blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 16
16 I VIÐTAL FðSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaðiö Finnst fátt fallegra en nýplœgður akur Eymundur Magnússon, bóndi á Héraði, er einnfárra bœnda sem stunda lífrœna rœktun í atvinnuskyni á íslandi. Frumkvöðullinn Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótdals- héraði hætti hefðbundnum búskap og hóf lífræna ræktun undir vöru- merkinu Móðir jörð. Þetta var árið 1989 og þá voru margir sem töldu manninn ekki með ölium mjalla. Lífræn ræktun var talin tískubóla sem myndi springa eftir stuttan tíma og lítið skilja eftir sig. Árin hafa liðið og annað komið á daginn því sífeilt fleiri kjósa lífrænt ræktaðar afurðir umfram hinar. Þetta sá Eymundur fyrir og búskapur hans hefur stækkað að umfangi með árunum og hann hefur bryddað upp á margvísiegri nýsköpun svo sem eins og byggrækt og framleiðslu á hollum skyndibita. ,Ég byrjaði að búa 1979 og þá í hefð- bundnum búskap með mjólkurkýr og nautakjötsframleiðslu. Eftir tíu ár hætti ég með kýrnar og fór út í líf- ræna ræktun. Það kom til því við fyrr- verandi konan mín vorum að rækta lífrænt fyrir okkur sjálf og fólk fór að spyrja um þessa vöru, hvort það gæti keypt hana hjá okkur. Það var ákveð- inn hvati. Að hluta til var það því eft- irspurn eftir vörunni sem kom okkur af stað en við vorum einnig króuð af með mjólkurkvóta þannig að þetta hjálpaðist að. Á þessum árum upp- götvaði ég það líka að ég er ræktun- armaður sem finnst fátt fallegra en nýplægður akur.“ Hugsað djúpt Hver er munurinn á lífrœnni ræktun ogsvo hinni? ,í lífrænni ræktun þá er ekki not- aður tilbúinn áburður. Við notum engin eiturefni, hvorki við ræktun né geymslu. I hefðbundinni ræktun er notað arfaeitur, kálflugueitur, sveppavarnarlyf og spírunarvarnar- lyf á kartöflur til að auka geymsluna." Það eru flutt til lansins meira en 36 ^ J tonn af eitri á hverju ári til þessara nota. Er neytand- inn að láta þetta allt ofan í sig þegar hann borðar vöru sem ekki er lífrœnt rœktuð? Já. Þar liggur meginmunurinn. En það er einnig hugmyndafræði að baki lífrænu ræktuninni. Við lítum svo á að við séum að auka frjósemi jarðvegsins. Við búum til safnhaug eða notum húsdýraáburð og aukum örverulífið í jarðveginum. Örver- urnar brjóta niður næringarefnin og breyta þeim í næringu fyrir það sem við erum að rækta. Þannig örvum við jarðveginn fyrir það sem við erum að rækta í honum. Við hugsum því mjög djúpt.“ Það ersem sagtekki verið að hámarka uppskeruna á sem skemmstum tíma? ,Nei, þvert á móti er hugað að fram- leiðslunni allt ferlið. Þess vegna er líf- rænt ræktað grænmeti miklu bragð- meira en hitt. Jarðvegurinn hefur öll þessi næringarefni, ekki bara köfnunarefni, fosfór og kalí, sem eru algengust í tilbúnum áburði heldur einnig snefilefnin sem skipta máli. í þessum vinnubrögðum felst líka gamla hugsunin: Af jörðu ertu kom- inn og að jörðu skaltu aftur verða.“ Nýsköpun í skauti náttúrunnar Fyrir nokkrum árum hóf Eymundur að framleiða ýmsan skyndibita úr byggi og grænmetinu sem hann ræktar og hefur þessi vara notið vin- sælda. Auk þess er framleidd nudd- og húðolía undir merkjum Móður jarðar sem einnig byggir á þeirri miklu trjárækt sem stunduð hefur verið á Héraði. „Hluti afþví að staðna ekki er að búa áfram til eitthvað úr vörunni sem ég er að rækta og þannig hófst vörufram- leiðslan mín. Þá kom upp þessi hugmynd að búa til til- búna græn- metisrétti. í dag býð ég upp á þrjár tegundir af græn- metisbuffi og tilbúnu byggsalati. Aðallinn í mínum vörum er að það er gengið alla leið. Ég nota ekkert sem ekki er vottað lífrænt og mínir viðskiptavinir geta treyst því. Þetta á líka við um olíurnar sem ég fram- leiði en þær eru unnar úr lífrænum olium frá Frakklandi og birki og blá- gresi að austan.“ Eru margir bændur að rækta lífrænt í dag? „Það eru nokkuð margir bændur sem rækta lífrænt þó eru kannski ekki margir sem eru áberandi á markaði. íheiminum fylgja henni mestu nýjungarnar og mesta þróunin. ílífrænni ræktun er verið að nýta saman forna visku og helstu tækninýjungar. Þetta erþað sem koma skal. BlaÖið/Steinar Hugi Það sorglega er að framleiðendum í Það er stanslaust verið að flytja inn þora að fara inn i þessa grein og þora þessum geira fjölgar ekki. Það er al- meira og meira af lífrænt vottuðum að fara að gera eitthvað nýtt.“ veg öfugt við þróunina í innflutningi. vörum en hérna heima eru fáir sem 30% afsláttur af rúmum Nýtt kortatímabil Baösloppar 20% afsláttur, Rúmteppasett 10-40% afsláttur frá kr. 7.920.- Fótanuddtæki Áðuu&eoa Nú 29.750.- Útsala 10-40% afsláttur _o_ rúmco Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.