blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 bla6iö Ljósmynd Edward Steichens, Tjörn-tunglskin, seldist fyrir metfé í New York á þriöjudag. Ljósmynd selst fyrir metfé Sjaldgæf ljósmynd eftir bandaríska ljósmyndarann Edward Steichen seld- ist fyrir metfé á uppboði í New York á þriðjudag. Ljósmyndin, sem ber tit- ilinn Tjörn-tunglskin og var tekin í New York árið 1904, seldist fyrir 2,9 milljónir Bandaríkjadala (rúmlega 185 milljónir ísl. kr.) og hefur aldrei fengist jafnháttverð fyrirljósmynd á uppboði. Á myndinni, sem er 41x48 sm að stærð, sést tjörn í skóglendi og brýst birta gegnum trjágreinarnar og endurspeglast í vatninu. Aðeins eru tvær aðrar prentanir til af myndinni og eru þær báðar í eigu safna. Ekki hefur verið gefið upp hver keypti myndina. Edward Steichen var einn af helstu frumkvöðlum ljósmyndunar- innar og var einn af fyrstu Banda- ríkjamönnunum sem gerðu til- raunir með litljósmyndun snemma á síðustu öld. Fyrra met var sett í nóvember á síðasta ári þegar mynd eftir Ri- chard Prince seldist fyrir 1.248.000 Bandaríkjadali (79.892.000 ísl. kr.) á uppboði. Danskt sætabrauð fær nýtt nafn Mbl.is | Bakarar í Teheran hafa nefnt svokölluð „dönsk sætabrauð“ upp á nýtt í kjölfar deilna vegna skopmyndanna af spámanninum Múhameð. Sætabrauðin, sem eru ekki ólík íslenskum vínar- brauðum, kallast nú „Rósir frá spá- manninum Múhameð". „Það má enginn gera grín að okkar dáða og virta spámanni," sagði Hassan Nassezadeh, bakari í miðborg Teheran, í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna út af málinu. Vínarbrauðin eru bökuð á staðnum og því ekki beinlínis hluti af herferð frana að sniðganga danskan varning. Þessi nafnabreyting þykir minna á það er veitingahús í Bandaríkjunum hættu að selja franskar kartöflur og nefndu þær „frelsiskartöflur" eftir að stjórnvöld í Frakklandi neituðu að styðja Bandaríkjamenn í innrás- inni í frak árið 2003. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til lokunar Guantanamo Reuters f nýrri skýrslu Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóöanna eru bandarísk stjórnvöld hvött til þess að draga fanga f Guantanamo-búðunum fyrir rétt eða láta þá lausa. Louise Arbour, framkvæmdastjóri mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, telur fátt annað koma til greina en að fangabúðum Banda- ríkjamanna í Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað. Hún lét þessi orð falla í London í gær þegar hún kynnti nýja skýrslu sem byggð er á rannsókn Sameinuðu þjóðanna á fangabúðunum. Arbour sagðist efast um að banda- ríska dómskerfið gæti bætt þann skaða sem þegar hefði orðið þar sem margir fangar hefðu verið lengi i búðunum. fskýrslunni eru yfirvöld í Bandaríkjunum hvött til að þess að draga fanga fyrir rétt eða láta þá lausa og loka búðunum. Skýrslu- höfundar hvetja jafnframt til þess að bandarískir embættismenn sem kunna að hafa átt þátt í pyntingum verði sóttir til saka. Arbour sagði að hún féllist ekki á allar tillögur skýrsluhöfunda en hún teldi fátt annað koma til greina en að loka búðunum í Guantanamo-flóa. Gagnrýnir fangaflutn- inga og leynifangelsi Arbour var ennfremur ómyrk í máli um meint leynifangelsi bandarísku leyniþjónustunnar og fangaflutn- inga sem hún sagði að brytu í bága við lög. Ennfremur gagnrýndi hún harðlega Breta og aðrar þjóðir sem hafa reynt að komast að samkomu- lagi sem gerði þeim kleift að flytja róttæka múslimaklerka og aðra öfga- menn til landa þar sem lítil virðing er borin fyrir mannréttindum. Ar- bour sagðist efast mjög um að slíkt samkomulag gæti tryggt að fangar yrðu ekki pyntaðir. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Louise Arbour ræðst gegn laga- legum undirstöðum stríðsins gegn hryðjuverkum. Ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur svarað fyrri gagnrýni hennar af fullum hálsi og saka hana um að treysta á frásagnir fjölmiðla og veita ekki athygli þeim alvarlegu mannréttindabrotum sem eiga sér stað í heiminum. Préval lýstur sigurvegari René Préval var í gær lýstur réttkjör- inn forseti Haíti en hann hafði áður sagt að sigur í forsetakosningunum 7. febrúar hefði verið hafður af sér með stórfelldu kosningasvindli. Max Marthurin, yfirmaður kjör- stjórnar, tilkynnti úrslitin í gær eftir að breytingar höfðu verið gerðar á fyrirkomulagi talningar á kjörseðlum. „René Préval er með 51,15% at- kvæða þegar búið er að telja atkvæði frá 96% kjörstaða og er því lýstur sigurvegari," sagði Mathurin. Hann lét þessi orð falla eftir að embættis- menn féllust á að telja ekki með rúm- lega 80.000 auða kjörseðla. Stjórnvöld á Haití og kosninga- René Préval var I gær lýstur réttkjörinn forseti Haítí. starfsmenn ræddu breytingarnar á neyðarfundi örfáum klukku- stundum áður en ákvörðunin var tilkynnt. Mikil mótmæli hafa farið fram undanfarna daga á Haítí eftir að brunnir kjörseðlar fundust á sorp- haugum í grennd höfuðborgarinnar Port-au-Prince. Préval hafði varað við auknum mótmælum ef úrslit sem kynnt voru eftir talningu um 90% atkvæða hefðu verið látin standa. Sam- kvæmt þeim var hann með tæpan helming atkvæða og því hefði þurft að efna til annarrar umferðar í forsetakosningunum. TÍSKA& SNYRTING Mánudaginn 20. febrúar blaöið Auglýsendur, upplýsingar veita: i(ú bladid.net Reuters Drög lögð að framtíð Afganistans Afganskur hermaður gengur á skriðdrekabyssu á sameiginlegri heræfingu þýskra og afganskra hersveita f útjaðri Kabúl í gær. Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fimmtudag frumdrög að áætlun sem miðar að því að efla samstarf milli stjórnvalda i Afganistan og alþjóðasamfélagsins. Samkvæmt henni munu Sameinuðu þjóðirnar reyna að tryggja lýðræði og öryggi f landinu, auk þess að efla hagkerfið og hafa hemil á eiturlyfjasölu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.