blaðið - 22.02.2006, Side 18

blaðið - 22.02.2006, Side 18
22 I ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaðiö ALLIR AFANGASTAÐIR I EVROPU FLUG 19.900 + Bókaðu á www.icelandair.is KR. Ferðntimabil 20. apríl-30. júní (síðasta heimkoma). ÍCELANDAIR www.icelandair.is Bjarni Guðjóns samdi við ÍA íþróttabandalag Akraness gekk í gær frá samningi við Bjarna Guð- jónsson, knattspyrnumann. Samn- ingur Bjarna og ÍA er til fjögurra ára en Bjarni verður 27 ára síðar í þessum mánuði. Bjarni hefur allt frá árinu 1996 verið í atvinnumennsku í knatt- spyrnu en hann fór fyrst til enska úr- valsdeildarliðsins Newcastle United. Þaðan lá leiðin til Genk í Belgíu og frá 2000 til 2003 lék hann með Stoke City. Frá árinu 2003 hefur hann leikið með þremur liðum, Bochum í Þýskalandi og ensku liðunum Co- ventry og núna síðast Plymouth sem leikur í 1. deildinni. Bjarni fékk sig lausan frá Plymouth í byrjun febrú- armánaðar og síðan þá hafa verið miklar vangaveltur um með hvaða liði hann léki næst. Fljótlega komst svo sá orðrómur á kreik að Bjarni væri á leiðinni heim til Islands á ný. Tvö erlend lið voru einnig inni í myndinni, Metro Stars í Banda- ríkjunum og belgíska liðið Lokeren. Bjarni valdi þó ísland og þá aðallega vegna náms en hann hyggur á nám í viðskiptafræði næsta haust. í kjölfarið voru mörg íslensk lið nefnd til sögunnar: KR, FH, Valur, Fylkir og ÍA og hann valdi heima- hagana á ný en Bjarni lék síðast með ÍA 1996. Það ár tryggði félagið sér Islandsmeistaratitilinn á eftirminni- legan hátt eftir hreinan úrslitaleik við KR þar sem Bjarni skoraði tvö mörk og var svo valinn efnilegasti leikmaður Islandsmótsins. Það ár varð Bjarni næstmarkahæstur á ís- landsmótinu með 13 mörk. Það er ljóst að fengur í A er mikill og það má búast við því að ÍA geri harða atlögu að íslandsmeistaratitl- inum í sumar. Þórður, bróðir Bjarna, er einnig kominn heim úr atvinnu- mennsku og leikur með ÍA á kom- andi leiktíð og þá hefur Arnar Gunn- laugsson skipt yfir í IA frá KR. (slandsmeistarar Víkings í 5. flokki sigurreifir í búningsklefanum ásamt Þrándi Sigurðsyni þjálfara liðsins VISSIR ÞÚ? að hjá grensasvideo.is er gert við alla geisladiska. PlayStation • DVD • CD X-BOX Rispurnar eru fjarlægðar og diskurinn verður sem nýr. Verð aðeins 650.- Grensásvideó.is Grensásvegi 24 Sími 568-6635 Opið alla daga 15:00 til 23:30 íslandsmótið í innanhúss fótbolta Um helgina fóru fram úrslitin á ís- landsmótinu í fótbolta innanhúss. Keppt var í sex húsum, Laugardals- höll, íþróttahúsinu í Austurbergi, á Akranesi, að Varmá í Mosfellsbæ, í Fylkishöllinni og í Kaplakrika. Mikil barátta var að vanda og í 5. flokki drengja var mikill slagur á milli Gróttu og Víkings um titilinn. I riðlakeppninni vann Grótta 3-0 og svo mættust liðin aftur og þá í úrslitaleiknum. Þar höfðu Víkingar betur og unnu 3-1 og urðu þar með íslandsmeistarari í 5. flokki drengja. Halldór B. Jónsson varaformaður KSl afhendir fyrirliða Víkings Róbert Rúnari Jack bikarinn. ihiUOtl Fulninga ogfranskir hurðaflekarúreik kirsuberi og hlyn Skápahurðir staðlaðarog millistærðir margar viðartegundir Spónasalan ehf Smiðjuvegi 40 gul gata s 567 5550 www islandia.is/sponn íslandsmeistarar í fótbolta innan- húss um helgina urðu eftirfarandi: 2. flokkur karla-Fram 2. flokkur kvenna-KR 3. flokkur karla-Selfoss 3. flokkur kvenna-GRV(sameinað lið Grindavíkur, Reynis Sandgerði og Víðis úr Garði). 4. flokkur karla-í A 4. flokkur kvenna-FH 5. flokkur karla-Víkingur 5. flokkur kvenna-Valur. Auglýsingadoild 510-3744 blaóió Chelsea - Barcelona mætast í kvöld Það verður svo sannarlega hart bar- ist á Stamford Bridge í kvöld þegar flautað verður til leiks í fyrri leik Chelsea og Barcelona í 16-liða úr- slitum meistaradeildar Evrópu. Þegar þessi lið mættust á síðustu leiktíð meistaradeildarinnar hafði Chelsea betur. Okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen var einn aðal- maðurinn í 4-2 sigri Chelsea í seinni leik liðanna og skoraði eitt mark í leiknum. Chelsea verður án Michael Essien i báðum leikjunum gegn Barca en Essien tekur út tveggja leikja keppn- isbann. Þá er óvíst með þátttöku Claude Makelele og William Gallas sem glíma við lítils háttar meiðsli en þó er reiknað með að þeir verði með. Eiður Smári er í leikmanna- hópi Chelsea og fastlega má reikna með að hann verði í byrjunarliðinu. Frank Rijkaard, þjálfari Barcel- ona, mætir með alla sína sterkustu menn til Lundúna. Ronaldinho lék með liðinu að nýju um síðustu helgi í deildarkeppninni og átti frábæran leik í stórsigri Barcelona á Real Betis. I leik liðanna á Stamford Bridge á síðustu leiktið skoraði Ronaldinho eitt glæsilegasta mark sem fótbolta- unnendur hafa séð. Spurningin er hvort hið léttleik- andi lið Barcelona nær sér á strik í leiknum í kvöld á nánast ónýtum grasvelli Chelsea. Bæði lið hafa yfirburðarforystu í deildarkeppnum sinna landa og unnu bæði sigra um síðustu helgi. Claude Makelele á langflesta leiki að baki í meistaradeildinni eða 72. Til samanburðar hefur Eiður Smári leikið 23 leiki í meistaradeildinni. Þrír leikmenn í liði Chelsea eiga á hættu að verða í leikbanni í seinni leiknum ef þeir fá gula spjaldið hjá Terje Hauge, dómara leiksins i kvöld. Þetta eru Arjen Robben, John Terry og Frank Lampard. Tveir liðsmanna Barcelona fara í leikbann verði þeir áminntir í kvöld, Rafael Marguez og Mark van Bommel. Aðrir leikir í meistaradeildinni í kvöld eru Ajax og Inter sem leika á Amsterdam-Arena vellinum í Hollandi. Werder Bremen tekur á móti Ítalíumeisturum Juventus og í Glasgow mætast Rangers og Vill- arreal. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:45. ÍþRÓTTA8AND\LAÍi akraness Frá undirskrift samnings KB banka og fþróttabandalags Akraness í gær ÍA og KB banki semja I gær endurnýjuðu íþróttabanda- lag Akraness og KB banki samn- ing sinn sem gerir KB banka áfram að aðalstyrktaraðila rekstrarfélags meistaraflokks og 2. flokks félags- ins. Með samningnum verður KB banki aðalstyrktaraðili félagsins til ársins 2010. Samstarf lA og bankans má rekja allt aftur til ársins 1991 og Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka, sagðist mjög ánægður með samninginn og það myndi ekki líða á löngu þar til Skagamenn kæmu með stóran bikar í hús. Skagamenn ætla sér stóra hluti í fótboltanum í sumar og hafa fengið leikmenn eins og Þórð Guð- jónsson og Arnar Gunnlaugsson til liðs við sig.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.