blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaöið
Fuglaflensa greinist víðar
Kona lést úr fuglaflensu á sjúkra-
húsi í Jakörtu í Indónesíu í gær og
annar sjúklingur var þungt hald-
inn af sjúkdómnum. Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin (WHO) hefur
þegar staðfest að 16 manns hafi
látist úr sjúkdómnum í landinu
en alls er vitað um 88 dauðsföll af
völdum hans síðan 2003.
H5Ni-afbrigði fuglaflensunnar
hefur jafnframt orðið í fyrsta skipti
vart í Aserbaídsjan sem er á mótum
Asíu og Evrópu. Veiran greindist í
fuglshræjum við strönd Kaspíahafs
en ekki hennar hefur ekki orðið vart
í mönnum.
Sýkt fuglshræ fundust á tveimur
stöðum við hafið og leiddu rann-
sóknir í ljós að á þeim báðum var
um H5Ni-afbrigðið að ræða en það
getur reynst banvænt. Fjögur börn
létust úr sjúkdómnum í Tyrklandi,
nágrannaríki Aserbaídsjans, í síð-
asta mánuði. Þá hefur ennfremur
verið staðfest að unglingur í írak
hafi látist úr sjúkdómnum.
Veiran hefur breyst
Menn hafa smitast af flensuna eftir
að hafa komist í snertingu við sýkta
fugla. Sérfræðingar óttast að veiran
geti stökkbreyst á þann hátt að hún
berist manna á milli sem gæti leitt
til mannskæðs heimsfaraldurs.
David Nabarro sem stjórnar að-
gerðum Sameinuðu þjóðanna gegn
útbreiðslu veirunnar segir að engin
sönnunargögn liggi fyrir um að það
hafi gerst en bætir við að þess kunni
ekki að vera langt að bíða.
„Ég vil ekki valda ótta hjá neinum
en sannleikurinn er sá að veiran
er smám saman að breytast,“ sagði
hann á fundi með fulltrúum mann-
úðarsamtaka í höfuðstöðvum Sam-
einuðu þjóðanna. „Við verðum að
veita athygli þessari viðvörun sem
náttúran gefur okkur,“ sagði hann.
Grænf riðungar trufla japanska hval veiðimenn í Suðurhöf um fyrr á árinu. Hvalkjöt selst
ekki vel í Japan þrátt fyrir auknar veiðar.
Hvalveióar auknar
þótt kjötið seljist illa
NOM
NOM
ísraelar reiðir Pútín
Freddie Laker var frumkvöðull I lággjaldaflugi í heiminum.
Frumkvöóull lág-
gjaldaflugsins látinn
Breski kaupsýslumaðurinn Freddie
Laker er látinn, 83 ára að aldri. Áhugi
Lakers hneigðist snemma til flugsins
og árið 1938 þegar hann var aðeins 16
ára var hann farinn að vinna fýrir
sér með því að sópa gólf í flugvéla-
verksmiðju Short-bræðra í Rochester
í suðausturhluta Englands. Áratug
síðar hagnaðist hann á því að útvega
flutningavélar í loftbrúnni til Berl-
inar. Sjálfur sagði hann að loftbrúin
hefði verið „mesta lán lífs síns.“
Á áttunda áratugnum varð hann
frumkvöðull í ferðaþjónustu og
stofnaði fyrsta leiguflugfélagið, La-
ker Airways. Félagið var byggt upp
með svipuðum hætti og lággjalda-
flugfélög nútímans og naut mikillar
hylli almennings enda fargjöldin lág.
Eftir langvinnt verðstríð við stærri
flugfélög varð Laker Airways engu
að síður gjaldþrota árið 1982.
Meir Sheetrit, menntamálaráð-
herra ísraels, sagði í útvarpsviðtali
að boðið væri sem hnífstunga í
bakið því að það veitti hryðjuverka-
samtökum lögmæti of því yrði að
mótmæla kröftuglega.
„Hvað ætli stjórnvöld í Rúss-
landi myndu segja við því ef við
byðum sendinefnd frá Tétsníu (til
Jerúsalem) sem andsvar?" sagði
ráðherrann.
Skráðu þitt tölvupóstfang é ba.com fyrir31.mars 2006 til að njóta þessa afsláttarfargjalds. Gildirfyrir flugfrá Reykjavík til
London. Ljúka þarf ferð fyrir 31. ágúst 2006. Skattar og flugvallargjöld innifalin. Athugið skilmála og skilyrði, nánar á ba.com
Mbl.is | Vladimír Pútín hefur boðið
erindrekum Hamas-samtakanna í
opinbera heimsókn til Moskvu, en
yfirvöld í ísrael eru ævareið og telja
þetta vera „hnífstungu í bakið“ frá
einum helsta milligönguaðilanum
fyrir friði í Miðausturlöndum.
Boðið vekur einnig undrun í Wash-
ington og gengur þvert á beiðni ísra-
els um að þjóðir heimsins einangri
hin róttæku Hamas-samtök eftir
kosningasigur þeirra í Palestínu.
í landinu er ekki hægt að segja það
sama um vinsældir hvalkjötsins
sem hrannast upp í geymslum. Jap-
anir virðast hafa meiri áhuga á því
að skoða hvalina nú til dags en að
leggja þá sér til munns.
Þrátt fyrir að fisksalar lækki verð
um allt að fjórðung selst kjötið af
skepnunum illa.
Tvisvar sinnum meira kjöt er
geymt í frystigeymslum en fer á
markað í landinu.
Japanir hafa lagt stund á hval-
veiðar í vísindaskyni eftir að bann
var lagt á veiðar í atvinnuskyni árið
1986. Kjötið er síðan selt í stórmörk-
uðum og sérverslunum um land allt.
Reynt að höfða til breiðari hóps
Á undanförnum árum hefur hval-
kjöt einkum verið á boðstólum á
dýrum veitingastöðum en með
auknu framboði hafa veitingamenn
reynt að höfða til breiðari hóps.
Skyndibitakeðja býður til dæmis
upp á hvalaborgara og á ódýrum
veitingastöðum er hægt að fá „hvala-
beikon". Þá er ennfremur farið að
bjóða upp á hvalkjöt í auknum mæli
á skólamatseðlum bæði til að losna
við umframbirgðir og til að koma
nýrri kynslóð á bragðið.
Þrátt fyrir mikla andstöðu á alþjóða-
vettvangi hafa japönsk
stjórnvöld í hyggju
að veiða 1070
hrefnur á
þessu
á r i
Laker snéri baki
við fósturjörðinni eftir gjaldþrotið.
„Ég forðast það eins og pláguna. Ég
er metinn að verðleikum hér í Banda-
s e m
er 400
d ý r u m
meira en á síð-
asta ári og tvisvar
sinnum meira en þeir veiddu fyrir
áratug. Þó að hvalveiðar hafi aukist
ríkjunum. Bretar meta engan að verð-
leikum," sagði hann eitt sinn í viðtali.
Laker vann að ýmsum verkefnum í
tengslum við flug eftir gjaldþrotið.
Hann lést í Miami á Flórída þar sem
hann hafði búið að mestu síðustu
tvo áratugi.
Frá 6.073 kr. aöra leið, London hefur aídrei verió nær
Kynntu þer málið núna, á ba.com
BRITISH AIRWAYS
Vilja lög gegn
myndbirtingum
Mbl.is | Islamskir trúarleiðtogar í
Bretlandi krefjast þess að lög verði
sett sem banna að umdeildar skop-
myndir af Múhameð spámanni
verðir birtar í þarlendum fjöl-
miðlum. Þá vilja þeir auka vald fjöl-
miðlasiðanefndar í sama tilgangi.
Skipulögð hefur verið fjöldaganga
í London um helgina, og segja leið-
togarnir að þeir vænti þess að allt að
20.000 manns taki þátt í henni.
Fréttavefur The Guardian
greindi frá þessu.
NOMIC ECONO/
NOMIC