blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaöiö Styrkir til ættleiðinga eru réttlætismál Jótiína Bjartmarz alþingiskona segir afar mikilvœgt að Ijóst sé undir hvaða ráðuneyti niðurgreiddar œttleiðingar heyri. Þingsályktunartillaga Guðrúnar Ögmundsdóttur þess efnis að ríkið styrki fólk til þess að ættleiða börn erlendis frá hefur vakið athygli. Formaður heilbrigð- isnefndar telur málið þarft, en bendir á að ekki sé ljóst hvar í stjórnsýslunni það eigi heima. Að sögn Guðrúnar hefur hún fengið góð viðbrögð við hugmyndinni og vonast hún til þess að málið fái framgang í þetta skiptið, en þetta er í þriðja sinn sem hún leggur þetta til. „Ég hef fengið gríðarlega góð og jákvæð viðbrögð við hugmyndinni frá almenningi. Þingmenn eru jafnframt margir meðmæltir hug- myndinni enda hef ég reynt að hafa málið þverpólitískt. Eg vona bara að heilbrigðisnefnd afgreiði málið fyrir vorið þannig að það megi greiða um það atkvæði hér á þinginu.“ Málið þegar hlotið umsagnir Guðrún segir að málið þurfi ekki að fara í gegnum umsagnarferli. „Við erum búin að fá umsagnir um þessa H '*é |J ll > 'ipé, iÉjé feíðlf,. JKsS »L ( J' mm 500,1000,2000 OG 3000 KR SLÁR. tillögu, það var gert síðast þegar ég flutti málið.“ Hún segir málið ávallthafasofnað í nefndum í þau skipti sem hún hefur lagt það fram. Hún seg- ist þó vera bjart- Jón,na Biartmarz sýn á að niðurgreiddar ættleiðingar hljóti brautargengi. „Nú er til dæmis formaður heilbrigðisnefndar áhuga- söm um málið. Ég vonast því til þess að þetta fari í gegn núna, þetta er eitthvað sem þarf að framkvæma.“ Þarf að fara eftir réttum leiðum Jónína Bjartmarz, þingkona Fram- sóknarflokksins, er meðflytjandi að málinu og jafnframt formaður heilbrigðisnefndar, þar sem það verður tekið fyrir. „Ég hef alltaf stutt þetta mál. En ég hef hins vegar gert Guðrún Ögmundsdóttir athugasemdir við að málinu sé beint til heilbrigð- isráðherra." Hún segir mikilvægt að þessi breyting varðandi ætt- leiðingar verði ekki sjúkdóma- vædd.„Þetta er spurning um styrki sem eru félagslegt úrræði og hins vegar kemur dómsmálaráðu- neytið að málinu líka, þar sem ætt- leiðingar heyra undir það.“ Jónína segist hafa haft fyrirvara varðandi þetta atriði og vill hún fá úr því skorið hvert viðhorfið er innan stjórnsýslunnar þannig að ljóst sé hvar málið eigi heima. „Málið hefur rokkað á milli ráðuneyta og ég tel það ekki hagsmunum þeirra sem vilja ættleiða börn erlendis frá til framdráttar að það sé ekki á hreinu Ótrúleg verð Komdu og nýttu þér þetta einstaka tækifæri. Sissa Tískuhús Glæsibæ Opið 10-18.00 virka daga og laugardaga 10-16.00 Sími 5625110 www.ynja.is Útsölustaðir: Esar Húsavík- Dalakjör Búðardal Vertwhu^ulegiAr vCð kOYUMCU CV ICCrYUAda#iVM/ Opnunartími IVIán-fös 11-18 Lau 11-14 Frábær verð og gæði Persónuleg þjónusta LtkM/rux* Hamraborg7 Kópavogi Sfmi 544 4088 ______Meistaflug í Hringrás Kostnaður við ferju- höfn fjórir milljarðar MBL.IS Von er á skýrslu Siglingamála- stofnunar innan skamms er varðar ferjuhöfn í Bakkafjöru í Landeyjum. í skýrslunni kemur fram að heildar- kostnaður við slíka ferjuhöfn myndi vera á bilinu 3,8 til 4,5 milljarðar króna. Að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns Siglingastofnunar, er inni í þeirri tölu öll undirbúnings- vinna, hönnun og framkvæmdir við ferjuhöfnina. Hann telur ferjuhöfn- ina raunhæfan kost. Að sögn Páls Sigurjónssonar, formanns nefndar um framtíðar- samgöngur til Vestmannaeyja, er nefndin að farayfir skýrslu Siglinga- málastofnunar. Hann vonast til þess að nefndin verði búin að því eftir rúman mánuð. Áður hefur nefndin fjallað um skýrslu sem Vegagerðin gerði um þær upplýsingar sem fyrir liggja um hugsanleg jarðgöng frá Bakkafjöru til Eyja. Samkvæmt þeirri skýrslu var áætlaður kostnaður við slík göng um 70-100 milljarðar króna. hvar málið á heima.“ Jónína segir að það sé ekkert því til fyrirstöðu að ályktunartillagan verði afgreidd úr heilbrigðisnefndinni, þó að hugs- anlega verði hún ekki afgreidd ná- kvæmlega eftir orðanna hljóðan heldur verði gerðar við það tillögur og breytingar. Réttlætismál „Ég er fyrst og fremst að hugsa um að þetta réttlætismál nái fram að ganga,“ segir Jónina og bætir við að því verði að fá það á hreint undir hvaða ráðuneyti málið á að heyra. „Þá er það einhver ákveðinn sem ber ábyrgð á því að styrkja þetta fólk sem þarf að fara þessa leið, oft að undangengnum dýrum úrræðum. í flestum tilvikum er fólk búið að reyna aðrar leiðir til þess að eignast börn og þær leiðir eru kostnaðar- samar. Ég vil þvi liðka fyrir því að við fáum lausn í málinu.“ Hæstiréttur opnar bókhaldið hjá Landsbankanum vegna SPH- rannsóknar Hæstiréttur staðfesti á miðviku- dag úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að Landsbanka íslands væri skylt að afhenda efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóra afrit af skjölum vegna tiltekinna færslna á bankareikningum tveggja manna, sem tengjast rann- sókn á viðskiptum með stofnbréf Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Málið varðar ljósrit af tékka að fjárhæð liðlega 50,5 milljónir króna, sem keyptur var með greiðslu af reikningi annars mannsins hinn 30. desember á síðasta ári. Einnig var bankanum gert að veita upplýs- ingar um hvert andvirði tékkans rann. Þá skal hann veita upplýs- ingar um það hver fyrirskipaði rúm- lega 51,5 milljón króna millifærslu af reikningi hins mannsins á reikning í Landsbanka íslands í Luxemborg, hinn 22. nóvember í fyrra. Jón skilar sératkvæði Hæstiréttur segir að efnahags- brotadeild hafi beint kröfunni að bankanum einum en ekki hinum ætluðu eigendum bankareikning- anna, en áður hafði annar þeirra neitað að svara spurningum lög- reglu um reikninginn, en hinn kann- aðist ekki við að eiga þann reikning, sem hann var skráður fyrir. I úrskurðinum segir að Lands- bankinn hafi sagt beiðni lögreglu of óskýra til þess að unnt væri að verða við henni, enda ekki ljóst hvernig upplýsingarnar eigi að tengjast rannsókninni. Hæstiréttur hafnaði þessu sjónarmiði. Jón Steinar Gunnlaugsson skilaði sératkvæði í Hæstarétti og vildi fella úrskurð héraðsdóms úr gildi. Sagði hann málið snúast um beiðni lög- reglu um að gefnar séu upplýsingar í trássi við lögbundna þagnarskyldu bankastarfsmanna. Segir hann lagaákvæði um þagnarskyldu miði framar öðru að því að vernda hags- muni eigenda bankareikninga fyrir að veittar verði upplýsingar um einkahagi þeirra á sviði fjármála. Ekki verði séð að neinir hagsmunir, sem tengjast hinni opinberu rann- sókn, mæli því gegn, að þessir menn fái sjálfir að gæta réttar síns, þegar tekin sé afstaða til þess fyrir dómi hvort veita beri lögreglu umbeðinn aðgang að bankareikningunum. Þeir séu hins vegar ekki aðilar máls eins og sakir standi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.