blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaöiö blaðiö—— Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. FLOKKAR OG FJÁRMÁL Krafan um að nákvæmar upplýsingar um fjárreiður stjórnmála- flokkanna verði jafnan gerðar opinberar er í senn eðlileg og rétt- mæt. Mikilvægt er að upplýst sé hvaðan flokkarnir þiggja fé og ekki síður hvernig þeim fjármunum er ráðstafað. Á undanliðnum dögum hafa birst í Blaðinu fréttir þess efnis að stjórnmála- flokkarnir séu almennt og yfirleitt reknir með hagnaði. Erfiðlega hefur að vísu gengið að fá tæmandi upplýsingar um þetta frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Staðfest hefur verið að síðarnefndi flokkur- inn hafi verið rekinn með hagnaði árið 2004 en sjálfstæðismenn kveðast jafnan koma þeim fjármunum, sem þeir þiggja í formi opinberra styrkja í lóg. Þessar upplýsingar eru á hinn bóginn engan veginn fullnægjandi. íslenskir stjórnmálaflokkar þiggja rausnarlega styrki frá Alþingi. Það eru sumsé þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sem útdeila fjármununum. Líkt og leitt hefur verið í ljós í Blaðinu hafa Samfylkingin, Frjálslyndi flokkur- inn og Vinstri-grænir skilað rekstrarafgangi. f tilfelli Samfylkingarinnar ræðir um tugi milljóna króna á ári hverju 2001,2002 og 2004 en kosningar fóru fram 2003 með óheyrilegum tilkostnaði. Það er óeðlilegt að flokkar, sem að stærstum hluta eru reknir fyrir skattfé almennings, skili hagnaði. Þeir eru ekki fyrirtæki. Ef þörfin er ekki meiri en svo að afgangur verður eru þeir fjármunir, sem sóttir eru í vasa skatt- greiðenda stjórnmálaflokkum til handa, óhóflegir. Margir telja nauðsynlegt að veittar séu upplýsingar um fjármál flokkanna með þeim rökum að þannig megi tryggja að auðvald og hagsmunahópar hafi ekki fjárhagsleg tök á stjórnmálasamtökum. Sama upplýsingakrafa á við um hvernig flokkarnir kjósa að verja þeim fjármunum, sem þeir fá frá almenningi. Er t.d. sjálfsagt og eðlilegt að þeim fjármunum sé varið til að halda við húseignum eða greiða niður skuldir flokka og flokksbrota, sem nú heyra sögunni til? Flverjir eru hagsmunir skattgreiðenda í því efni? Og er sjálfsagt og eðlilegt að flokkar geti tekið frá hluta af þeim opinberu styrkjum, sem þeir þiggja og safnað í sarpinn, til að fjármagna t.a.m. bar- áttu fyrir Alþingiskosningar? Hvernig ávaxta annars flokkarnir fjármuni sína? Fleira í fréttum Blaðsins um fjármál flokkanna vekur athygli. Þannig þáði Samfylkingin árið 2004 aðeins rúmar þrjár milljónir króna í formi „frjálsra framlaga og styrkja“. Sú spurning vaknar hvort stuðningur kunni að vera í öðru formi og illgreinanlegur í grófu rekstraryfirliti. Skattgreiðendur eiga rétt á tæmandi upplýsingum um fjárreiður stjórnmálaflokka. Auglýsíngastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. SKP..kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur SmkSjuvogl 66, 200 Kópavogl - httpMvww.landvelar.ls SÍMI580 5800 Auglýsingar J IU u/44 blaðiö- TíL$úlW, Móðgunargirnin og málfrelsið Ég brá mér suður til Persaflóa í síðustu viku, til Dubai í Samein- uðu arabisku furstadæmunum nánar tiltekið. Þar hitti ég mann, múslima frá Indónesíu, sem var alveg til í að ræða skopmynda- málið, kannski af því að hann var aðeins í glasi. Hann kvaðst ekki taka myndirnar sérstaklega nærri sér og fannst varla við öðru að búast af blöðum í villutrúar- löndunum. „Öll blöð eru drasl," staðhæfði maðurinn. Eins virt- ist hann sannfærður um að blöð á Vesturlöndum hlytu að vera á snærum ríkisstjórna sinna. Þegar ég reyndi að teíja honum trú um að því væri ekki þannig farið og blöðin væru í einkaeigu benti hann mér á það á móti að blöðin myndu aldrei dirfast að prenta því um líkt án samþykkis utan- ríkisráðuneytisins. En þó hann segðist hafa móðgast sem mús- limi vegna skopmyndanna, sem sýndu Múhameð spámann í svíns- líki eða með klámfengnum hætti, þá taldi hann ekki þörf á neinum sérstökum aðgerðum vegna þess. Allah myndi refsa Vesturlöndum og þyrfti ekki verslunarbann til. Hófstilling í Dubai, hiti í Árósum Afstaðan í helsta fjölmiðlinum við Persaflóa, Gulf News, var tiltölulega hófstillt. Þar birtust lærðar greinar um hvernig mús- limar væru sárir og særðir vegna myndanna, en á hinn bóginn var þar engin herhvöt gegn Dan- mörku eða öðrum löndum, líkt og finna mátti í ýmsum öðrum fjölmiðlum arabaheimsins. Þar ræður sjálfsagt miklu að fursta- dæmin eru afar vestræn og vald- hafarnir leggja ofuráherslu á stöðugleika. Það var eiginlega ekki fyrr en ég var á heimleið með SAS, sem skopmyndamálið dundi á manni af fullum þunga. Ég las Jyllands- Posten spjaldanna á milli og ég held að það séu engar ýkjur að % blaðsins voru undirlagðir af þessu eina máli. Fréttum af hinumýmsu hliðum málsins, en þó ekki síður greinum eftir málsmetandi fólk, þar sem málið var brotið hraust- lega til mergjar. Flestir voru á því 3 AÉ Andrés Magnússon að auðvitað væri málsfrelsið heil- agt og svo framvegis, en um leið voru þeir vandfundnir, sem ekki slógu þann varnagla, að jafnauð- vitað væri að forðast yrði að gera eða segja nokkuð það, sem gæti sært trúarskoðanir annarra. Mér fannst þetta hljóma býsna skynsamlega og svei mér ef ég hafði sjálfur ekki látið aðra eins flatneskju út úr mér undanfarna daga. Móðgunargirnin má ekki ráða En þetta stenst enga skoðun. Á málfrelsið ævinlega að takmark- ast af þeim móðgunargjarnasta? Þá er ég hræddur um að lítið yrði sagt eða skrifað. En þá segja sjálf- sagt sumir að þegar trúarbrögð séu annars vegar verði aðrar reglur að gilda. Má vera, eins og lög um guðlast bera vott um, en þá þurfa línurnar líka að vera býsna skýrar. Almennar yfirlýs- ingar um að þetta eða hitt særi mann vegna þess að nafn Guðs sé lagt við hégóma hrekkur þannig ekki til. Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að þetta mál snúist um eitthvað allt annað en trúarbrögð í ljósi þess að egypskt dagblað birti umræddar myndir síðast- liðið haust án þess að ritstjórarnir væru grýttir eða gagnrýndir ákaf- lega. En jafnvel þó svo að þorri múslima væri í alvöru miður sín vegna þess hvernig vegið væri að trú þeirra með þessum myndum, þá hvað? Bæri Jyllands-Posten eða öðrum vestrænum fjölmiðlum að taka sí og æ mið af móðgunar- girni strangtrúaðra múslima? I arabaheiminum er Bangsímon vinsæl fígúra, en af tillitissemi við trúaða er Gríslingurinn alltaf fjarri góðu gamni. Rétt eins og í hinni ar- abísku útgáfu Prúðuleikaranna fékk sá bleiki senuþjófur Svinka aldrei að vera með. Ber okkur þá að strika þá vanhelgu karaktera út líka? Æ, nei. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is algopinn góðkunni, Jakob Bjarnar Grétarsson, skrifar leiðara DV í gær þar sem hann gerir fjárhættuspil að umtalsefni. Nefnir hann að (slendingum þyki mikið gaman að fjárhættuspili einsog þeirhjá Háskólanum, Rauða krossinum, Landsbjörg og SÁÁ geta vottað með gleðitár á hvarmi. Á hinn bóginn sé þess enginn kostur að spila Póker, Black Jack eða ámóta spilavítssport með löglegum hætti. Þetta telur Jakob fáránlegt fyrirkomulag og segir löggjafann raunar grafa undan sjálfum sér og lögunum með því að vera ekki sam- kvæmur sjálfum sér. Á sama tíma séu veðsjúk gamalmenni og öryrkjar rúin Inn að skinninu af spilakössum um allan bæ. Á þetta má allt fallast, en fylgja verður sögunni að Jakob er afarliðtækurbridsspilari. Enn berast fregnir af því að Dagsbrún, undir forystu Gunnars Smára Eg- ilssonar, hyggi á strandhögg ( Dan- mörku. Ekki er útilokað að fyrirtækið kaupi danskt útgáfufyrirtæki, en danskir fjölmiðlar telja líklegra að Dagsbrún stofni einfaldlega nýtt blað, fríblað, sem dreift yrði (heimahús og við almenningsamgöngumannvirki. Stóra spurningin er hins vegar hver verður fenginn til verkstjórnar slíks verkefnis. Skjólstæðingur Gunnars Smára, Mikael Torfa- son, er sagður koma vel til greina, hann kunni til verka og er heimavanur í Kaup- mannahöfn, þar sem hann bjó um hrið. Staksteinar í Morgunblaðinu hjóla í gær i Björgvin G. Sigurðsson, al- þingismann Samfylkingarinnar og pennavin Blaðsins, fyrir að setja sig á móti tóbaksfrumvarpi Jóns Kristjánssonar, heil- brigðisráðherra. Er Björgvin uppnefndur frjáls- hyggjupostuli, sem Klippara þykir koma sem Staksteinar úr glerhúsi. Svo er spurt: „Hefur einhver orðið var við að eftir jákvæðum núverandi tóbaks- lagaj sé farið á veitingastöðum landsins?" og svo svarar höf-, undursérsjálfur. Hins vegarmá efast um þekkingu hans á því i1 Ijósi þess að helstu höfundar Staksteina, þeir Styrmir Gunnarsson og Ólafur Þ. Steph- ensen, eru báðir annálaðir bindindismenn og þekkja öldurhús tæpast nema af afspurn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.