blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaAÍÖ Söguleg heimsókn Bush til Indands Voruwvað takasupp nýjar vörur frú VuvUXy fuír ocp Luumxu Opnunartími Mán-fös 11-18 Lau 11-14 Frábær verð og gæði Persónuleg þjónusta LtkMJTuC www.ynja.is Hamraborg 7 Kópavogi Sfmi 544 4088 Útsölustaðir: EsarHúsavík- Dalakjör Búðardal Heimsókn Bush til Indlands mótmælt. Þrátt fyrir að vinsældir George Bush og Bandaríkjanna séu óvíða meiri en á Indlandi mótmæltu þúsundir manna komu hans og bandarískri utanrfkisstefnu f stærstu borgum landsins f gær. gang að tækniþekkingu og útbúnað til þess að nýta kjarnorku til raforku- framleiðslu. Með þessu færast ríkin tvö, sem hafa lengst borið lítinn kær- leika til hvors annars, nær þvi að mynda bandalag sem kemur til með að hafa mikil áhrif á þróun mála á alþjóðavettvangi. Hagsmunir draga ríkin saman Á þessu samkomulagi eru margir fletir sem koma báðum þjóðum vel. Indverjar hafa verið einangraðir í kjarnorkumálum á alþjóðavettvangi allt frá árinu 1998 þegar ljóst varð að þeir ráða yfir kjarnavopnum en kjarnorkuáætlun þeirra gengur í berhögg við alþjóðasáttmála. Ind- verska þingið hefur ekki samþykkt samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna og landið er ekki aðili að Alþjóðakjarnorkumálastofnun- inni. Talið er að samkomulagið muni binda enda á einangrun Ind- verja á sviði kjarnorkumála og að stuðningur Bandaríkjanna muni tryggja viðgang kjarnorkuáætlunar þeirra. Það er ekki síst hið síðar- nefnda sem skiptir Indverja máli. Hinn mikli hagvöxtur sem hefur verið á Indlandi frá og með tíunda áratug síðustu aldar eru takmörk sett vegna viðvarandi orkuskorts. Raforkuframleiðsla með kjarnorku myndi leysa þetta vandamál og treysta vaxtarhorfur til framtíðar. Auk þess telja stjórnmálaskýrendur að nánari tengsl milli stjórnvalda í Nýju-Delí og Washington muni styrkja stöðu Indverja sem rísandi veldis á alþjóðavettvangi og auka líkurnar á því að þeir fái fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, nái breytingar á skipulagi þess fram að ganga. Ástæðurnar fyrir að bandarísk stjórnvöld leggja mikla áherslu á náin tengsl við Indverja eru fjöl- þættar. Helsta ógnunin við yfirburða- stöðu Bandaríkjanna í framtíðinni kemur frá nágranna Indlands, Kína. Ólíkt Kína er Indland lýðræðisríki, vdo.is VDO Verkstæðið ehf. - Borgartúni 36 - s:58 staðsett í miðjum heimshluta þar sem einræði er regla frekar en und- antekning og þar af leiðandi augljós bandamaður þegar kemur að því að koma I veg fyrir að hagsmunir Kínverja verði of ráðandi í milli- ríkjastjórnmálum Asíu. Að sama skapi eru góð samskipti við Ind- land Bandaríkjamönnum mikilvæg vegna hins mikla fjölda múslima sem búa þar. Auk þess er hagvöxtur í Indlandi gríðarlegur og telja sumir hagfræðingar að landið verði orðið að þriðja stærsta hagkerfi heimsins eftir þrjá til fjóra áratugi. Þessi hag- vöxtur er í dag að miklu leyti knú- inn áfram með olíu frá Miðaustur- löndum. Aukin raforkuframleiðsla með kjarnorku á Indlandi mun gera að verkum að stjórnvöld í Nýju-Delí muni eiga auðveldara að taka af- stöðu með Bandaríkjunum gagnvart ríkjum eins og fran á alþjóðavett- vangi og á sama tíma tryggja áfram- haldandi hagvöxt í hagkerfi sem er mikilvægur fyrir bandarískar útflutningsvörur. Hagsmunir tryggðir á kostnað hvers? Þrátt fyrir að mikið hafi verið gert með hversu náin tengsl á milli Banda- ríkjanna og Indlands koma báðum ríkjunum til góða heyrast gagnrýnis- raddir víða og ekki síst á meðal þing- manna í Washington. Bent hefur verið á að stjórnvöld í Washington séu að verðlauna ríki sem hefur komið sér upp kjarnorkuvopnum í trássi við alþjóðalög og minnt er á að Bandaríkjamenn hafi verið í fylkingabrjósti þegar krafan um við- skiptaþvinganir komu fram eftir að ljóst var að Indverjar hefðu komið sér upp kjarnorkuvopnum. Sam- starf við Indverja í kjarnorkumálum grafi því undan því alþjóðlega eft- irliti sem Bandaríkjamenn voru i forsvari fyrir að koma á laggirnar á sinum tima auk þess sem það geti orkað sem hvati fyrir önnur ríki til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. George Bush, forseti Bandaríkj- anna, hóf í gær þriggja daga opinbera heimsókn til Indlands. Heimsóknin mun marka tíma- mót í samskiptum ríkjanna og jafnvel valda straumhvörfum í milliríkjastjórnmálum Asíu. Bush hefur ferðalagið í skugga þeirra tíðinda að kannanir sýna að ánægja bandarískra kjósenda með störf hans hefur aldrei verið minni eða um 34%. Aðeins einn forseti á öðru kjörtímabili hefur mælst með minna fylgi en það var Richard M. Nixon skömmu áður en hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins. Fastlega er reiknað með því að Bush og Manmohan Singh, forsætis- ráðherra Indlands, muni í dag undir- rita samkomulag um samstarf ríkj- anna á sviði kjarnorkumála og leggja þarmeðgrunninn að nánu samstarfi þeirra á alþjóðavettvangi. Verði ekki skrifað undir samkomulagið I dag er talið spurning um tíma hvenær það verður innsiglað. Grunnurinn að þessu samkomulagi var lagður í júlí á síðasta ári en það felur í sér að Ind- verjar aðskilji notkun á kjarnorku í borgara- og hernaðarlegum tilgangi gegn því að Bandaríkin veiti þeim að-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.