blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaöiö 12 rExÐi Arshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur: Sífellt fœrri verðlaun veitt Gœsatúr aust- an Hvolsvallar Eins og flestir félagsmenn þekkja þá hefur það verið löng og skemmtileg hefð hjá Stangaveiðifélagi Reykja- víkur að veita veiðimönnum ýmis verðlaun fyrir afrek á síðastliðnu veiðisumri. Upphaflega var lögð áhersla á að verðlauna fyrir mestan fjölda veiddra laxa og stærstu fisk- ana. Veglegust þessara verðlauna hefur verið Gull&Silfur flugan sem veitt hefur verið þeim veiðimanni í félaginu sem veiðir stærsta flugulax á veiðisvæðum félagsins. Nú liggur fyrir að þessi viðurkenning verður ekki veitt aftur. „Vissulega er eftirsjá af þessari veglegu gjöf sem Sigurður Stein- þórsson, gullsmiður hefur gefið sl. þrjátíu árin, til minningar um föður sinn. Þar var ómetanlegur dýr- gripur á ferð,“ segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykja- víkur, en sífellt færri verðlaun eru veitt núna á árshátíð félagsins sem verður annað kvöld. „Bikarmál hafa reyndar alltaf verið að breytast gegnum tíðina. Til skamms tíma var veiddur svo- nefndur „húsmæðrabikar“ til þess aðila sem veiddi flesta smálaxa yfir sumarið, væntanlega skírskotun til þess að sá veiðimaður hafi svo sann- arlega verið matvinnungur fyrir heimilið það sumarið. En slík viður- kenning þætti nú sennilega hálf hjá- kátleg í dag. Fyrir nokkrum árum var bikar- fjöldinn orðinn of mikill að mati flestra og þá var ákveðið að fækka verðlaunum nokkuð og einfalda. Þessar brey tingar eru aðallega vegna nýrra áherslna varðandi verndun og umgengni við náttúruna og þá auðlind sem laxveiðar á stöng eru. Félagið mun nú hætta að verð- launa veiði á stórum fiskum. Þess í stað verði lögð áhersla á að veita mönnum viðurkenningu fyrir hátt- vísi, góða framgöngu og sleppingar. I ár eru veitt fern verðlaun. Nú verður hætt að veita verðlaun fyrir stærsta laxinn veiddan á vatnasvæðum félagsins. í staðinn verða veitt sér- stök háttvísiverðlaun styrkt af Visa, verðlaun fyrir slepptan lax eða sjó- birting og að lokum verðlaun fyrir Maríulax, gefin af Veiðihorninu. Það er mat stjórnar SVFR að með þessu sé sleginn nýr tónn í áherslum félagsins og þau séu hvatning til veiði- manna um að stunda þessa íþrótt með virðingu fyrir náttúrunni. Lögð er áhersla á verndun, ekki sist stórlaxins, háttvísi og heiðarleika við veiðar og nýliðun í hópi félags- manna,“ segir Bjarni ennfremur. „Að kvöldi laugardagsins 8. október lagði ég af stað frá Reykjavík á fund við nokkra félaga mína að Ármótum, austan Hvolsvallar, en þeir höfðu mætt þar kvöldið áður til gæsa- veiða,“ sagði Ásgeir Halldórsson í Sportvörugerðinni er við spurðum hann um eftirminnilegan veiðitúr síðasta sumar. „Ég ætlaði að skjóta með þeim á sunnudeginum. Þarna var tekið heldur betur höfðinglega á móti manni. Ásgeir Heiðar og allt hans lið lögðu drögin að stórskemmti- legum degi. Veiðin á laugardeginum hafði verið treg hjá strákunum en óhemja af gæs á svæðinu. Það þurfti bara að hitta á hana því mörg og stór eru túnin og kornakrarnir ekki minni en 20 hektarar. Fyrir sólaruppkomu gleyptum við í okkur frábæran morgunverð og síðan drifum við okkur út. Þennan morgun vildi Ásgeir Heiðar fara með okkur í akur sem var fjærst bænum og hafði lítið verið truflaður síðustu vikuna eða svo. Við komum okkur vel fyrir 1 skjóli heyrúlla sem haganlega hafði verið komið fyrir fyrr um haustið. Þá tók að birta og við vorum í skotstöðu. Lítið var flugið til okkar en þó sást einn og einn stór hópur í háflugi. Þarna koma tvær og stefna á okkur. Bang, bang, og báðar lágu. Nú gerist ekkert um stund nema óhemju ráp af álft en hún var ekki á matseðlinum okkar. Þarna koma aðrar tvær og lágu þær líka. Enn er löng bið og mönnum farið að leiðast en þá stefnir góður hópur til okkar og hjartað tók kipp. Hópurinn nálg- ast og er að komast í færi þegar stefn- unni er snögglega breytt, í áttina að stórum hóp álfta sem hafði sest niður svona 2-300 metra vestar á akrinum. Enn líður korter, hálftími og klukkutimi. Farið að styttast í há- degi. Við erum um það bil að kalla þetta gott þegar lítill hópur stefnir til okkar. Allir halda í sér andanum og bíða spenntir. Þarna komu þær í færi og skothríðin hefst. Þrjár lágu en hinar þrjár komust undan. Við biðum þarna á akrinum í um það bil hálftíma til viðbótar en tókum þá saman gervigæsirnar og annað dót sem okkur fylgdi og ókum heim að bæ. Viti menn, við höfðum leitað langt yfir skammt þennan daginn. Heima- túnið var grátt af gæs, ekki einni færri en 500 grágæsir innan um ger af álft. Svona getur þetta nú verið. Engu að síður fórum við sælir og ánægðir heim eftir vel heppnaðan túr. Aðbúnaðurinn og þjónustan alveg til fyrirmyndar. Aflinn hefði mátt vera svolítið meiri en allir voru þó með vel í matinn," sagði Ásgeir að lokum. Blaöiö/Gunnar Bender Þrátt fyrir að veiðimenn kasti flugunni fimlega, fækkar þeim verðlaun sem þeir fá. Veiði- maður við veiðar í Elliðaánum. N\ M2 Field, ComforTech™ - 12-ga. 3" Dreifing: Holmasloö 1 101 Reykjavík • Sími 562-0095/898-4047 • www.veidihusid.is Stuttar fréttir • Á Hnýttu og býttu kvöldi í gær- kynnti Benni í Útivist og veiði inn- lenda framleiðslu á hnýtingaefni undir merkjum Last Hope. Benni hefur hafið sölu á þessu efni en Lax-á sá áður um hana. Hnýt- ingaefnið er unnið á Sauðárkóki. Sig- urður Pálsson hefur núna síðustu kvöld hnýtt fyrir áhugasama hnýt- ara en hann kann réttu handtökin betur en margur. Ágæt aðsókn hefur verið á þessi kvöld enda sty ttist veru- lega í veiðitímann. • Það hefur gengið ágætlega að selja á árshátið Stangaveiðifélags Reykjavíkur en hún verður annað kvöld og meðal þeirra sem skemmta er Diddú og Jónsi. aukaafsláttur af Htranum með ÓB-frelsi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.