blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 28
28 I TILVERAN LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaöíö MHalldóra hugsar upphátt ; ■ ■ , ;; . ... ■■ ■ Þjóðarstoltið í hávegum... Mikið fjaðrafok varð á dögunum þegar Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra fslands, lét hafa eftir sér spádóm um aðild íslands að Evrópusambandinu innan fárra ára. Menn hafa velt vöngum yfir því hvort hann megi eða sé í stöðu til þess að kasta fram slíkum yfirlýsingum og umræðan hefur orðið vægast sagt fyndin. Þetta er nefnilega alveg einkennandi fyrir okkur; Ráðherra leyfir sér að opna munninn, land og þjóð bregðast ókvæða við „upphlaupinu” og allt ætlar um koll að keyra í landinu. Skondið, ekki satt? I öllum látunum vill fólk svo gleyma að kannski er verið að vekja okkur til umhugsunar og kalla á málefnalegri viðbrögð en eingöngu þessi öskur og óp yfir framferði forsætisráðherra. Getur fólk ekki bara dokað aðeins við og tekið þessu alvarlega? Halldór virðist, eins og svo margir, vera þeirrar skoðunar að innan tíðar verðum við orðin aðildarríki í ESB og lái ég honum ekki þá skoðun. Auðvitað er þetta ekki spurning um hvort - heldur hvenær. Eg ætla allavega rétt að vona að við verðum ekki i þriggja manna kana með Noregi og Liechtenstein í EFTA til frambúðar. Halldór segir reyndar engar pólitískar for- sendur til þess að taka ákvörðun um aðild okkar núna vegna þess að umræðan hafi ekki verið nægilega þroskuð hér á landi. En þar stendur einmitt hnífurinn i kúnni! Afstaða ráðamanna þjóðarinnar hefur ekki verið nægilega þroskuð hingað til, en það lýsir sér einna best í óþarfa stolti varðandi þetta litla land okkar, Island. Hvað erum við að halda okkur til hlés og snið- ganga inngöngu í ESB? Erum við svona yfirgeng- ilega sjálfstæð, eða höfum við ekki kjark- inn í að lúta eilítlu yfirþjóðlegu valdi stofanana Evrópusambandsins? Sitt sýnis að sjálfsögðu hverjum, en ég held að tími sé kominn til að vaða í þetta mál og reyna að standast tímans tönn. Það er eingöngu tímaspursmál hvenær frændur okkar, Norðmenn, munu ganga í sambandið og þá sitjum við eftir með sárt ennið og eflaust litin hornauga af stærri þjóðum fyrir þessa afstöðu okkar... HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Breytist þú þegar þú ert ástfangin? Þegar það kemur að málefnum hjartans þá er það sem þú veist um sjálfa/n þig besti leiðarvísir þinn til að finna og viðhalda góðu sambandi. Rétt eins og þú hefur venjulegan persónuleika þá hefurðu ákveðinn persónuleika í ástum. Þar sem ástin grípur þig, sendir straum um þig alla og fyllir huga þinn af hugsunum um þennan eina rétta og því er líklegt að þú sért ekki alveg með sjálfri þér. Þreyttu prófið og þá kemstu að því hvernig þú ert þegar þú ert ástfangin. IÞú ert eins rómantísk og.. a) Kampavín og jarðaber b) Blóm ogvín c) Pizza og bjór d) Gos og nammi Þér finnst mikilvægast að vera... a) Góð b) Réttsýn c) Girnileg d) Raunveruleg 3Hvernig líður þér þegar þú ert að byrja í nýju sambandi? a) Ég er í skýjunum og er sann- færð um að þetta samband endist að eilífu b) Þrátt fyrir að allt gangi vel þá er ég ekki sannfærð um að hann sé sá eini rétti. c) Mér Hður ótrúlega vel en ég reyni að láta það ekki stíga mér til höfuðs. Lífið heldur áfram, þrátt fyrir allt. d) Þetta er alveg gaman en ég gef mig ekki alla í sambandð þar sem ég veit ekki hvort þetta sé minn draumamaður. Heldurðu góðu sambandi við fjölskyldu og vini? a) Nei, eiginlega ekki b) Yfirleitt c) Ég hef samband við þau á hátíðisdögum d) Auðvitað, það er forgangsatriði 5Ef líf þitt væri kvikmynd þá væri það... a) Rómantísk mynd b) Spennumynd c) Rómantísk gamanmynd d) Enginn myndi búa til mynd um mig 6Þinn heittelskaði talar mikið um vinnufélaga sína þar á meðal eina stclpu sem er sæt og skemmtileg. Hvað gerir þú í málinu? a) Fer í vinnuna og tala við gell- una. Segir henni að láta minn kall í friði eða hún fái aldeilis að finna fyrirþví. b) Ég geri ekkert í því en hef stöð- ugar áhyggjur af því að hann sé að halda fram hjá mér og skoða kvitt- anir, símtalaskrá og skilaboð hans reglulega. c) Læt það trufla mig en reyni að hugsa sem minnst um það. Ég treysti mínum manni. d) Pæli ekkert í því, ég á líka sæta og skemmtilega vinnufélaga. Sem elskhugi þá ertu... a) Ansi heit og fær b) Ég kann mitt fag c) Það er margt sem ég kann betur d) Óreynd og óörugg Hefurðu snuðrað í eigum kærasta þíns? a) Já en ég myndi aldrei gera það aftur b) Já og ég myndi hiklaust gera það aftur c) Nei en ég myndi alveg gera það d) Nei 9Ef þinn heittelskaði myndi gera eitthvað sem kæmi þér í uppnám þá... a) Myndi ég ræða það í rólegheitunum b) Nöldra ég um það vel og lengi c) Pæli ég ekkert í því d) Segi ég honum upp samstundis Reiknaðu saman stigin 1. a) 4 stig b) 2 stig c) 3 stig d) 1 stig 2. a) 3 stig b) 4 stig c) 2 stig d) 1 stig 3. a) 4 stig b) 2 stig c) 3 stig d) 1 stig 4. a) 1 stig b) 3 stig c) 2 stig d) 4 stig 5. a) 4 stig b) 2 stig c) 3 stig d) 1 stig 6. a) 2 stig b) 1 stig c) 3 stig d) 4 stig 7. a) 2 stig b) 3 stig c) 4 stig d) 1 stig 8. a) 4 stig b) 2 stig c) 3 stig d) 1 stig 9. a) 3 stig b) 4 stig c) 1 stig d) 2 stig 9-15 stig Þú vilt hafa rými til aö gera þaö sem þú vilt og þaö sem aðrir eru aö gera hefur engin áhrif á þig. Þú ert ekki týpan sem þarft að hanga á tískubörunum eöa nýjustu veitingastöðunum, til þess eins að segja öörum aö þú hafir gert þaö. I rauninni veistu sennilega ekki hvað er f tísku því þér er eiginlega sama. Þú veist sennilega best sjálf meö hverjum þú vilt eyða kvöldinu og hvar. Þú leitar aö svipuðum maka, manni sem tekur hlutina hæfilega alvarlega. Þegar þú finnur hann þá muntu ekki sökkva þér í ástarþrá heldur njóta þess, eins og á að gera. 16-22 stig Þú kannt aö meta góöu hlutina f lífinu og leitar eftir öörum sem hafa svipaðan smekk. Hátfskuföt, ffnn matur og dýrar gistingar eru allt hlutir sem þú hefur ánægju af. Ef þú getur notiö þeirra meö veraldlegum, flottum maka þá er þaö fullkomiö. Þú dregst að fólki sem kann aö sjá um sig sjálft og er félagslega hæft. Hvort sem þú ert á veitingastað eða á skemmtistað þá er þér mikilvægt að vera miðja alheimsins. Makinn er þvf ekki aðalatriðið heldur frekar hvernig hann passar viö þig og þitt lífsmynstur. 23-29 stig Þú átt þfnar rómantfsku stundir og þá Iföur þér óskaplega vel. En svo geturðu Ifka verið alveg afhuga rómantfk og þér Iföur alveg eins vel. Þú nýtur þess að vera ástfangin en lætur það ekki stjórna Iffi þfnu. Þú hefur raunhæfar væntingar til ástarinnar en leyfir þér að gerast draumhuga annars slagið. Þrátt fyrir að þú nýtur þfn best í góðu og öruggu sambandi þá geturðu alveg verið ein þess á milli enda kanntu að njóta Iffsins. 30-36 stig Hefðir rómantíkunnar eru þér mikilvæg- ar og þess vegna er líklegt að þú hafir Iftinn áhuga á karlmanni sem deilir ekki þfnum áhuga á rauðum rósum og kvöld- verði við kertaljós. En hins vegar ert þú ekki bara að leita að skemmtilegu, rómantísku stefnumóti heldur þráir þú eitthvað dýpra. Þegar þú finnur þennan eina rétta verður þú fyrst til að segja öll- um að þú sért yfir þig ástfangin frekar heldur en að leyna tilfinningum þfnum. Til hvers Ifka að vera ástfanginn ef þú mátt ekki segja frá þvf?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.