blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 32
32 I MENNING FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaðið Fjörlegur marsmán- uður hjá Sinfóníu- hljómsveitinni Heilmikið verður um dýrðir hjá Sinfóniunni nú í marsmánuði en alls verða fimm tón- leikar á dagskrá hljómsveitarinnar. 4. mars - Fjölskyldutónleikar Fyrstu tónleikar mánaðarins verða nú á laugardaginn og eru þeir liður í Tónsprotanum svokall- aða, tónleikaröð fjölskyldunnar. Þá kemur fram kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Hljómsveitarstjóri verður hinn góðkunni Bernharður Wilk- inson. Á efnisskrá er fjöldi verka eftir þekkta höfunda. 9. mars - Afmælistónleikar Jóns Nordal Þann 9. mars er komið að afmælis- tónleikum Jóns Nordal en tónskáldið fagnar 80 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á efnisskrá tónleikanna verður að finna rjómann af kons- ertum Jóns og mun fjöldi einleik- ara heiðra hann við þetta tækifæri. Fram koma þau Guðný Guðmunds- dóttir, Einar Jóhannesson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Ásdís Valdimars- dóttir og Erling Blöndal Bengtsson. 16. mars - Tvö frönsk meistara- verk og sinfónía eftir Copland Þann 16. mars verður hljómsveitar- stjórinn geðþekki David Charles Abell við stjórnvölinn. Abell hefur einna helst getið sér gott orð sem stjórnandi bandarískra verka, ekki síst verka læriföður síns, Leonard Bernstein. í þetta sinn sýnir hann hins vegar á sér aðra hlið og stjórnar tveimur frönskum meistaraverkum ásamt 3. sinfóníu Coplands. Píanist- inn Stepehn Hough mun leika píanó- konsertnr.4eftirCamilleSaint-Saéns. 23. mars - Þriggja rétta Sjostakovitsj Rumon Gamba heldur áfram á ferðalagi sínu um tónheim Dím- ítrí Sjostakovitsj og þann 23. mars verður dagskráin eingöngu helguð hans verkum. Þriggja rétta Sjostako- vitsj, tvær sinfóníur og einn píanó- konsert leikinn af Peter Jablonski. 30. mars - Skandinavísk samvinna Á síðustu tónleikum mánaðarins er svo komið að sænska básúnuleik- aranum Christian Lindberg. Hann verður í hlutverki hljómsveitarstjór- ans en með honum í för verður norski trompetleikarinn Ole Ed- vard Antonsen sem fullyrt er að sé einn sá albesti á sinu sviði. Á efn- isskránni eru verk eftir Jan Sands- töm, Christian Lindberg og Önnu S. Þorvaldsdóttur. Guðný Guðmundsdóttir kemur fram á afmælistónleikum ións Nordal. Rœtur rúntsins Rætur rúntsins er heiti á sýningu með ljósmyndum hollenska ljósmyndarans Rob Hornstra sem opnuð verður í Myndasal Þjóðminjasafns íslands næsta sunnudag, 5. mars. Myndirnar á sýningunni eru afrakstur af ferðum Robs um ísland á síðast- liðnu ári. Rob Hornstra var einn sex þátttak- enda í evrópsku ljósmyndaverkefni á vegum International Photography Research Network við háskólann í Sunderland í Englandi, en Þjóð- minjasafn íslands var samstarfsað- ili að verkefninu árið 2005. Meginþema verkefnisins var at- vinna og þess vegna ákvað Rob að einbeita sér að starfsfólki í fiskiðn- aði og ferðast um þorp landsins. Rúnturinn vakti sérstakan áhuga hans vegna þess að hann sýndi hvað ungt fólk í litlum þorpum gerir til að drepa tímann. Á sýningunni eru um 50 myndir sem veita nýja og óvanalega sýn á ísland samtímans. s Metsölulistinn - erlendar bækur Metsölulistinn - allar bækur ^ With No One As Witness Elizabeth George 2 The Historian Elizabeth Kostova j Honeymoon James Patterson & Howard Roughan 4 Velocity Dean Koontz j TheZahir Paulo Coelho 6 Eldest Christopher Paolini Origin in Death ‘ J.D. Robb 8 InCold Blood Truman Capote j The Chairman Stephen Frey 10 TheCell Stephen King ^ fslandsatlas Hans H.Hansen 2 Sumarljós, og svo kemur nóttin Jón Kalman Stefánsson 3 fslenskur stjörnuatlas SnævarrGuðmundsso 4 Myndinaf pabba-sagaThelmu Gerður Kristný 5 lostinkeland Sigurgeir Sigurjónsson 6 Þríðja táknið YrsaSigurðardóttir ? 109 japanskar Sudoku - nr. 2 Gideon Greenspan 8 Saganaf bláa hnettinum Andri Snær Magnason / Áslaug Jónsdóttir 8 Við enda hringsins Tom Egeland 10 Fyrsta orðabókin mín Richard Scarry Listinn er gerður út frá sölu dagana 22.02.06 - 28.02.06 í Listinn er gerður út frá sölu dagana 22.02.06 - 28.02.06 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum Karitas án titils hlýtur glimrandi dóma í Danmörku Skáldsagan Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur hlaut á dögunum glimrandi dóma í Politiken þar sem hinn virti gagn- rýnandi Mette Winge segir bókina vera „fullkomlega skórkostlega skáldsögu". Bókin var sem kunnugt er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og kemur út í Sví- þjóð 8. mars næstkomandi. Bókin er einnig væntanleg í Hollandi og Þýskalandi á árinu og nýlega var gengið frá samningum við stærsta forlag Danmerkur, Gyldendal, um útgáfu á verkinu. I dómi Politiken segir að skáldsagan sé skrifuð af aðdáunarverðu innsæi í hugarheim og líf kvenna og því hvaða áhrif listþörfin getur haft. Mette Winge segir ennfremur: „Karitas án tit- ils er í alla staði stórkostleg skáldsaga, margbrotin og átakanleg en í sama mund skemmtilega kímin og rúmar í senn stórbrotnar persónu- og náttúru- lýsingar. Maður getur ekki annað en glaðst yfir Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs þegar maður les bók á borð við Karitas án titils.“ „Stórkostleg skáldsaga," segir gagnrýnandi Politiken um Karitas án titils eftir Kristínu Marju. 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 5 9 4 2 8 6 7 3 1 8 7 3 4 1 9 5 2 6 2 1 6 3 7 5 4 8 9 6 2 8 7 5 4 1 9 3 7 3 9 1 6 2 8 5 4 1 4 5 8 9 3 2 6 7 3 5 7 9 2 1 6 4 8 9 8 2 6 4 7 3 1 5 4 6 1 5 3 8 9 7 2 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt 1 reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 9 6 7 8 6 4 3 8 2 9 6 4 1 7 9 4 7 5 2 3 6 5 1 2 5 6 2 9 8

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.