blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 30
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaðið 30 I ÍÞRÓTT Gerrad bað um að Neville yrði hlíft Fyrir vináttulandsleik Englend- inga og Úrugvæa í gær biðlaði Steven Gerrard til áhorfenda um að sýna - samherja sínum hjá landsliðinu, Gary Neville, vægð. Leikurinn fór fram á heimavelli Liverpool, Anfield Road, en á þeim velli varð Neville vís að ósæmilegri hegðun þegar Manc- hester United og Liverpool mættust á dögunum. United sigraði með marki á lokamínútunum og fagnaði Neville ákaft fyrir framan stuðn- ingsmenn Liverpool og espaði þá upp. Enska knattspyrnusambandið sektaði Neville um 5.000 pund fyrir vikið. Þegar United mætti aftur á Anfi- eld á dögunum til að leika gegn Liverpool í bikarnum fékk Neville vægast sagt óblíðar móttökur og var viðstöðulaust baulað á hann. Gerr- ard sagði að ensku stuðningsmenn- irnir ættu að sýna honum virðingu þar sem hann væri að leika fyrir þjóð þeirra. „Ég er viss um að þeir munu standa við bakið á honum og sýna honum stuðning," sagði Gerrard. Fyrirliði Englands, David Beck- ham, gerði hins vegar grín að öllu saman. „Gary hefur ekki þorað út úr hótelherberginu sínu síðan við komum til Liverpool,“ sagði hann, en bætti við að hann hefði fulla trú á því að Neville fengi góðar mót- tökur. „Síðast þegar ég spilaði fyrir England á Anfield var það gegn Finn- landi í 2-1 sigri og ég fékk frábærar móttökur frá áhorfendunum. Þeir sungu nafnið mitt í Kop-stúkunni sem var alveg ótrúlegt. Nokkrum dögum síðar mætti ég hins vegar til að spila með Manchester United gegn Liverpool og þeir hökkuðu mig í sig,“ sagði Beckham hlæjandi. Stórstjörnurnar Steven Gerrard og David Beckham skemmtu sér vel viö aö halda á lofti á æfingu enska landsliðsins í gær. Sampras aftur á tennisvöllinn Kromkamp svararvan Basten Varnarmaður Liverpool, Jan Krom- kamp, tjáði sig í gær um ummæli landsliðsþjálfara Hollendinga, Marco van Basten. Van Basten sagði við fjölmiðla að Kromkamp hefði tekið kolranga ákvörðun með því að ganga til liðs við Liverpool og hann hefði þannig minnkað möguleika sína á sæti í hollenska landsliðinu verulega. Kromkamp sagði við íjölmiðla í gær að þrátt fyrir að hann hefði ekki ennþá unnið sér fast sæti í byrjunarliði Liverpool teldi hann sig hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég vil í rauninni ekki tjá mig of mikið um þetta mál. En ég get sagt ykkur að mér finnst ég hafa tekið rétta ákvörðun og að þetta sé stórkostlegt skref fyrir ferilinn minn. Ég er í frá- bæru formi og mér líður mjög vel í Liverpool," sagði Kromkamp en neit- aði að setja út á Van Basten sjálfan. Kromkamp sagðist ennþá hafa trú á því að hann yrði valinn fyrir HM í Þýskalandi. „Ef landsliðsþjálf- arinn leitar til mín er ég tilbúinn að svara kallinu. En ef honum finnst einhver annar betri en ég þá velur hann náttúrlega bara hann. Auðvitað myndi ég elska að fá að spila fyrir Holland á heimsmeistara- mótinu, en ég get bara reynt að gera mitt besta og vonað að það dugi til,“ sagði hinn 25 ára gamli Kromkamp. Tennisstjarnan Pete Sampras, sem hætti keppni í íþróttinni fyrir þremur árum, hefur samþykkt að taka þátt í alþjóðlegu meistara- móti í tennis, WTT. Sampras, sem er 34 ára •• gamall, útilokaði hins vegar að þetta væri end- urkoma í atvinnumennskuna. „Ég er aðallega að þessu af því að mér finnst gaman að hafa mikið að gera og það er fínt að einbeita sér að einhverju sem ég var góður í einu sinni,“ sagði Sampras hógvær. Síðasta keppni hans sem atvinnumaður var árið 2002 þegar hann sigraði Andre Agassi í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramóts- ins. „Ég sakna þess að spila tennis, ég sakna stórmótanna og ég sakna þess að keppa. En að fara aftur að keppa á meðal þeirra bestu er allt annar handleggur,“ sagði Sampras. Á WTT-mótið mæta 11 tennisstjörnur auk Sampras. Þeirra á meðal eru Andre Agassi, Steffi Graf, John McEnroe, Martina Navra- tilova, Andy Roccick og Venus Williams. Incematíonai calllng tard Upphringinúmer: 512-6000 1000 krónur Heims.F-reis.1 ^■'"11 gjljpglHsg 310 min. 33 min 310 min 310 min. 270 min. 30 min. 270 m,n 30 min. 270 min. 32 min 230 mm. 30 min mternatlonal calimg cara ■ —- Australia Anstralla moblle Canada Canada mobilo Oenmark Oenmark mobile Germany Germany mobilo Norv/ay Norway mobile Poland Poland mobíle Thaiiand Thaiiend mobile UK UK mobile USA USA mobiie eru ié orcó hfinajo 100 ItWl. 100 min. 270 min. 33 min. 270 min 270 min. is <á dæ.'tj:. þ»l bægi y'f fönd um oUon heí'ti Upphringinúmer: 512-6000 2000 krónur HelmsFfetel Australia Auslralia mobile Canada Canada mobile Denmark Oenmark mobile Germany Germany mobile Norway Norway mobiie Poland Potand mobile Thailand Thaðand mobile UK UK mobilo USA USA mobile Ttwseareöatymffli cntl any phons sll o 630 mtn. 70 min. 630 min. 630 min. 550 min. 63 min. 550 mín. 63 min. 550 min. 67 min. 470 min. í 62mín. 220 min. 220 min. 550 min 69min. 550 min. 550 min. s. vty.i r.sn T I OLLUM HELSTU VERS wíim OG BENSINSTOÐVUM UM A a^WÉBl Ath. að InnanbœJartajrti bmtlst á tslmarelknlng þogar hringt er í upphringinúmerið 512 dsbraut 48,100 Hevkíavík. arr Van Nistelrooy til AC Milan? Ruud van Nistelrooy, sóknarmaður Manc- hester United, hefur neitað að tjá sig um fregnir þess eðlis að hann muni ganga til liðs við ítalska stórliðið AC Milan í sumar. Hinn þrítugi van Nistelrooy fékk að verma vara- mannabekkinn í úrslitaleik Rauðu djöflanna í deildabikarnum síðastliðna helgi og fékk ekki að koma inn á þrátt fyrir að liðið hefði verið búið að tryggja sér sigur snemma í síðari hálf- leik. Því hefur einnig verið fleygt fram að Tott- enham, sem ætlar sér stóra hluti á komandi árum, renni hýru auga til hollenska kappans. „Ég vil ekki svara spurningum um sögur sem eru úr lausu lofti gripnar," sagði van Nistelrooy þegar hann ræddi við hollenska fjölmiðla fyrir vináttulandsleik við Ekvador í gær. „Mér persónu- lega finnst ég ekki hafa átt slakt tímabil og ég er ekki í lélegu formi. Um þessar mundir hugsa ég aðeins um hollenska lands- liðið. Mig langar til þess að fara á heimsmeistaramótið og spila vel með liðinu,“ sagði van Nistelrooy ennfremur. Ruud van Nistelrroy er markahæsti leikmaður ensku úr- valsdeildarinnar um þessar mundir en spurn- ingar hafa vaknað um framtíð kappans eftir úrslitaleikinn í deildabikarnum. Adriano Galliani, varaforseti Milan, sagði við fjölmiðla að liðið væri ekki á höttunum eftir nýjum sóknarmanni. Það er þó háð því að úkraínski snillingurinn Andrei Schevc- henko muni ekki yfirgefa Milan-menn fyrir Rússagullið hjá Chelsea. LENGJAN LEIKIR DACSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is llves - JYP 1,65 4,25 2,45 Jokerit - TPS Ábo 1,60 4,30 2,55 SaiPa - Tappara 2,15 3,70 1,95 Grindavík - UMFN 2,00 8,60 1,40 Snæfell - KR 1,50 8,10 1,85 Boston - Atlanta 1,75 4,00 2,35 Calgary - St. Louis 1,30 4,95 3,60 Florida - Montreal 1,85 3,85 2,25 NY Islanders - New Jersey 1,95 3,70 2,15 Philadelphia - NY Rangers 1,75 4,00 2,35 Palmeiras - Atl.Nacional 1,35 3,35 4,75 Paulista - Libertad Asuncion 1,80 2,80 3,00

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.