blaðið - 02.03.2006, Side 27

blaðið - 02.03.2006, Side 27
Ingibjörg Jónsdóttir:,, Ég er sveitakerling og maður vill vera í svona basli og hafa eitthvað að gera." Ekkert frekar karlastarf! Ingibjörg Jónsdóttir er ein affáum konum sem vinnur sem smiður en hún segir vinnuna skemmtilega enda sé hún fjölbreytileg. Konur hafa verið duglegar við að sækja í þau störf sem áður voru talin vera „karlastörf". Samt sem áður virðist sóknin í smiðsstarfið ekki vera eins mikil og ætla mætti. Ingibjörg Jónsdóttir, húsasmiður, lét það ekki stöðva sig og hóf nám í húsasmíði við 17 ára aldur. Hún sér svo sannarlega ekki eftir því enda segir hún starfið vera skemmtilegt þótt launin mættu vera betri. „Ég fór í smiðinn því ég hafði svo mikinn áhuga á húsasmiði. Ég er sveitakerling og maður vill vera í svona basli og hafa eitthvað að gera. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt starf, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þetta er mjög fjölbreytt. Launin mættu hins vegar alveg vera hærri. Ég hef fengið mjög mis- jöfn viðbrögð við því að ég er kona og vinn sem smiður. Þetta er vitan- lega ríkjandi karlastarf en ég þekki alveg nokkra smiði sem eru konur. Oftsinnis eiga þær þá feður sem Íeru smiðir og þannig kynntust þær starfinu. Það er þó enginn smiður í minni fjölskyldu.“ Ingibjörg segir að það vakti enga undrun hjá fjöl- skyldunni þegar hún ákvað að læra smiðinn en þó segir hún að elsta bróður sínum hafi fundist þetta heldur skrýtið. Má ekki vera of gott veður Ingibjörg tók skólann á mörgum árum enda hefur hún auk þess verið að reka heimili. Hún hefur því að- eins unnið sem smiður í 5-6 ár. „ Ég hef unnið í fiski og mér finnst kald- ara að vinna þar en að vinna úti sem smiður. Maður klæðir bara af sér kuldann. En það er best að vinna I slabbveðri," segir Ingibjörg og hlær. „Því þá er öllum kalt. Það er rosalega gott að vinna í góðu veðri en það má heldur ekki vera of gott veður. Það er fínt þegar það er rakt úti en ekki rigning,“ segir Ingibjörg og bætir við að brjálað er að gera þessa dag- ana. „Það er nánast eins og allir séu að byggja eða gera við hús.“ Þarf líka að fara í ræktina Ingibjörg talar um að það sé mjög þægilegt að vera svona laghentur en hún hafi þó ekki mikið nýtt þetta heima við. „Ég vinn allan daginn og eyði tímanum með fjölskyldunni þess á milli. Það sem er skemmtilegast við smiðsstarfið er eiginlega að fá að gera allt. Ef eitthvað er leiðinlegt þá er það að taka til, en það finnst öllum það leiðinlegt hvort sem er,“ segir Ingibjörg og hlær hjart- anlega. „Ég myndi ekkert segja að smiðurinn væri karlastarf frekar en kvennastarf. Ég hvet konur til að fara í þetta starf eins og hvað annað. Þetta er vitanlega likamleg vinna en ég hef unnið með strákum sem eru aumari en ég. En ég þarf alveg að fara í ræktina líka, þetta er ekki nóg enda vantar mig brennsluna." svanhvit@bladid.net BOKAMARKAÐURINN Perlunni og Akureyri 23. feb. - 5. mars OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18 1 SfcANÐ 'i ísland í hers höndum ISr.99Ö,- 4.990,- vicni nonri^iMr'A'K ÁRNI ÞÓRARINSSON Tími nornarinnar 4<6807 1.990,- Garð blówna B Ó K I N Garðblómabókin ^9907-1.990,- Fiskisagan flýgur -&9807- 2.990,- AÐEINS 4 DAGAR EFTIR! Þriðja bónin -3r43U7 990,- Hratt og bttandi Eitt stykki hólmur 7^4907”1.140,- J&rfOO;- 2.500,- v lii\ I tÍAKkl i; • 5 . Ii Dalalíf l-V í öskju Kattabókin 5*9907- 2.499,- J&99U? 1.990,- Abarat 5*680;-1.590,- Eragon 1.590,- Truman Capote Morgunverður á Tiffany's ^980,- 495,- Hvaða bók Bókamarkaður L-1 ÍT« Auglýstar bækur fást á meöan birgöir endast, framboö titla kann aö vera minna á Akureyri. 1

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.