blaðið


blaðið - 22.02.2006, Qupperneq 26

blaðið - 22.02.2006, Qupperneq 26
30IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaðið AF VÍGATÓLUM OG VIMÁTTU- HEIMSÓKM ísland er vopnlaust land. Eða því hef- ur verið otað að Smáborgaranum svo lengi sem hann man eftir sér. Þessari fullyrðingu hefur líka verið kastað fram í nánast hverjum einasta ferða- mannabæklingi sem Smáborgarinn hefur fest hendur á svona til að undir- strika hversu friðelskandi og Ijúf þessi annars ágæta þjóð er. Af þessari fullyrðingu gefinni vek- ur það alltaf undrun hjá Smáborgar- anum að það líðist að leggja stórum sem smáum herskipum við bryggjuna í miðbæ Reykjavíkur. Vissulega hlýtur það að vekja undrun ferðamanna að yfir höfuðborg þessa yfirlýsta vopn- lausa lands gnæfa fallbyssukjaftar og önnur vígatól. Hér á Smáborgarinn að sjálfsögðu við þessar endalausu vináttuheimsóknir erlendra herskipa. Væri ekki sniðugra að finna þeim ann- an stað til að leggja að bryggju en einmitt í miðborginni sjálfri? h.e. ef þessar blessuðu stórþjóðir finna sig knúnar til að heimsækja okkur með þessum hætti. Það er í sjálfu sér annar handleggur að senda vopnum búið vígatól í þeim erindagjörðum að fara í vináttuheim- sókn. Smáborgaranum finnst það svipa til þess að hann skellti sér í heimsókn til vina sinna vopnaður hafnarboltakylfu og hnúajárni. Smá- borgarinn er nokkuð viss um að vinum hans þætti það ekkert sérstak- lega vinalegt. En það kann svo sem að vera á missirilningi byggt. Ein frægasta „vináttuheimsóknin" sem Smáborgarinn man eftir í fljótu bragði var þegar þýska orrustuskipið Schleswig-Holstein sigldi inn í höfn- ina í Danzig í septemberbyrjun 1939 til sækja Pólverja heim. Seinna sama dag komst þessi vináttuheimsókn á spjöld sögunnar þegar þetta sama orrustuskip hóf skothríð á borgina og hleypti formlega af stað seinni heims- styrjöldinni. Nú er Smáborgarinn ekki að halda því fram að svipuð örlög gætu beðið okkar. Allavega á hann erfitt með að ímynda sér að danska varðskipið Vædderen hæfi skyndilega skothríð á Reykjavík. Staðreyndin er engu að síð- ur sú að vinátta og vopn eiga sjaldan samleið og íslenskir ráðamenn ættu að mati Smáborgarans að afþakka vin- áttuheimsóknir af þessu tagi. HVAÐ FINNST ÞÉR? Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður. Ættu karlar á þingi ekki að taka þátt í Typpatali? „Þessari hugmynd hefur ekki skotið upp hér á þinginu, en mér finnst hún góð. Ef einhverjum dytti það í hug væri það hið besta mál.“ Alþingiskonur munu taka þátt í sérstakri sýningu á leikritinu Píkusögur í Borgarleikhúsinu þann 1. mars næstkomandi. Jagger heimsœkir soninn Ellilífeyrisrokkarinn Mick Jagger tók sér dagsleyfi frá tónleikaferða- lagi Rolling Stones um Suður-Ameríku og kom syni sínum á óvart með heimsókn í skólann hans í Sao Paulo í Brasilíu. Peyjann á hann með brasilísku fyrirsætunni Luciönu Gimenez en frægt var þegar eiginkona Jagger til næstum 25 ára, Jerry Hall, skildi við hann eftir að hann hélt framhjá henni með Gimenez. Heimsóknin gekk ekki þrautalaust fyrir sig en svæðið í kringum skólann var troðfullt af aðdáendum og ljósmyndurum. Peyjanum var stungið snögglega inn í bíl, ásamt móður sinni, og varð Jagger að bruna á eftir þeim til að sleppa við mannmergðina. Svona er frægðin. 4» Hjónabandið úrelt Furðufuglinum Boy George finnst fáránlegt að samkynhneigðir berjist fyrir því að fá að gifta sig þar sem honum finnst hjónaband úrelt fyrirbæri sem ekki á sér stað í nútíma eða samkynhneigðri menningu. George var steinhissa á ákvörðun Elton John og elskhuga hans, David Furnish, þegar þeir létu gefa sig saman borgaralega í desember á síðasta ári, daginn sem það var leyft. „Hjónabönd samkynhneigðra, hvað er það?“ gólaði Boy George hissa í samtali við bresk götublöð. „Mér hefur ekki verið boðið í þannig athöfn og ég held að ég myndi ekki fara hvort sem er. Mér finnst hrikalegt að samkynhneigðir þurfi að herma eftir því sem augljóslega virkar ekki fyrir gagnkynhneigða lengur. Ég hlakka til skilnaða samkynhneigðra.“ Lucy hlœr að sögusögnum Leikkonan Lucy Liu, sem sló í gegn í þáttunum Ally McBeal og hasargrinmynd unum Charlies Angels, hlær að sögusögnunum um að hún og hjartaknúsarinn George Clooney hafi átt í ástarsambandi. Lucy notar elstu tuggu í bókinni og segir þau aðeins vini. „Ef að ég og George værum saman myndum við aldrei sýna það opinberlega,“ sagði hún ennþá hlæj- andi. „Ég myndi kela við einhvern annan á almannafæri, en ekki George.“ ;ingar 510 3744 eftir Jim Unger Þú borðar of mikið af gulrótum. © Jlm Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001 HEYRST HEFUR... Björgvin G. Sigurðs- son, þingmað- ur Samfylk- ingarinnar í Suðurkjördæmi, hefur óskað eft- ir utandagskrárumræðu um heimildir lögreglu til þess að nota tálbeitur. Innan lögreglu og dómsmálaráðuneytis hafa menn rætt um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir eins og tálbeitur af auknum þrótti undanfarna mánuði þannig að eflaust mun Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, taka Björg- vini betur en síðast þegar þeir deildu um löggæslumál, meðal annars í ritdeilu hér í Blaðinu... ins vegar lHs p y r j a sumir hvort löggæslumenn Jeigi að stuðla að lögbrotum með tálbeitum og telja að þar á verði einhverj- ar hömlur að vera. 1 ljósi nýlegs reykingafrumvarps Jóns Krist- jánssonar, heilbrigðisráðherra, ættu menn t.d. að hafa varann á sér ef Haraldur Johannes- sen, ríkislögreglustjóri, skyldi vinda sér að manni á barnum á næstunni og gefa eld... thygli hefur vakið að Páll Magnússon, út- varpsstjóri, hefur setthinforlátuhús- gögn fyrirrennara sinna á sölu, enda áttaði hann sig ekki á því til hvers hann þyrfti rókokó-húsgögn sem forseti Frakklands væri full- sæmdur af. Antík-salar borgar- innar hafa rætt það að þetta séu engan veginn einu munirnir af þessu tagi, sem finna megi í fór- um hins opinbera. Vonast þeir til þess að framtak Páls geti orð- ið til þess að möppudýr verði send niður í kjallara hinna og þessara ríkisstofnana til þess að finna fleiri gersemar... Pau stórtíðindi bárust út í gær að verkalýðsforysta fólks í þægilegri innivinnu hefði náð niðurstöðu um nýtt heiti félagsins, eftir langvinna verðlaunasamkeppni um nýtt nafn, sem lýsa átti eðli félagsins betur en hið myrkrum hjúpaða dulnefni Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. VR mun því héð- an í frá bera hið nýstárlega heiti VR. Samkvæmt félaginu stend- ur skammstöfunin nú fyrir „virðingu og réttlæti“. Eða var það fyrir „vitleysu og rugl“? N Pýjasta I s k 0 ð - anakönnun Félagsvís- indastofnun- ar hefur skotið bæði Sjálfstæðismönnum og Sam- fylkingarmönnum í Reykjavík skelk í bringu. Könnunin bend- ir nefnilega til þess að alls ekki sé ólíklegt að „turnarnir tveir“ verði hnífjafnir í borgarstjórn með sjö manns hvor. Oddamað- urinn verði hins vegar Svandís Svavarsdóttir, vonarstjarna vinstri grænna. Óttast stóru flokkarnir að í þeirri stöðu geti hún samið um nánast hvað sem er við hvorn flokkanna sem væri og aukin heldur haldið samstarfsflokknum í gíslingu allt kjörtímabilið. Rauðliðarnir eru hins vegar þegar farnir að ræða um að kannski sé betra að vera með einn borgarfulltrúa en tvo ef þetta er afleiðingin...

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.