blaðið - 13.02.2006, Side 21

blaðið - 13.02.2006, Side 21
blaðið MÁNUDAGUR 13. FEBRÖAR 2006 XÞRÓTTIR I 21 Hver verður næsti knatt- spyrnustjóri Englands? Eftir að Sven-Göran Eriksson, lands- liðsþjálfari Englands, lýsti því yfir á dögunum að hann myndi láta af störfum eftir heimsmeistaramótið í sumar hafa enskir fjölmiðlar farið mikinn í getgátum um arftaka hans. Martin O’Neill, fyrrum stjóri Celtic og Leicester, er af flestum veð- bönkum talinn líklegastur en fast á hæla hans fylgja Sam Allerdyce og Alan Curbishley. Er það engin tilviljun að allir þrír eru breskir en mikill vilji er fyrir því meðal enskra að ráða þjálfara frá Bretlandseyjum. Hafa þeir allir lýst yfir áhuga á starf- inu og óspart verið ritað og rætt um þá í fjölmiðlum. Pearce skiptir um skoðun Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði fjölmiðlum í gær að hann væri opinn fyrir því að ræða við enska knattspyrnu- sambandið um að taka við þjálfun landsliðsins ef það óskaði þess. Er það algjör viðsnúningur frá þvi sem hann hafði áður sagt en Pearce lét á dögunum hafa eftir sér að það væri „aumkunarvert“ og „neyðarlegt" að verið væri að bendla hann við stöð- una. „Það væri heimskulegt af mér að útiloka nokkurt starf. Það væri líka dónalegt að neita að ræða við þá sem hefðu áhuga á að fá mig til starfa,“ sagði Pearce. Pearce hefur náð góðum árangri á þeim stutta tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Manc- hester City og þá er það honum í hag að hann átti sjálfur farsælan feril sem leikmaður landsliðsins. Hann hefur hins lýst því yfir að hann sé ekki sá hæfasti sem komi til greina í starfið. „Ég er raunsær maður og staðreyndin er sú að það eru fullt af mönnum sem eru mun hæfari en ég,“ sagði Pearce. Tungumálaörðugleikar ekki fyrirstaða Luiz Felipe Scolari, núverandi lands- liðsþjálfari Portúgals, hefur lýst yfir áhuga á að taka við þjálfun Englands en hann varð heimsmeistari er hann stjórnaði brasilíska liðinu árið 2002 og náði silfri með því portúgalska á EM 2004. Hann hefur neitað því að það að hann kunni ekki ensku verði vandamál. „Ég veit að ef ég fengi starfið þyrfti ég að læra ensk- una betur,“ sagði Scolari en var ekki í nokkrum vafa um að hann yrði fljótur að ná tökum á málinu. Scol- ari hefur ennfremur sagt að hann sé opinn fyrir því að taka við þjálfun Newcastle verði honum boðinn góður samningur. „Eftir að samn- ingur minn við Portúgal rennur út mun ég íhuga öll tilboð,“ sagði Scol- ari en ítrekaði að hann myndi ekk- ert aðhafast fyrr en að því loknu. Jol hefur trú á Hiddink Martin Jol, knattspyrnustjóri Tot- tenham, sagði við fjölmiðla í gær að enska knattspyrnusambandið þyrfti ekki að vera í nokkrum vafa um hvern ætti að ráða; landi hans Guus Hiddink væri besti kosturinn. „Það þarf ekki annað en að skoða ferilskránna hans. Það er ekki til þjálfari sem hefur náð betri árangri,“ sagði Jol. „Hann hefur mikla reynslu og hefur komið bæði Hollandi og Suður-Kóreu í undanúrslit Heims- meistaramótsins. Þá hefur hann unnið Evrópukeppnina og er í alla staði frábær þjálfari,“ sagði Jol. Hiddink gæti hins vegar hafa minnkað líkur sínar á að fá starfið með því að lýsa því yfir að fyrsta árið yrði hann aðeins í hlutastarfi en hann er samningsbundinn PSV Eindhoven til vorsins 2007. „Ég mun ekki rjúfa samning minn við PSV, en það er vel mögulegt að sinna báðum störfunum saman fyrstu 12 mánuðina. Mér hefur tekist það vel með ástralska landsliðið. Lundúnir eru aðeins í klukkustundar fjarlægð frá heimili mínu í Eindhoven svo að fjarlægðin verður heldur ekki vanda- mál,“ sagði Hiddink. bjom@bladid.net Peir þykja líklegastir Martin O'Neill Norður-írskur Fyrrum stjóri Celtic. Guus Hiddink Hollenskur Stjóri PSV Eindhoven og Ástralíu Sam Allerdyce Enskur Stjóri Boiton Wanderers. Luiz Felipe Scolari Brasílískur Landsliðsþjálfari Portúgal Alan Curbishley Enskur Stjóri Charlton. Stuart Pearce Enskur Stjóri Manchester City Vieira: „Henry er óviss" Thierry Henry sýnir listir sínar í leik Arsenal gegn Bolton á Highbury um helgina. Patrick Vieira, leikmaður Juventus, segir góðvin sinn og fyrrum sam- herja, Thierry Henry, vera í óvissu um hvort hann framlengi samning sinn við Arsenal. „Ég veit að hann hefur ekki gert upp hug sin og ég hef ekki hugmynd um hvað hann á eftir að gera. Það getur vel verið að hann fari, en hann gæti líka verið áfram,“ sagði Vieira. „EgþekkiThierrymjög vel en það þýðir ekki að ég geti haft áhrif á ákvörðun hans. Thierry er mjög klár náungi,“ sagði Vieira enn fremur. Vieira átti sjálfur farsælan feril hjá Arsenal en hann gekk til liðs við ítalska liðið fyrir þetta tíma- bil og hefur staðið sig frábærlega. Henry gekk til liðs við Ar- senal frá Juventus árið 1999 og hefur verið tekinn í guðatölu af stuðningsmönnum liðsins. Með þrennu sinni í 7-0 sigri liðsins á Middlesbrough í janúarmánuði bætti hann markamet liðsins en hann hefur skorað yfir 150 mörk. Samningur Henrys rennur út á næsta ári en ef hann fellst ekki á að framlengja dvöl sína hjá Arsenal er líklegt að liðið muni selja hann eftir þetta tímabil til að koma í veg fyrir að hann fari á frjálsri sölu. Henry hefur ítrekað verið bendlaður við Barcelona en vitað er að spænska stórliðið er afar áhugasamt um að klófesta kappann. Michelle Kwan var grátklökk þegar hún ræddi viö fjölmiðla í gær. Kwan hættir þátttöku Michelle Kwan, fimmfaldur heims- meistari í listhlaupi á skautum, hefur þurft að hætta þátttöku á vetr- arólympíuleikunum í Tórínó vegna nárameiðsla. „Að hætta keppni er erfiðasta ákvörðun sem ég hef nokkru sinni þurft að taka, en hún er engu að síður rétt. Ég hef ekki trú á að ég geti gert mitt besta og ég virði leikana of mikið til að keppa þannig,“ sagði Kwan á blaðamanna- fundi í Tórínó í gær. Kwan sagði enn fremur að hún myndi snúa heim í stað þess að dvelja í Tórínó og eiga á hættu að trufla samherja sína. Hin 25 ára gamla Kwan var valin í bandaríska liðið þrátt fyrir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Vonast var til að hún myndi ná að jafna sig þegar keppni hæfist. Kwan hefur áður unnið silfur- og bronsverðlaun á Ólympíuleikunum en aldrei hreppt stóra hnossið. Jol skammar Mido Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur aðvarað egypska landsliðsmanninn Mido sem er í láni hjá Lundúnalið- inu vegna framkomu sinnar í Afr- íkukeppninni á dögunum. Mido hellti sér þá yfir þjálfara egypska landsliðsins þegar honum var skipt út af í undanúrslitaleiknum gegn Senegal. Jol sagðist hafa verið í síma- sambandi við Mido á meðan á Afr- íkukeppninni stóð og rætt við hann fyrir umræddan leik. „Ég hafði sagt honum að halda sig á mottunni en það sem hann gerði var heimsku- legt. Hann hefði átt að haga sér betur,“ sagði Jol. Hann bætti þó við að hann hefði ennþá fullan hug á að halda Mido í herbúðum Tottenham. „Mido elskar Spurs og aðdáendurnir hafa tekið honum opnum örmum. Ef hann heldur áfram að standa sig vel munum við vafalaust kaupa hann,“ sagði Jol. Jewell fokreiður út í Camara Stjóri Wigan, Paul Jewell, er allt annað en sáttur með einn leik- manna sinna, Henri Camara, sem virðist hafa gufað upp eftir Afr- íkukeppnina. Camara lék þar með senegalska landsliðinu en eftir að liðið hafði tapað leiknum um þriðja sætið var ráðgert að hann myndi snúa til Englands á föstudag og leika með Wigan gegn Liverpool daginn eftir. Camara hefur hins vegar ekk- ert látið sjá sig og gerði fjarvera hans það að verkum að Jewell hafði engan sóknarmann til að tefla fram og liðið tapaði 0-1. „Hann átti bókað flug á föstudag en ég veit ekkert af hverju hann hefur ekki látið sjá sig. Ég er mjög vonsvikinn með Henri,“ sagði Je- well við fjölmiðla en vildi ekki ræða málið frekar. „Ég skal hins vegar glaður ræða um þá sem lögðu sig Henri Camara í leik með Wigan á dögunum. alla fram fyrir Wigan í leiknum en það er nákvæmlega það sem strák- arnir mínir gerðu," sagði Jewell og var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tapið. Le Guen að taka við Rangers? Orðrómur um að Paul Le Guen, fyrrum þjálfari Lyon, verði næsti knattspyrnustjóri Glasgow Rangers er orðinn afar hávær eftir að aðstoð- armaður Le Guen sást meðal áhorf- enda í borgarslag Iiðsins við Celtic í gær. Rangers tapaði leiknum 0-1 en liðið hefur verið langt frá sínu besta í vetur og er 21 stigi á eftir erkifjend- unum Celtic sem tróna á toppnum. Aðstoðarmaðurinn, Yves Colleu, sást einnig á dögunum 1 félagsskap háttsettra starfsmanna Rangers og þá hafa eiginkonur þeirra Colleu og Le Guen að auki sést í borginni. Le Guen yrði mikill hvalreki á fjörur Rangers en hann hefur verið afar eftirsóttur undanfarið og meðal annars hafnað tilboðum frá Benfica og Lazio. LeGuen vann þrjá Frakk- landsmeistaratitla með Lyon áður en hann lét af störfum síðasta vor og hefur síðan starfað í sjónvarpi.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.