blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 16
16 I VIÐSKIPTf FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaðið blaiðið/lngó Sífellt færri skila framtali á pappír Skattaframtalið berstfljótlega inn um lúgur landans en almenn skil á skattskýrslu eru 21. mars þó margir sœki eflaust umfrest. Leiðinlegasti tími ársins, í augum margra, nálgast óðfluga. Árleg áminning þess kemur inn um póst- lúgur landsmanna í byrjun næstu viku en það er blessaða skattafram- talið. Samkvæmt Jóni H. Steingríms- syni, forstöðumanni þjónustusviðs Ríkisskattstjóra, eru það um 10% landsmanna sem gera framtalið á pappír en þeim fer fækkandi með hverju árinu. Almenn skil á skattskýrslu eru 21. mars en hægt er að sækja um frest sem dreifist á dagana 27.-31. mars. Fagmenn sem taka að sér skatt- skýrslugerð fyrir einstaklinga og fjölskyldur fá ennfremur frest fram í maí. Þar sem sífellt fleiri gera fram- talið á Netinu sagði Jón að ekki allir fái sendar leiðbeiningar heim. „Það eru aðgengilegar leiðbeiningar á Vefnum og allir ættu að geta bjargað sér þar, sem eru á annað borð að telja fram á Vefnum. Auk þess verður hægt að sækja sér leiðbein- ingar á bensínstöðvum, hjá sýslu- mönnum og á bæjarskrifstofum. Einnig erum við með ráðgjafa sem gefa leiðbeiningar í gegnum síma allan marsmánuð. Fyrstu tvær vik- urnar eru ráðgjafarnir einungis við á almennum vinnutíma en síðari tvær verða þeir við á kvöldin og um helgar.“ Síminn hjá ráðgjöfum Ríkis- skattstjóra er 511-2250. Upplýsingarfærðar Jón segir að það sé einmitt í þessum töluðu orðum verið að prenta framtölin og þau ættu því að vera komin í póst í vikulok. „Við gerum ráð fyrir að dreifing byrji á miðvikudag eða fimmtudag. Þetta ætti því í síðasta lagi að vera borið i hús á mánudag," segir Jón og bætir við að það sé talið að það sé tíma- spursmál þar til Ríkisskattstjórinn geti alveg séð um skattaframtalið. ,Það gerist um leið og við fáum upp- lýsingar frá bönkunum en núna er talað um að bankaleynd gildi yfir þessar upplýsingar. Við værum með nánast allt ef við kæmumst í upplýs- ingarnar frá bönkunum, reyndar eru sumir með einhverja frádrætti sem gera þarf grein fyrir sérstak- lega. En það væri sennilega rúmlega helmingur sem gæti bara skrifað undir framtalið sitt.“ Fyrir þá sem vilja gera framtalsgerðina enn auð- veldari má benda á að í sumum vef- bönkum verður boðið upp á að færa upplýsingar með einni aðgerð úr vef- banka og inn á sundurliðunarblað viðkomandi á www.rsk.is. Þar með sparast innsláttur og hægt er að minnka villuhættu. Hægt er að leita upplýsinga í viðkomandi vefbanka um þá þjónustu sem er í boði.“ svanhvit@bladid. net Þeim fer fjölgandi sem fjárfesta í verðbréfum Landsbankinn gefur ráðleggingar um fjárfestingar áfjármálanámskeiðum. Blaðið/Frikki Tómas N. Möller forstöðumaður verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans „Fjármálanámskeiðin hafa verið mjög vel sótt og nú hafa um 700 manns sótt þessi námskeið“, segir Tómas N. Möller forstöðumaður verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Lands- bankans. „Fjármálanámskeiðin hafa farið fram á fimmtudags- kvöldum og verið opin fyrir alla við- skiptavini bankans. Nýlega vorum við með röð námskeiða um verð- bréfaviðskipti þar sem farið er yfir stöðuna í efnahagsmálum og hvar fjárfestingartækifærin liggi.“ Tómas segir það borga sig að borga niður skuldir með háa vexti og fjárfesta jafnt og þétt. „Það er best að leggja til hliðar reglulega og byggja þannig upp eignasafn. Stór hluti viðskiptavina Landsbankans er með eignir á innlánsreikningum en þeim fer fjölgandi sem fjárfesta í verðbréfum. Það er aldrei án áhættu að fjárfesta í verðbréfum en við getum ráðlagt fólki um hvaða fjárfestingarkosti henti hverjum og einum." Tómas segir þátttakendur nám- skeiðsins velta fyrir sér verðbólgu og gengi íslensku krónunnar ásamt tækifærum á hlutabréfamarkaðnum. „Greiningardeild Landsbankans gefur út verðbólguspá sem sérfræð- ingar bankans styðjast við í ráðgjöf sinni sem og verðbólguspá Lands- bankans. Væntingar um verðbólgu og gengi íslensku krónunnar sem og horfur á hlutabréfamarkaði eru hluti af þeim forsendum sem litið er til þegar fólk tekur ákvörðum um fjárfestingar." Fleiri vilja spara Tómas segir ásókn í sparnað hafa aukist og að þeim fjölgi sem leggi reglulega til hliðar ákveðna upphæð. „Á námskeiðið koma sérfræðingar frá greiningardeild sem fara yfir stöðu efnahagsmála og sérfræðingar frá eignastýringasviði sem fara yfir fjárfestingartækifæri og hvar þau liggi. Þá er farið yfir skuldabréfa- sjóði án þess að minnast á einstök félög og farið yfir kosti skuldabréfa út hlutabréfasjóði." Tómas segir að þegar komi að því að fjárfesta í skuldabréfasjóðum séu þarfir hvers og eins hafðar að leiðar- ljósi. „Hægt er að kaupa skuldabréf með stuttan binditíma sem gefa fyr- irsjáanlega ávöxtun og fylgja náið stýrivöxtum Seðlabankans. „Það er ekki til neitt rétt svar um hvar sé best að fjárfesta en Landsbankinn bíður upp á nokkra flokka skulda- bréfasjóða sem hægt er að fjárfesta í. Lágmarksfjárfesting í skuldabréfa- sjóði er 5000 krónur." Skuldabréfasjóður er ein tegund verðbréfasjóða en með því að fjár- festaí verðbréfasjóði fá einstaklingar aðgang að sérfræðiþekkingu sjóðs- stjóra sem hjálpar einstaklingum að fjárfesta í samræmi við þarfir sínar. Hlutdeildarskipti í verðbréfa- sjóði eru innleysanleg hvenær sem er þannig að peningurinn er alltaf laus. Með því því að fjárfesta i verðbréfa- sjóði er hver og einn að fjárfesta með stórum hópi fólks og þannig getur verðbréfasjóður nýtt sér betur þau tækifæri sem verðbréfamarkaður- inn býður upp á og náð þannig betri áhættudreyfingu en hver og einn.“ hugrun@bladid. net Peningar eru dýrmœtt irœ Hvernig kemur þú fram við peninga? Hvað finnst þér um peninga? Ef þú metur eitthvað að verðgildi þá kemurðu fram við það af virðingu, ekki rétt? En virð- irðu peningana þína? Eða ferðu með þá kæruleysislega og eyðir þeim við hvert tækifæri. Viðhorf þitt gagnvart peningum ákvarðar hvað þú gerir við þá. Peningar eiga að þjóna þér, að- stoða þig við að mæta þínum þörfum og þörfum annarra. Ef þú ferð óvarlega með peninga þá munu þeir ekki gera það fyrir þig sem þeir eiga að gera. Þú getur raunverulega hrakið peninga frá þér með því að nota þá á rangan hátt. Peningar eru dýrmætt fræ sem getur veitt þér mikla uppskeru ef þú sáir þeim rétt. Peningar eru orka og ef þú vilt draga meiri pening að þér þá verðurðu að vera meðvitaður/uð um peninga. Fræðstu um peninga og hvernig þeir virka best og síðan skaltu nýta það sem þú lærðir. Sparaðu Lykillinn af fjárhagslegu sjálf- stæði er að spara hluta af tekjum þínum og fjárfesta því sem þú hefur sparað. Með því vinna peningarnir í þína þágu og ávaxtast á meðan þú sinnir öðrum áhugamálum. Með því að spara og fjárfesta sýnirðu að þú metur gildi peninga. Þess í stað munu peningarnir „verðlauna“ þig með því að vaxa og verða nægilegt til að mæta þörfum þínum. Óþarfa eyðsla Veistu ekki hvar skal finna pen- inga til að spara? Af hverju ekki að hætta að taka skyndiákvarðanir og kaupa það fyrsta sem þú sérð? Þér dettur kannski ekki neitt í hug sem þú kaupir í skyndi en hugsaðu þig betur um. Hvað um tímaritin, sígar- etturnar, nammið, gosið og hádegis- matinn? Þarftu virkilega að eignast þennan tiltekna geisladisk? Án þess að þú neitir þér um almenn lífsgæði þá virkar oft betur að safna sér fyrir hlutum og kaupa þá síðan, frekar en að kaupa þá út á yfirdrátt eða kred- itkort. Reiknaðu með þessum smá- hlutum þegar þú færð útborgað og passaðu upp á að þú eigir fyrir þeim. Með því að finna leiðir til að minnka óþarfa eyðslu og auka sparnað er auðveldlega hægt að eiga peninga til að ávaxta. svanhvit@bladid.net Lykillinn af fjárhagslegu sjálfstæði er að spara hluta af tekjum þínum og Qárfesta því sem þú hefur sparað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.