blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaöiö blaðiö= Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Hagnaður TM margfaldast Hagnaður Tryggingamiðstöð- arinnar hf. (TM) eftir skatta á siðasta ári nam tæpum 7,2 milljörðum króna. Til saman- burðar nam hagnaður ársins 2004 rúmum 600 milljónum króna. Þetta er mesti hagnaður í sögu félagsins segir í tilkynn- ingu til Kauphallar íslands í gær. Gott gengi félagsins skýrist aðallega af miklum fjárfesting- artekjum sem námu rúmum 7,7 milljörðum. Vátrygginga- starfsemi félagsins gekk hins vegar ekki alveg jafn vel því tæplega 500 milljóna króna tap var á þeim hluta rekstrar TM. Sjúkraflug- vél enn ekki til staðar Engin sjúkraflugvél var til staðar í Vestmannaeyjum þegar tfl útkalls kom í gærmorgun. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem þetta gerist en það er fyrirtækið Landsflug sem sér um sjúkraflutninga. A fréttavefnum eyjar.net segir í gær að ekki haft verið um bráða- útkall að ræða. Hjá fyrirtækinu hafi fengist þau svör að sjúkra- flugvélin væri í viðgerð og því hefði staðið til að nota Dornier 238 flugvél til sjúkraflutninga á meðan. Sú vél var hins vegar nýlent í Reykjavík þegar útkallið kom. Hún var því ekki komin til Eyja fyrr en um klukku- stund eftir að útkallið barst. „Ég er ekki samræðupólitíkus" Gunnar Birgisson, bœjarstjóri, segir að bygging óperuhúss í Kópavogi sé í réttum farvegi. Samfylkingin í bœnum hefur gagnrýnt Gunnarfyrir ólýðrœðisleg vinnubrögð. „Það er verið að vinna að fjármögnun vegna óperuhússins og hún er að komast á lokastig,“ segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, í samtali við Blaðið. Hann vonar að það skýrist fyrir næstu mánaðamót hvernig henni verði háttað. „Þá kemst málið á fullan skrið.“ Fulltrúar Samfylkingar í bæjar- stjórn sendu frá sér tilkynningu þar sem vinnubrögðum Gunnars er harðlega mótmælt. Þau segja byggingu hússins hvergi hafa verið samþykkta eða fjallað um málið með nokkrum hætti í kerfinu. „Bæj- arstjórinn hefur leikið einleik í mál- inu og meirihlutinn hafnaði tillögu um að það væri rætt á faglegum for- sendum innan bæjarkerfisins með aðkomu annarra en hans,“ segir í tilkynningu frá bæjarfulltrúunum sem ítreka ennfremur að þeir séu ekki á móti byggingunni sem slíkri, heldur mótmæli þau því sem þau kalla ólýðræðisleg vinnubrögð bæjarstjórans. Ætlaði að vera búinn að þessu fyrr „Samfylkingin er á móti byggingu óperuhúss í Kópavogi og mér finnst það miður,“ segir Gunnar. „Grunn- urinn er sá að fjármögnun frá einka- aðilum liggi fyrir og þá byrjum við Hér mun óperuhúsið í Kópavogi að öllum líkindum risa á næstu árum. að ræða málið í bæjarstjórninni.“ Gunnar segir að búið sé að þarfa- greina húsið með Óperunni til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir kostnaðinum. Hann bætir við að ekki sé heldur búið að finna arkitekt að húsinu enda verði líklega haldin samkeppni um það þegar þar að kemur. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrr en það tókst ekki. Hlut- irnir taka oft lengri tíma en maður ætlaði sér.“ 400 milljónir frá bænum Málið er komið á þriggja ára fjár- hagsáætlun bæjarins. Gunnar segir það markmið bæjaryfirvalda að setja í þetta verkefni 400 milljónir króna næstu tvö árin, en reiknað er með að húsið komi til með að kosta um tvo milljarða. „Ég er að reyna að safna átta hundruð milljónum frá einkaað- ilum og síðan er reiknað með að ríkið jafni þá upphæð. Óperan á einhverja fjármuni og síðan mun Kópavogsbær leggja til það sem upp á vantar.“ Ekki tímabært að ræða málið Hann segir ekki tímabært að ræða málið innan bæjarkerfisins. „Þegar við erum búnir að fá fjárhagslegan stuðning við málið þá er komið BlaðiÖ/Frikki að því að ræða það í kerfinu. Þá munum við einnig hefja viðræður við ríkið. Það eru ekki bara við sem ráðum för í þessu máli heldur gera fjárfestarnir það einnig. Þetta er því ekki hefðbundin bygging á vegum sveitarfélags.“ Gunnar þvertekur því fyrir að hann sé að vinna málið eftir röngum leiðum. „Ég er ekki samræðupólit- íkus,“ segir Gunnar. „Það þarf fyrst að vera klárt að það sjái fyrir end- ann á þessu. Við ætlum að byggja óperuhús, það er á hreinu og þegar fjárhagslega hliðin liggur fyrir þá getum við farið að ræða málið innan bæjarstjórnarinnar.“ Stjórnmálamenn spreyttu sig í körfubolta Fulltrúar allra flokka í komandi borgarstjórnarkosningum hittust í Laugardalshöll í gær og reyndu með sér í körfubolta. Lýsing hét þeim sem hitt gæti úr þriggja stiga skoti 100 þúsund krónum sem viðkomandi mátti gefa til góðs málefnis. Marsibil Sæmundsdóttir, staðgengill Björns Inga Hrafnssonar, hitti úr skoti sínu og mun Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, njóta þess. Nánar er sagt frá keppninni á síðu 22. Sekur um að valda alvar- legu slysi mbl.is | Karlmaður sem ók vöru- bíl gegn rauðu ljósi og á strætis- vagn, með þeim afleiðingum að vagnstjórinn missti báða fætur, var í gær dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði og dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á rúma einá milljón króna. Vörubílssjjórinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa ekið vörubílnum þótt ábyrgðartrygg- ing bílsins væri fallin úr gildi. „Akærði telst hafa sýnt af sér stórvítavert gáleysi þegar hann ók þungum vörubíl gegn rauðu umferðarljósi og nærri lögleyfðum hámarkshraða inn á fjölfarin gatnamót. Þetta gáleysi ákærða leiddi auk þess til stórfellds líkamstjóns fyrir Björn Hafsteinsson, vagnstjóra í strætisvagninum, sem varð fyrir vörubíl ákærða,“ sagði meðal annars i dómnum. á morgun! O Heiðskirt Léttskýjaö A Skýjað A Alskýjað ✓ / Rignino, litilsháttar '/// Rigning 5 7 Súld 5)! Snjðkoma y/ Slydda Hamborg Hefsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Oublin Glasgow 05 -10 01 08 08 15 05 10 13 -04 08 -06 06 06 14 06 06 Slydda Snjóél ^j Skúr Amsterdam Barcelona 06 12 ✓ / / / • Berlín Chicago 04 -07 o CM l 4° x Frankfurt 04 40 / s 40' s / *0 4® 4° /// /// 4° /// 40 * Á morgun 'V v' Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands * / ✓ /

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.