blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 30
301 FÓLK FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaöið ISLENSKA SKURÐ- GOÐAKEPPNIN Smáborgarinn var nauöbeygður til að horfa á Idolið fyrir viku síðan. Hafði hann verið plataður á fund góðra vina sinna undir því yfirskini að verið væri að fara að dreypa á miði og spila hið kostulega Trivial Pursuit. Mjöðurinn var vissulega drukkinn, en spilið fékk að víkja um sinn fyrir Idolinu sem verðandi fyrrum vinir Smáborgarans vildu ólmir horfa á. Langt var frá því að Smáborgarinn horfði síðast á þá vafasömu keppni. Ætli hann hafi ekki gefist upp á því á sínum tima eftir að hann heyrði hið ágæta lag „Lean on me" sungið i þúsund- asta skipti af enn einni meðaljussunni. Lítið hafði breyst. Keppendurnir voru jafn venjulegir, lögin jafn óspennandi og dómnefndinjafn bjánaleg. Effrá erskilinn Páll Óskar sem kemur með temmilega svala strauma inn íherlegheitin og eröllu skárri en hinn skelfilega væmni forveri hans, Þorvaldur Bjarni. Smáborgarinn komst hins vegar ekki hjá því að fá örlít- inn kjánahroll þegar hann sá Selfoss-Moz- artinn í dómarasæti. Þá hafa fyrirfram samdir brandarar kynnanna, beint upp úr niðursuðudósinni, líka sjaldan átt upp á pallborðið hjá Smáborgaranum. Þó að Smáborgarinn hafi lítið gefið fyrir islenska Idolið hefur hann haft nokk- uð gaman af því ameríska. Þar er að finna ógrynni frábærra söngvara í bland við eitt- hvað það snarbilaðasta fólk sem maður hefuraugum litið. Kostulegtsjónvarpsefni. Allt er þetta svo rekið áfram af illmenninu Simon Cowell sem Smáborgarinn verður að útnefna einn skemmtilegasta sjón- varpsmanninn í dag. Kannski gerir Smá- borgarinn einfaldlega of miklar kröfur til samlanda sinna. Það eru þó aðeins kröfur um að við gerum hlutina almennilega ef við ætlum á annað borð að gera þá. Að við hættum að vera súkkulaði. Ekki reyndist þóallt vera dauði og svart- nætti í umræddum Idol-þætti síðastliðið föstudagskvöld. Einn var sá keppandi sem Smáborgaranum geðjaðist ákaflega vel. Var það aldursforsetinn í hópnum, Snorri, sem átti hörku frammistöðu og virtist al- veg „með þetta." Tók fínasta rokklag og samkvæmt vinunum hefur Snorri verið að gera góða og ferska hluti. Smáborgar- inn hefur ákveðið að halda með honum. Og þó? Mun sigur ekki hafa í för með sér steingelda tökulagaplötu um næstu jól? Kannski betra að hann detti út sem fyrst og geri hlutina upp á eigin spýtur. Hið ís- lenska landslið tökulagaflytjenda er orðið nógu stórt og þarf síst á því að halda að efnilegur leikmaður gangi til liðs við það. Vitaskuld finnst fjölmörgum íslenska Idolið skemmtilegt og er það vel. Smá- borgarinn er auðvitað ekkert annað en neikvæður röflari. Og af því að hann er svo neikvæður og leiðinlegur mun örugglega enginn vilja leika við hann í kvöld. Hver veit nema að í einsemd sinni og einmana- leika endi hann á því að horfa á Idolið. Er eitthvað betra að gera hvort sem er? HVAÐ FINNST ÞÉR? Marsibil Jóna Sœmundsdóttir, framkvcemdastjóri Ertu betri en Björn Ingi í körfubolta? „Ég veit það nú ekki. Ég hef aldrei heyrt neinn tala um það, hvorki hann né aðra hvernig hann er í körfu. Þegar hann bað mig um að mæta fyrir sig sagði hann mér að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Það var frábært að þetta skyldi takast svona vel og fyrir vikið fær Neistinn hundrað þúsund krónur.“ Marsibil kom, sá og sigraði á körfuboltamóti frambjóðenda í Reykjavík sem haldið var i gær. Björn Ingi Hrafnsson átti ekki heimangengt og kallaði inn Marsibil í sinn stað með þessum góða árangri. Paris biður um brúðarkjól Paris Hilton hefur beðið breska hönnuðinn Julien MacDonald að hanna handa sér brúðarkjól. Hún er þó ekki á leiðinni upp að altarinu núna en þegar að því kemur vill hún að hann hanni kjólinn. Paris var nærri búin að gifta sig hinum gríska Paris Latsis á síðasta ári, en þau voru trúlofuð. Það slitnaði upp úr sambandi þeirra vegna þess að hún var ekki tilbúin að gifta sig. Nú er hún með öðrum Grikkja, Stavros Niarchos. Hönnuðurinn MacDonald vonar að þau ákveði að gifta sig sem fyrst svo hann geti byrjað á kjólnum. Richie tendrar eldinn Á meðan Paris er að skipuleggja kjólakaup er fyrrverandi vinkona hennar, Nicole Richie, sögð vera að tendra ástareld með fyrrverandi kærasta sínum, Adam Goldstein eða DJ AM. Fyrrverandi (eða núverandi?) parið sást borða rómantiskan kvöldverð á ítalska veitingastaðnum II Sole og haldast í hendur þvert yfir borðið. „Þau sátu úti á verönd og héldust í hendur,“ sagði náungi sem sat við næsta borð. Parið kom blaðamönnum í Hollywood í opna skjöldu með þessu útspili en talsmað- ur DJ AM sagði kvöldverðinn hafa verið milli tveggja vina: „Þau eru ekki saman,“ sagði hann. Richie hefur sést leita að húsnæði í Los Angeles til að opna sinn eigin skemmti- stað sem er ætlað að keppa við skemmtiðstað DJ AM, LAX. Kelly hneykslast á Siennu Kelly Osbourne, dóttir eftirlaunarokkarans Ozzy Osbourne, segir leikkonuna Siennu Miller klikkaða að kvarta undan ágangi ljósmyndara. Osbourne var steinhissa þegar hún heyrði að Miller væri að undirbúa undirskrift- arlista til að koma á lögum sem verja frægt fólk fyrir ágangi ljósmyndara. Listann ætlar hún að senda til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. „Þetta er það sem maður fær - ég meina, ekki vera fræg ef þú vilt það ekki og ekki kvarta,“ sagði Kelly Osbourne um málið. „Ekki vera fræg ef þú vilt ekki athygli. Ég vorkenni henni pínu, hún hefur gengið í gegnum ýmislegt, en maður velur að vera frægur. Ljómyndararnir eru bara hluti af starfinu.“ Finnst þér þetta of glæfralegt fyrir ströndina? HEYRST HEFUR. Eins og minnst var J á hér á dögun- K um fjallaði hið B * útbreiddafrétta- 4 <■ rit Time um *. „íslensku erfða- ' tilraunmá' í opnugrein í síðasta tölublaði sínu. Þar var athygli vakin á ættfræðiáhuga íslend- inga, brautryðjendastarfi Kára Stefánssonar og félaga hans í ís- lenskri erfðagreiningu, en einn- ig var tæpt á þeim deilum, sem á sínum tíma risu vegna uppsetn- ingar heilbrigðisgagnagrunns og hugsanlegrar misnotkunar gagna úr honum. Nú, nokkrum dögum síðar, hefur markaður- inn svarað þeirri spurningu, sem varpað var fram hér í dálk- inum um gengi hlutabréfa deCO- DE á NASDAQ-markaðnum vestanhafs. í þessarri viku hafa hlutabréfin sumsé hækkað um rétt rúm 8% og stendur verðið nú í 9,79... Fjölmiðlaveldi Dagsbrúnar hefur að undanförnu verið að bólgna í Stakkahlíðinni eftir sem fleiri þættir starfseminnar eru fluttir þangað. Starfsmenn, sérstaklega þó sjónvarpsfólkið, hafa nokkuð kvartað undan þrengslum eins og við er að búast, því húsnæðið er einfald- lega minna en menn hafa átt að venjast. Eins hafa nágrannar kvartað talsvert undan því að bílastæðamálin séu í óefni kom- in, en þrátt fyrir ýmsar ráðstaf- anir stjórnenda undir dyggri stjórn Ara Edwalds forstjóra hefur lítið gengið að koma þeim málum í það horf sem öllum líkar, enda er hið sama upp á teningnum: Of margir starfs- menn um of fá stæði. Enn eru þó ókomnir útvarpsstarfsmenn ofan af Lynghálsi, svo ástandið á sjálfsagt enn eftir að versna áður en það fer að batna. Algengasti fjöldapósturinn til starfsmanna í Skaftahlíðinni berst oft á dag, en þá er varað við því að Vöku- bíllinn sé á leiðinni... • tefán Jón Haf- ístein mun vera afar ónægður með sinn hlut í prófkjöri Samfylkingarinnar og hefur ekki farið dult með að hann telji ýmsa forystumenn flokksins hafa lagt stein í götu sína. Sérstaklega mun hann vera formanni flokksins gramur, en á sínum tíma naut hann stuðn- ings Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, þegar hann varð efstur í prófkjöri Samfylkingarinnar fyr- ir síðustu borgarstjórnarkosning- ar. Nú hafi hún hins vegar stutt Dag B. Eggertsson með ráðum og dáð og hann goldið fyrir. Mun afar fátt vera með þessum gömlu samherjum og hafa sumir vinir Stefáns Jóns hvatt hann til þess að taka kosningunni ekki. Hann mun hins vegar vilja standa við sitt og launa illt með góðu, eins og einn þeirra orðaði það... m Arni Geir Pétursson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Latabæjar í tæpt ár, hefur sagt upp störf- um hjá fyrirtækinu og gekk beint út af skrifstofunni. Ekkert er gefið upp um ástæðurnar, en kunn- ugir segja að upp hafi komið óleysanlegur ágreiningur milli hans og Magnúsar Schevings, íþróttaálfs. Hafi Árna þótt Magn- ús full ráðríkur um hin smæstu mál og því ákveð- ið að láta ofan í pokann sinn...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.