blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 25
blaðiö FIMMTUDÁÓ’uá' fJMfiíTáööé VIÐTAL I 25 Það kemur mér á óvart að ég skuli hafa fengið viðurkenningar. Eg skil eiginlega ekkert i því að verk mín séu verðlaunuð. Dagur Sigurðarson benti einhvern tíma á að Islend- ingar hefðu skekkta heimssýn þar sem þeir nota orðið „vinna“ yfir jafn ólíka hluti og að vinna orrustu, vinna vinnuna sína og vinna í happ- drætti. Þegar maður vinnur verð- laun þá er maður kannski á einhvern hátt að vinna vinnuna sína og hefur jafnvel unnið í happdrætti í leiðinni. Þegar allt kemur til alls gengur þetta kannski upp.“ Heldurðu að þeir listamenn sem þú hefur unnið með og hafa náð sem mestum árangri eigi eitthvað sameiginlegt? „Megineinkenni þessa fólks er að það er sjálfu sér trútt, heldur stað- fastlega sínu striki og gerir hlutina af einlægni. Sumt fólk nær að fanga tíðarandann vegna þess að það býr yfir gáfu sem kemur annars staðar frá. Það fékk hæfileika að gjöf. Ég get ekki orðað þetta öðruvísi. Ég er plat- ónisti. Ég trúi því að einhvers staðar uppi í hæstu hæðum sé nokkuð sem er rétt og gott. Ég trúi því að til sé hin fullkomna mynd sem lista- mönnum takist einstaka sinnum að draga fram og túlka.“ Er vinnusemi og ögun þáttur í ár- angri þessara listamanna? „Eg trúi á innblástur en það sem er sameiginlegt flestu því fólki sem ég þekki og hefur náð langt er að það bíður ekki eftir innblástri. Það setur sér markmið og fylgir þeim eftir. Menn verða jú að kaupa sér lottómiða til að geta unnið í lottó- inu. Hins vegar hef ég enga trú á því sem Edison sagði að snilligáfa væri 5 prósent innblástur og 95 pró- sent sviti. Innblásturinn er miklu stærri hluti og meirihlutinn í þess- ari samsetningu." Þú hefur unnið með mörgum afburða listamönnum. Nefndu mér einn sem þér finnst afburðalistamaður. „Megas er einn sá merkilegasti. Hann er mikilvægur fyrir þessa þjóð. Ég myndi setja Egil Skallagrímsson, Snorra Sturluson, Hallgrím Péturs- son og Megas í sama flokk. Megas endurnýjaði tungumálið. Það eru menn eins og hann sem bjarga íslenskunni." Ástin, gleðin og húmorinn Þú ert alsherjargoði í Ásatrúar- söfnuðinum. Margir líta á það sem brandara þegar fólk segist vera ásatrúar. „Mér er fullkomin alvara. Ég upp- götvaði ásatrúna um tólf ára aldur en þá var Einar Pálsson að flytja fyrirlestra sína um rætur íslenskrar menningar. Ég áttaði mig á því að við áttum þennan stórkostlega arf. Allt í einu varð almættið ljóslifandi fyrir mér. Ég gat séð alla alheims- kraftana gegnum goðin og söguna. Þetta var mín lífssýn. Ég var kom- inn heim. Ásatrúin, þessi gamla víkingatrú, er opin fyrir framförum. Hún festir sig ekki í kennisetningum eins og þeim hvort krabbadýr séu óæt við ákveðnar aðstæður. Það eru engar langar og erfiðar kennisetningar kringum hana og því er minna um kreddufestu og hjakk. Ég fylgist til dæmis með því með ákveðnum húmor hvernig kristnir menn hafa nánast þurft að umtúlka Ljóða- ljóðin til að finna í þeim „réttan" boðskap. Ljóðaljóðin eru sennilega lýbönsk brúðarljóð en erótíkinni í þeim þarf að breyta í samband Jesús Krists við hina himnesku Jerúsalem og kirkjuna. Þá er ansi langt seilst til að útskýra eitthvað sem fjallar um eðlilegar langanir og líðan. Ég hef kynnst búddistum. Búdd- ismi og ásatrú eru skyld trúarbrögð. Húmor og gleði einkenna búddista. Smitandi lífskraftur. Það er sannar- lega þess virði að vera í félagsskap með fólki sem gefur slíkt af sér. Þar er ekki verið að sameina fólk með heift og hatri eins og mér finnst oft gerast hjá sértrúarsöfnuðum. Slíkt sjáum við einmitt í kringum okkur núna, þar sem við höfum einn Aya- tollah í Washington sem vill keyra áfram á heiftinni. Ástin, gleðin og húmorinn höfða miklu betur til mín.“ Trúinágaldur Hvar stendurðu ípólitík? „Ég lít á mig sem framfarasinn- aðan mann. Ég fagna tækni og útrás en hræðist um leið þá skringilegu ræðgi sem einkennir nútímann. g hef líka áhyggjur af eyðingunni á náttúru landsins. Ég hef talið mig virkjanasinna og orka þessa lands er gjöf til okkar en hana verður að nýta hóflega og af skynsemi Við lifum eins og við séum fyrsta og eina kynslóðin sem eigi bústað á þesum hnetti. Vandamál okkar er að við eigum erfitt með að setja okkur í stærra samhengi. Við berum ábyrgð gagnvart kynslóðunum sem komu á undan okkur og ekki síst gagnvart þeim sem á eftir okkur korna." Finnst þér við vera of jarðbundin? „Já, það er verið að selja manni þá hugmynd að lífshamingja felist í ríkidæmi og auðlegð. En þetta er allt miklu einfaldara en það - og miklu skemmtilegra ef út í það er farið.“ Um hvað snýst lifið? „Samneyti við gott fólk og að njóta þess að lifa í stórkostlegum heimi þar sem skemmtilegir hlutir geta gerst ef maður trúir nógu sterkt á þá. Mary Poppins er kannski besta birt- ingarmynd þess að maður eigi frekar að fljúga flugdrekanum sínum en að leggja ofuráherslu á bankann sinn, og að ef maður hlær nógu mikið þá geti maður hafist á loft og svifið um og að maður eigi að muna að vera góður við gömlu konuna sem selur fuglafræ fyrir utan stóru kirkjuna. Þetta er boðskapur sem ég skil og tek til mín.“ Hefurðu fengist viðgaldur „Ákveðinn hluti af heimsmynd minni er trú á galdur. Ég stund- aði galdur í æsku en nú held ég að galdur sé fremur falinn í viðhorfi en seremóníu. Galdur er ákveðin upp- reisn gegn þeim grámóskulega hvers- dagsleika sem verið er að þröngva upp á okkur. Menn segja að við Islendingar eigum að vera raunsæir varðandi stöðu okkar og að forseti okkar eigi ekki að bulla um mikilvægi þjóðarinnar. Við erum 300.000 og í árhundruði áttum við svo að segja ekkert nema sögur. Vegna þessara sagna öðluðumst við þjóðarvitund og nægan kjark til að gera hluti sem við áttum ekki að geta gert. Islend- ingar hafa alla tíð forsmáð tölfræði. Það er magísk lífssýn sem gerir þeim kleift að vinna svo margfalt fleiri og mikilvægari sigra en þeir ættu að geta samkvæmt tölfræðinni. Þetta er sá galdur sem ég trúi á.“ kolbrun@bladid. net Með okkur getur þú látið drauma lífs þins rætast og upplifað ævintýri engu lík! Við bjóðum upp á heimsreisur og sérferðir í hæsta gæðaflokki. Með sérsamningum við helstu lúxushótel, flugfélög og skipafélög heims tryggjum við hámarks gæði og sanngjarnt verð. Jrii ÖTmíB SAFARÍísuður afríku MÁRITÍUS Byit JB 19. aprll-3. maí rftoulrusÆtmÍ' f ^^ÍS|||ÍÍctÍmK-^”Tu Frábær ferðatlmi I Suður Afrlku örfá sæti laus I páskaferðina til að upplifa villt dýr og töfra Afríku I þaegilegu hitastigi. jlvf a ' 10. - 20. aprfl Sérvaldir safarí staðir I hæsta gæðaflokki; 3 nætur I Ngala I JTv-. r Vfljf , Flug til Máritíus um London. flugvallatransfer, gisting I 1» •jf™* “ Kruger þjóðgarðinum og 3 nætur í Phinda í Zululandi sem er 9 1 U ' I 9 nætur á hinu stórkostlega Feng Shui hótell Legends. ' frægt fyrir fjölbreytt vistkerfi og unaðslegt umhverfi. 2 nætur >%íj|r~TlTkfcf r Hálft fæði 09 lslensk fararstiórn- Sérsamningar við * I hinu stórfenglega Swazilandi á 5 stjörnu hóteli og 5 nætur t glæsihótelin Voil D'Or og Taj Exotica i 200 fermetra ■■ 1 ,okin á zimbali Lod9e- glæsilegu 5 stjörnu hóteli við Indlands- ' ■ villu með prfvat sundlaug. (íslensk fararstjórn) hafið. Fmmlenging I Höfðaborg um 4 nætur. (Islensk fararstjórn) m Ver^ 175-900 ^r- & mann- Uppfærsla á 5 stjörnu .. ^ ^ ■----------rnj * “'el jTMólj900 kr-á mann með hál,u ,æðL PFRU - PASKAFYJA - TAHITI SAMA VERÐ OG KANARIEYJAFERÐ! jDáÆsjí* BARBADOS ;N£W yORK s.22. október : Perla Karabíahafsins I - ' I fylgd Egils Ólafssonar og Robby Delgado ' 10-2' ar»rf( ' natturulifsfræðmgs if* n ’x *" \/ j . • .. „ . . Sjáðu háborg Inkanna Macchu Picchu oq andaðu að þér | 1 Flug frá New York beint til Barbados, . fr . .. .. , . . K ■ ■árffciti" sogunm (Santiago í Chile. Upplifðu hina duluðugu Páskaeyju flugvallatransfer, Gisting í 10 nætur með '' x au ru 1 uL a _ir • ,T . /í , . r w v á sjálfan Páskadag og njóttu lífsins á paradísareyjunum í Tahiti. fullu fæði. (Islensk fararstjórn) *&%*&*!■ , •,/», v, , . . . ... J ifefe^ Moguleiki á dvol 1 New York a heimleiö. Verð aðeins frá: 169. 900 kr. á mann. _ _ ■MrfaEfqÉfc - xMdr. MADEIRA jÚPPsÉLT; °GMðfb),PAG°S ni' I't .mviÐBÓTARSÆT' t 29. oktober - 21. november __ Blomeyjatl eillfa _______________ (fyrra komust færri að en vildu. ,----------------------------- T i 1 Páskaferðin 13. apríl - 23. apríl Ferðast er um Andesfjöllin, siglt i ^PPScLI Flug um London til Funchal i Madeira. Gisting I 10 nætur á fljótabáti I Amasón og dvalið á 1 á 4 stjörnu hóteli Quinta Do Sol með morgunverði. hinum undursamlegu Galapagos- _____ Flutningur til og frá flugvelli rf. ■. eyjum (6 daga. (Islensk fararstjórn). Verð aðeins 112. 900 kr. á mann. Aukagjald f. Einbýli: 32.000 kr. PRIMA EMBLA Sími 511 4080

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.