blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 46
46 I ÍPRÓTTIR
LAUGARDAGUR 11. FEBRÖAR 2006 blaöiö
■ Tipparar vikunnar:
Einar Kárason rithöfundur
Liturinn á búningnum passaði vel
Einar Kárason er tippari hjá okkur
á Blaðinu þessa vikuna. Einar er
einhver þekktasti rithöfundur
okkar íslendinga en hann er einnig
mikill áhugamaður um fótbolta og
er góður og gegn Framari eins og
hann segir sjálfur.
í enska boltanum heldur Einar
með Chelsea en afhverju Chelsea?
„Sumt er maður. Maður fæðist
íslendingur og Framari. Þetta er
eitthvað sem maður valdi sér ekki.
Það er alveg það sama hvað gerist í
heiminum. Hitt er akademiskt eins
og að halda með einhverju ensku
liði.
Framan af var ég hallur undir
Liverpool en svo fyrir um það bil ío
árum fór ég á Chelsea-leik í London
þegar Gianfranco Zola var að spila
og þá gat Chelsea ekkert sérstaklega
mikið. Var ekkert stórlið þá eins og í
dag. Þeir höfðu ekki unnið deildina
í marga áratugi.
Þarna sá ég af löngu færi að
Chelsea og Stamford Bridge væri
heimavöllurinn minn á Englandi.
Liturinn á búningnum passaði vel
og svo er þetta í London. Maður á
nefnilega engin erindi í útnáraborgir
eins og Manchester, Liverpool
eða Sheffield. Síðan þá hef ég átt
Chelsea-búninginn.
Ég á mér hinsvegar uppáhaldslið í
mörgum löndum. Til dæmis, Hertha
í Berlín, Roma á Ítalíu, Real Madrid
á Spáni og River Plate í Argentínu.
Ég er einmitt að fara til Buenos Aires
eftir helgi og mun örugglega sjá
River Plate á Monumental Stadion
sem var byggður fyrir úrlsitaleik
HM 1978 þegar Mario Kempes fór
hamförum í úrslitaleiknum gegn
Hollandi.
I Buenos Aires eru tvö stórlið
á heimsvísu. Boca Juniors sem
Maradona spilaði með og er að
mörgu leyti flott lið úr verkamanna-
og hafnarhverfinu í borignni. Það
hefur sína ókosti: Litir félagsins eru
sænsku fánalitirnir. Þess vegna styð
ég River Plate en þeir eru í hvítum
treyjum með rauðu skábandi yfir.
Buenos Aires var fyrsti staðurinn
utan Evrópu sem menn kynntust
fóbolta og Argentínumenn álitu að
þar sem þetta væri ensk íþrótt þá
yrðu liðin að heita enskum nöfnum
einsog River Plate en ekki Rio de la
Plata”, sagði Einar Kárason, tippari
vikunnar hjá okkur á Blaðinu þessa
vikuna.
Við segjum bara góða ferð Einar
og skemmtu þér vel i Buenos Aires.
■ Spá Einars Kárasonar
Sparnaðarkerfi S - 4 - 4 = 144 raðir
1. Middlesbro - Chelsea 2
“Það þarf ekki frekari útskýringa
við”.
2. Arsenal - Bolton 1X2
“Þarna getur allt gerst”.
3. Everton - Blackburn IX
“Everton á að taka þetta en
Blackburn eru góðir”.
4. Aston Villa - Newcastle 1
“Birmingham-liðið er á mikilli
siglingu”.
5. Fulham - W.B.A. 1
“West Brom getur ekkert.”
6. Portsmouth - Man. United X2
“United er með mannskap til að
vinna hvað sem er en Ferguson
nær ekki að virkja þá”.
7. Plymouth - Sheff.Utd. X2
“Sheffield er ofar á töflunni og þá
nægir mér”.
8. Watford - Coventry 1
“í virðingarskyni við Elton John”.
9. Derby- Leeds 1X2
“Allt getur skeð í fyrstu deildinni”.
10. Sheff.Wed. - Crystal
Palace 1X2
“Hér gildir svarið að ofan”.
11. Cardiff - Stoke City X
“Okkar menn svíða út stig”.
12. Hull - Norwich 1X2
“Who gives a flying fart anyway?”.
13. Q.P.R. - Millwall 1X
“Það er gæfa yfir Loftus Road-
kveðja til Jolla”.
BtaÖiÖ/Steinar Hugi
■ Diddi getspaki tippar á Lengjuna
ÖRYGGIÐ
nr.17 Fulham-W.B.A í
nr.i8 Middlesbro-Chelsea 2
nr.25 Wolves-Crewe 1
nr.28 Portsmouth-Man.Utd. 2
Heildarstuðullinn er því 4.18. 1000 krónur eru svo lagðar
undir og ef allt er rétt ættu 4.180 krónur að fást í vinning.
LANGSKOTIÐ
nr.16 Everton-Blackburn 1
nr.24 Sheffield.Wed-Crystal.Palace 2
nr.33 Rangers-Celtic 2
nr.37 Reggina-Milan 2
nr.44 Espanol-Racing Santander 1
nr.55 West.Ham-Birmingham 1
Heildarstuðullinn er því 42.12.300 krónur eru lagðar undir
og ef allt er rétt fást 12.636 krónur í vinning.
Fulham er ósigrað í síðustu 9 heimaleikjum í úrvalsdeildinni
og W.B.A. er búið að vinna einn útisigur. Middlesbro eru með
margar lykilstjörnur meiddar og Chelsea er einfaldlega of stór
biti fyrir boro.
Wolves eru sterkir heima og eru búnir að styrkja sig fyrir
lokaátökin, en Crewe er án sigurs í síðustu 15 leikjum. Man.
Utd. er með sterkara lið og Portsmouth er búið að vinna 2
heimaleiki og ég sé þá ekki vinna þann þriðja á móti Man.
Utd.
Everton er ósigrað í síðustu 9 leikjum og Blackburn eru
baráttuglaðir en ég held að heimavöllurinn geri gæfumuninn
hérna. Sheffield.Wed. voru að missa sinn aðal markvörð út
tímabilið. Crystal.Palace er með 4 góða framherja og vinnur
þennan leik.
Rangers eru heillum horfnir og vantar Jeikgleðina í liðið og
með nokkra lykilmenn meidda. Celtic er betri í öllum stöðum
á vellinum og Keane skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik og
þá er gamla sjálftraustið komið og það gerir gæfumuninn í
nágrannaslagnum.
AC Milan er með 11 landsliðsmenn í byrjunarliði sínu og
Reggina hefur ekki svar við því þó þeir séu á heimavelli og
tapa þessum leik.
Espanol eru sterkir á heimavelli og eru í sigurvímu eftir
frækinn sigur í bikar á móti Deportivo og vinna þennan leik.
West.Ham er á heimavelli og er að spila flottan fótbolta en
Birmingham eru með langan meiðslalista og ættu ef allt er
eðlilegt að tapa þessum leik. Gangi ykkur vel.
Heimavöllur Útivöllur
LIÐ Leikir 5 J T Mörk S J T Mörk Stig
1 Chelsea 25 12 1 0 31 7 9 2 1 21 6 66
2 Man Utd 25 8 3 1 25 8 7 3 3 24 18 51
3 Liverpool 24 9 2 1 18 5 4 4 4 12 12 45
4 Tottenham 25 8 4 1 20 8 4 4 4 14 13 44
5 Arsenal 24 9 1 2 29 7 3 3 6 9 12 40
6 Wigan 25 6 2 5 17 16 6 1 5 13 15 39
7 Bolton 23 6 4 1 14 5 4 4 4 15 17 38
8 West Ham 25 6 1 5 19 16 5 4 4 17 18 38
9 Blackburn 24 7 2 2 19 13 4 2 7 12 17 37
10 Man.City 25 7 2 4 19 10 3 2 7 14 18 34
11 Charlton 24 5 2 6 15 18 5 1 5 15 18 33
12 Everton 25 5 1 6 10 15 5 2 6 8 17 33
13 AstonVilla 25 3 4 5 13 15 4 5 4 18 18 30
14 Fulham 25 8 2 2 19 12 0 3 10 11 24 29
15 Newcastle 24 5 4 2 12 9 3 1 9 10 19 29
16 W.B.A. 25 6 1 6 19 15 1 4 7 4 17 26
17 Middlesbrough 24 3 5 5 17 24 3 2 6 13 20 25
18 Birmingham 24 3 2 7 14 16 2 3 7 7 18 20
19 Portsmouth 25 2 5 5 7 13 2 1 10 10 29 18
20 Sunderland 24 0 3 10 8 26 2 0 9 9 19 9
Heimavöllur Útivöllur
Lffi Leikir S J T Mörk S J T Mörk Stig
Enski boltinn, 6. leikvika
1 Reading 32
2 SheffUtd 32
3 Watford 32
4 Leeds 31
5 Crystal Palace 31
6 Preston 31
7 Cardiff 32
8 Luton 32
9 Wolves 31
10 Burnley 32
11 Coventry 32
12 Ipswich 32
13 StokeCity 31
14 Norwich 32
15 Q.P.R. 32
16 Plymouth 31
17 Southampton 32
18 Hull 32
19 Derby 32
20 Sheff.Wed. 32
21 leicester 32
22 Brighton 32
23 Millwall 32
24 Crewe 32
14 1 1 43 10 10 6 0 27 9 79
12 2 2 31 11 9 4 3 27 17 69
8 4 4 28 17 8 6 2 29 21 58
10 3 2 27 12 7 4 5 17 13 58 1 Middlesbro - Chelsea
9 4 3 23 10 6 3 6 22 21 52
5 9 2 16 10 7 6 2 23 12 j 2 Arsenal - Bolton
7 6 3 25 17 5 3 8 17 21 ''' 3 Everton - Birmingham
8 4 4 34 21 5 1 10 13 23 44
6 6 3 15 11 4 7 5 19 16 43 4 Aston Villa - Newcastle
9 3 4 29 16 3 4 9 11 24 43
S Fulham - W.B.A.
8 5 3 29 17 2 6 8 15 28 41
5 6 5 18 23 5 5 6 18 22 41 6 Portsmouth - Man.Utd.
5 3 8 18 24 7 0 8 17 20 39
6 4 6 19 18 5 2 9 17 28 3g 7 Plymouth - Sheff.Utd.
6 4 6 18 18 4 5 7 18 28 39
8 Watford - Coventry
6 5 4 17 17 3 6 7 12 20 38
5 8 3 14 11 2 7 7 16 23 36 9 Derby-Leeds
5 5 6 17 14 4 4 8 18 24 36
4 8 4 25 23 2 7 7 15 25 10 Sheff.Wed. - Crystal Palace
5 4 7 16 20 3 5 8 9 19 11 Cardiff - Stoke City
5 6 5 19 17 2 5 9 14 25 32
4 6 6 18 21 1 8 7 12 28 29 12 Hull - Norwich
2 5 9 7 20 3 7 6 16 24 27
3 5 8 23 32 1 5 10 14 39 ^ 13 Q.P.R. - Millwall v
1 X 2