blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 38
38IFÓLK FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaöiö má MAMMON OG ÖSKUDAGURINN Nú er Smáborgaranum nóg boðiö. Öskudagurinn er ekki lengur það sem hann var hér einu sinni þegar lítil, glöð börn á Akureyri klæddu sig í búninga, sungu og slógu kött- inn úr tunnunni og börnin fyrir sunnan hengdu poka aftan á mann ogannanog létu þarviðsitja. Já, öldin er önnur í dag. Mamm- on hefur komið ríðandi inn í ösku- daginn á sínum feita hesti, líkt og hann hefur komið ríðandi inn í alla aðra daga sem eitt sinn voru Ijómað- ir saklausri gleði vegna Ijósa og lita. Akfeit börn veltast um borgina og jarma, eins hratt og þau geta, ein- hver misvel sungin lög til þess að geta fengið NAMMI og helst nóg af því. Svona vaða þau búð úr búð þartil gulu og bleiku Bónuspokarn- ir þeirra eru orðnir nokkur kíló að þyngd, því þetta gengur jú fyrst og fremst út á það - að fá nógu ass- goti mikið! Smáborgaranum líkar þetta ekki. Smáborgaranum verður hugsað til hryllingsmyndarinnar Children of the Corn, þar sem heilalaus og líf- vana börn óðu uppi öllum til ama og óþæginda. í dag eru þetta sykur- vímuð börn sem hálfslefandi dratt- ast á milli verslana í hreinræktaðri græðgi og láta sig litlu skipta hvort þau syngja vel eða illa. Þau hugsa ekki einu sinni um að vera í fínum búningum. Nei, nú láta þau jóla- sveinahúfu, sólgleraugu og ámálað yfirvaraskegg duga. Og þessi börn raða í sig sælgæti einmitt nú þegar Orkuátakið mikla er nýafstaðið. Þetta er líkt og þeg- ar áfengissjúkur sjómaður kemur í land eftir tveggja mánaða túr. Hann er á sama leigubílnum í viku og lætur ekki renna af sér allan tím- ann. Smáborgarinn leggur til að við sem fullorðin erum látum ekki bjóða okkur þetta. Launum ekki börnunum fyrir lélegan söng. Nei! Gerum kröfur. Góðir búningar og fagur söngur. Já, þá máttu fá nammi. En ef þú nennir ekki að hafa fyrir því, þá skaltu ekki búast viðumbun. HVAÐ FINNST ÞÉR? Elías Þorvarðarson, bœjarstjóri í Leikbæ. Hvaða grímubúningar voru vin- sælastir í ár? „Silvía Nótt kom sterk inn hjá stelpunum í ár en bleiku prinsessubúning- arnir eru alltaf vinsælir hjá þeim líka. Hjá strákunum voru það hins vegar Ninja-búningar sem voru vinsælastir og hafa þeir tekið svolítið við af ofur- hetjunum. Batman og Spiderman eru samt alltaf vinsælir og eru það enn í dag, sérstaklega hjá yngri strákunum." I gær, öskudag, var ekki þverfótað í borginni fyrir krökkum í grímubúningum. McCartney ver málleysingja Bítillinn og aðalsmaðurinn Sir Paul McCartney er á leiðinni til Kanada í vikunni ásamt konu sinni Heather Mills McCartney til að biðja borgarfulltrúa í Ottawa að hætta við árlega selaveiði. Hjónakornin ætla að fylgjast með selkópunum áður en veiðin hefst. Þau hafa bæði verið miklir talsmenn réttinda dýra og ætla að halda út á ísilagðan St. Lawrence-fló- ann til að tala máli málleysingjanna. Samkvæmt framkvæmdastjóra dýraverndunar- samtaka Kanada, Rebeccu Aldworth, mun heimsókn parsins til kópanna varpa ljósi á grimmilega og tilgangslausa slátrun selanna. Nákvæm tímasetning selaveiðanna hefur enn ekki verið staðfest þar sem veturinn er óvenju mildur. Talið er að þetta verði um miðjan mars. Clooney vœri dópisti Hjartaknúsarinn og stjarna kvikmyndarinnar Syriana sem er frumsýnd um helgina, George Clooney, væri dópisti hefði hann orðið frægur fyrr en hann varð. Clooney var rúmlega þrítugur þegar hann fékk hlutverk í spítalasjónvarpsþáttunum Bráða- vaktin sem síðar fleyttu honum upp á stjörnuhimininn sem ein skærasta stjarna Hollywood. Á þrítugsaldrinum var ferillinn Clooney erfiður þar sem hann fór á milli áheyrnarprófa án árangurs. Hann segist ánægður með að hafa ráðið við frægðina þegar frægðarsól hans byrjaði að rísa. „Hefði ég orðið frægur sem átján ára unglingur væri ég farinn að sprauta mig með krakki í hálsinn nú til dags.“ Hatcher vill tignarlegt œvikvöld Aðþrengda eiginkonan Teri Hatcher vill að konur sleppi því að fara í fegrunarað- gerðir til að berjast gegn áhrifum ellinnar. Hún segist því sjá eftir því að hafa farið í botox og kollagen-sprautur til að yngja sig upp. Leikkonan fagra, sem eitt sinn var heitmey sjálfs Ofurmennisins, segist ekki lengur fylgjandi fegrunaraðgerðum og vill fara fyrir hópi frægs fólks sem snýr baki við ónáttúrulegum aðgerðum. „Eg hef ekki farið í andlitsaðgerð í meira en ár og ætla mér það ekki. Það þarf að vera í lagi að vera hrukkóttur," sagði Hatc- | her í viðtali við Glamour tímaritið. Glæsileg hjá GM Leikkonan Mishca Barton var stórgiæsileg á árlegri tiskusýningu General Motors sem haldin er á GM-Ten bílasýningunni. Þar komu fram margar af helstu stjörnum Holly- wood, s.s. Lindsay Lohan, Eva Longoria og fleiri. Grammyverðlaunahafinn John Legend var meðal þeirra sem sáu til þess að gestunum leiddist ekki. 5-14__________________ © Jim Unger/disl. by United Medla, 2001 Þú átt að nudda því í hársvörð- inn, ekki drekka það! HEYRST HEFUR... Hugmyndir bítilsekkjunn- ar Yoko Ono um að reisa friðarsúlu hér á landi hlutu verðskuldaða at- hygli í fjölmiðl- um um helgina. Súlan á víst að vera á bilinu 12 til 30 metrar að hæð, eftir því hvaða fjölmiðill sagði frá, og innan í henni „verða settar ósk- ir um frið, sem hengdar voru á óskatré á listsýningum Yoko Ono víða um heim“... hvað nú sem það þýðir. Fyrirætlanir þessar voru kynntar með viðhöfn á Kjarvalsstöðum að viðstödd- um íslenskum aðli. Þar á meðal var borgarfulltrúinn og listunn- andinn Stefán Jón Hafstein Stefán hefur verið duglegur við að koma frægum sem minna frægum listamönnum á fram- færi við kúltúrsnauðan almúg- ann í borginni. Þegar hugmynd Yoko Ono var opinberuð mun Stefán hafa verið fljót- ur að sjá að það sem öllu skipti fyrir heims- friðinn skipti að súlan risi hvergi annars staðar en í landi Reykjavíkurborgar. Víkur nú sögunni til guð- fræðinémans og Eyjapeyj- ans Ólafs Jóhanns Borgþórs- sonar, sem eyddi helginni i að rúnta með bítilekkjuna um höf- uðborgina. Á bloggsíðu sinni í gær skrifar hann um reynslu sína. „ Tilgangur ferðarhennar hingað til iands var að velja stað fyrir friðarsúlu sem hún ætlarað gefa Reykjavík - auðvitað sagði ég henni að staðsetja hana í Vestmanna- eyjum. iftir að ég hafði lýst Vestmanna- eyjum, mannlífinu, náttúrunni og sögunni ákvað hún að hlusta ámín ráð —enþegará reyndi og kom að þvíað tilkynna staðsetninguna á blaðamanna- fundinum á laugardaginn, þá mundi hún ekki hvað eyjan heitir og spurði þvl Stefán Ján Hafstein um nafn eyjunnar -hann var ekki lengi að gripa tækifærið og hugsa um sína byggð og sagði ákveðið: VIBEY." Sú spurning hefur vaknað vegna þessara skrifa Ólafs hvort Stefán Jón hafi stolið friðarsúlunni af Vestmanna- eyingum og hvort framundan séu átök milli forráðamanna þessara tveggja sveitarfélaga um hnossið. Mikið hef- ur verið um það fjall- að hvernig aðkomumað- urinn Eyþór Arnalds hafi komið, séð og sigrað meðal sjálfstæðismanna í Árborg, en þessi fyrrverandi forstjóri Íslandssíma mun sem kunnugt er leiða lista þeirra í sveitarstjórnarkosningum þar eystra í vor. En pólitíkin á Suð- urlandi er víðar fjörleg, því nú hafa sjálfstæðismenn í Rangár- þingi eystra ákveðið lista sinn fyrir kosningarnar. Og hver er þar í 4. sæti annar en óskar Magnússon, arftaki Eyþórs í forstjórastóli Íslandssíma? Óskar reisti sér fyrir nokkrum árum hús á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð og ef hann er hálft jafnöflugur kosningasmali og Magnús heitinn Óskarsson, borgarlögmaður og faðir hans, var er stórsigur innan seiling- ar...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.