blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaAÍÖ Svifryk yfir mörkum Slökkviliðsmenn kjósa um verkfall » i KAFFI, * REYKJAVIK föstudaginn 3. mars kl. 23:30 og from eftir nóltu DJ EVA MARÍA - DJ RÓSA DJSKJÖLDUR Lítil verðbólga á íslandi Verðbólga á íslandi mældist 1,3% í janúarmánuði samkvæmt sam- ræmdri vísitölu neysluverðs í EES- ríkjum. í janúar mældist vísitalan 118,5 stig og lækkaði um 0,4% ffá desember. Á sama tíma var vísitalan fyrir Island 131,2 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Rétt er að taka fram að húsnæðisverð er ekki með í útreikningum á þessari vísitölu. Á síðastliðnum tólf mánuðum var mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu í Lettlandi þar sem hún mældist 7,6%. Minnst var verðbólgan í Póllandi, 0,9%. Fleiri stj órnend- ur MÍ hætta Aðstoðarskólameistari og áfanga- stjóri Menntaskólans á Isafirði hafa báðir sagt upp störfúm við skólann og miðast uppsagnir þeirra við lok skólaárs í sumar. Þetta kom ff am i fféttum Útvarpsins í gærkvöld. Um síðustu helgi tilkynnti Ólína Þor- varðardóttir, skólameistari, að hún ætlaði að hætta störfúm f sumar. mmm Kötturinn sleginn út tunnunni í Kópavogi Sviffyk mældist hátt yfir heilsu- verndarmörkum í Reykjavík í gær, annan daginn í röð. I tilkynningu ffá Umhverfissviði Reykjavíkur- borgar kemur fram að þegar götur eru þurrar, logn ríki og kuldi ijúki svifryk hærra upp en áður og mælist í meira magni. Þannig aðstæður voru einmitt á höfúðborgarsvæðinu f gær og er slíku veðri spáð áff am á suð-vestur homi landsins. „Hyggilegt er, fyrir þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri, að halda sig fjarri fjölfórnum umferðargötum. Svif- ryk er finasta gerð rykagna sem eiga greiða leið i öndunarfærin. Ef vind- hraðinn eykst aftur þá eru góðar líkur á að ástandið lagist," segir ennfremur í tilkynningu Umhverfissviðs í gær.. Innanlandsflug getur riðlast og sjúkraflutningar milli spítala legið niðri komi til verkfalls slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Atkvæða- greiðsla um verkfallsboðun hófst á þriðjudag og lýkur á morgun. I gær funduðu ríkissáttasemjari og full- trúar Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og hefur nýr fundur verið boðaður í dag. Verði verkfall samþykkt munu slökkviliðs- og sjúkraflutninga- menn leggja niður vinnu 20. og 21. mars næstkomandi og siðan ótímabundið viku seinna náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. Að sögn Sverris Björns Björns- sonar, varaformanns LSS, er litið á verkfall sem neyðarúrræði í stöð- unni. „Við munum þá bara sinna neyðarþjónustu. Þetta gæti þýtt að flugumferð innanlands riðlist sem og allir flutningar með fólk á milli spítala vegna rannsókna." I gær fjölmenntu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fyrir utan hús Sambands íslenskra sveitar- félaga til að mótmæla seinagangi í viðræðum um kjör þeirra við launanefnd sveitarfélaganna.„Okkar krafa er að við fáum þau byrjunar- laun sem launanefndin er að borga öðrum iðnmenntuðum mönnum og að launin hækki í samræmi við þá ábyrgð sem við berum.“ z 111 laður óskast! haú«flWt>cs8að lif sitt i haeöu! Laun kr. á mánuði Starfsmaöur óskast! Ljúiaðtofna »ð éUg aðkoma »5 síyium. rwúð *lag ■ Starfsmaður óskast! Laun ■ ij6t*öt<>mí»ð*ty»urn-n*uö*1*3 1D4.883kr. á mánuði MNi Laun ■ l04.8a3liriJ2^ kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur Slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn mótmæltu í gær fyrir utan hús Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þorleifur Óskars- son tók þessa mynd við það tækifæri. S Ekkert óeðlilegt að fá lögspeking . Baugs í málstofu HI Sðkiaðili Akureyri Slmi 461 2288 STRAUMFLÁS FuruveHir 3 - 600 Akureyri GayBall HINSEGIN BÍÓDAGAR Kristín Ingólfsdóttir, rektor, frœðimenn til þess að tjá sig í málsvörn fyrir dómstólum. Kristin Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Islands, segir ekkert eðlilegra en að lagadeild skólans fái erlenda fræði- menn, sem staddir eru hér á landi, til þess að reifa lagaleg álitaefni á fundum deildarinnar. Lagadeild Háskóla Islands efndi til málstofu á mánudag, þar sem danski lögfræðingurinn Tyge Trier fjallaði um lagaheimildir fyrir end- urákæru samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Trier samdi lögfræðiálit um þetta álitaefni fyrir Baug Group og kom hingað til lands til þess að taka þátt í vörn sakborninga í Baugsmálinu. I fundarboði kom hins vegar ekkert fram um tengsl Trier við Baug og enginn var fenginn til þess að halda uppi andstæðum sjónarmiðum. telur eðlilegt að fá erlenda Háskólanum þó þeir tengist Hinn frummælandi málstofunnar var hins vegar Eiríkur Tómasson, prófessor, en hann er náinn vinur og fyrrverandi stofufélagi Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs. Rektor sagði að tilefni lagadeildar- innar til málstofunnar hefði ein- faldlega verið sú að Trier hefði verið staddur á landinu. Álit hans væri fróðlegt, enda virtist sem gloppa væri í íslenskri löggjöf um endur- ákærur. Háskólinn hefði því notað tækifærið eins og oft hefði verið gert áður. Kristín sagði að þó ekki hefði verið kynnt í fundarboði að Trier væri verktaki á vegum málsverjenda Baugsmanna, hefði það verið tekið fram í upphafi málstofunnar, svo það hefði ekki átt að fara framhjá neinum fundargesta að Trier fylgdi sakborningum að málum. Krakkarnir á leikskólanum Smárahvammi i Kópavogi stilltu sér prúö upp í röö og biöu þess aö fá aö reyna sig viö aö slá köttinn úr tunn- unni í tilefni öskudagsins sem haldinn var hátíðlegur vítt og breytt um landið i gær. H ÚSGAGNA Bæjarlind 14-16, Kópavogi LINDIN 10.000 MÖGULEIKAR - fyrirfólkmeð sjálfstæðan smekk Þú velur sófa Þú velur stól Þú velur áklæði Þú velur lit Þú hannar Bara gaman Xavira Sessalong + 3 púðar Cube sófasett 2.5+1+1+4 púðar Áklæði frá kr 48.000 Áklæði frá kr 104.000 Leður frá kr 77.000 Leður frá kr 172.000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.