem séu hennar uppáhalds. „Það eru annars vegar stórir og hljómmiklir hátalarar af gerðinni Sansuy sem eru að ég held að séu orðnir 36 ára gamlir. Þegar ég var lítil var ég vön að sitja upp við þá og hlusta hljómsveitir eins og Minipops, Stuðmenn og Bítlana,” segir Stefanía.„Þannig lærði ég að hlusta á tónlist hátt og hef gert það alla tíð síðan,“ bætir hún við. „Hins vegar er það fermingarmynd af pabba sem ég gróf einhvers staðar upp og rammaði inn í gullramma. Á myndinni stillir hann öðrum fætinum upp á stól og er með hönd undir kinn,“ segir Stefanía en hún geymir myndina inni í herberg- inu sínu. „Mér finnst þessi mynd geðveikt fyndin en pabbi er mjög ánægður með hana og finnst hún flott. Hann var náttúrulega mjög myndarlegur þegar hann var ungur,“ segir Stefanía að lokum og hlær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.