blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 14
hlaðið—
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
EINSLEITIR HOPAR
Sumir eru þeirrar hyggju að helst til einsleitur hópur manna og
kvenna beri uppi stjórnmálastarf á íslandi. Á stundum er spurt
hvort alþýða manna eigi sér raunverulega fulltrúa á Alþingi og
hvort svipuð lífssýn, bakgrunnur og menntun móti um of framgöngu
þeirra, sem forystustörfum sinna.
í vikunni greindi Morgunblaðið frá rannsókn Jóhanns Bjarna Kol-
beinssonar, sem útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Há-
skóla Islands um liðna helgi. í lokaritgerð sinni kannaði höfundur
tengsl milli stjórnarsetu í ungliðahreyfingum Sjálfstæðisflokksins og
setu á Alþingi fyrir flokkinn á árunum 1944 til 2005. Af þeim 27 ráð-
herrum flokksins sem setið hafa í ríkisstjórn á þessu árabili hafa 19
setið í stjórn ungliðahreyfinga eða 70,4%.
Vart verður sagt að þessi niðurstaða komi stórlega á óvart en athygl-
isverð má hún heita fyrir margt. Draga má þá ályktun að stjórnarseta
í ungliðahreyfingum sé einfaldlega afar góður skóli fyrir verðandi
stjórnmálamenn. Fólk öðlist þar ákveðna reynslu auk þess sem tengsl
myndist á milli manna, sem mikilvæg reynist síðar á framabrautinni.
En um leið má einnig draga þá ályktun að þessi niðurstaða sýni enn á
ný fram á hversu mikilvæg „klíkan" er í samfélagi Islendinga þar sem
hún hefur löngum verið mótandi og ráðandi.
Sérhvert kerfi leitast fyrst og fremst við að viðhalda sjálfu sér. Það á vit-
anlega ekki síst við um öll valdakerfi. Mikilvægur liður í því viðhaldi
er að smíða fyrirbrigði, sem kalla má „mótunarstofnanir“, innan kerf-
isins til að tryggja að það ungi ekki út úr sér eintökum, sem ekki eru
fallin til að tryggja vöxt þess og viðgang.
Þetta er vandi sem allir stjórnmálaflokkar á Islandi og víðar eiga
við að etja. Hugmyndafræðileg endurnýjun er afar hæg og raunar er
það svo að röð ósigra sýnist ein fær um að kalla hana fram. Og duga
þeir þó ekki alltaf til. Ungliðahreyfing Sjálfstæðisflokksins á raunar
lof skilið fyrir það aðhald, sem hún leitast við að veita hinum mjög
svo ráðsettu fulltrúum flokksins á þingi og í ríkisstjórn. Hreyfingin
hefur hins vegar almennt og yfirleitt lítil sem engin áhrif á stefnu
Sjálfstæðisflokksins.
Nú er veruleikinn annar og flóknari en forðum. Samfélagið er hólfa-
skiptara en áður. Þessi þjóðfélagsbreyting hefur enn ekki skilað sér inn
í stjórnmálalíf íslendinga. Að þessu leyti er hinn „pólitíski veruleiki" á
eftir samtímanum. Kyrrstaða sýnist ríkja í íslenskum stjórnmálum á
sama tíma og samfélagið er á fleygiferð. Innan allra flokka ráða heldur
einsleitir hópar fólks en fjölbreytileikinn ku vera drifkraftur nútímans.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaðið
...TÍ£í hAQón AlDtei NEiTJ um NviWÍG
MAÐUR íj/rrTTR AÐ BLfeA LÍfi í
ÁfRAM MLHiTT GröTT VÚSr rmiR NÝrr ALVER...Er-rr
VYKiR. TÆKtf /SJÚKRtiVUS...E/aJckuJL PúST rYniR
■ eítt Tvm ViP$KiPTmiLAW...-Etrr rvnifi
R^KiSUTGliSlp o5 'Eítt Stórt rúsr fv'R. i R
M'r n xrnhs’-t* .
Höldum almenning upplýstum
- og dauðhræddum
Bókin um fuglaflensuna er nú
skrifuð af öllum betri blaðamönnum
veraldar og rembast þeir hver í kapp
við annan að greina okkur frá hinu
nýjasta í ógnvænlegri útbreiðslu
þessa hræðilega sjúkdóms. Rakið
er í smáatriðum nánast meter fyrir
meter hvernig flensan breiðist út
hægt og örugglega og svo virðist
sem tilfelli greinist í glænýju landi
á hverjum degi. Slíkt er ákaflega
heppilegt fyrir dagblöð og ljósvaka-
miðla því það tryggir reglulega
nýja fyrirsögn - fuglaflensan er nú
komin til Búrúndi, Aserbaídsjan,
Túrkmenistan eða einhvers annars
„spennandi“ ríkis og almenningur
drekkur í sig það nýjasta í hinni ógn-
vænlegu þróun.
Fuglarnir, þessi ótillitsömu fiðr-
uðu kvikindi brjótast sífellt yfir ný
landamæri og hrella borgara glæ-
nýrrar þjóðar með ógnvænlegum
sjúkdómi sínum. Við höfum þannig
fylgst með því hvernig flensan, sem
fyrir nokkrum dögum fannst að-
eins í hinni mjög svo fjarlægu Asíu,
er nú komin til þjóða sem við á tylli-
dögum köllum nágranna okkar.
Fuqlaflensa á Islandi
Islenskir blaðamenn hafa tekið
þátt í söguritun flensunnar. Þannig
töldu fréttamenn RÚV sig greini-
lega knúna á dögunum til að upp-
lýsa landann um að fuglaflensa
hefði komið upp hér á landi. í
kynningu á frétt um málið var
samviskulega rakið að tvær hænur
í Húsdýragarðinum væru veikar.
Kvöldið sem fréttin var birt sat ég
límdur við skjáinn og horfði á með
útglenntum augum. Stórhættulegur
sjúkdómur hafði numið hér land og
ekkert myndi fá okkur bjargað - og
í ljósi vinnu minnar vissi ég að það
yrði vart gúrkutíð í fréttum þennan
mánuðinn.
Þið getið vart ímyndað ykkur
undrun mína þegar á fréttina leið
og í Ijós kom að hið stórhættulega
afbrigði flensunnar var bara alls
ekkert komið hingað til lands. Nei,
hænurnar veiku í Húsdýragarð-
inum voru bara með flensu, eins og
svo oft gerist.
Undarlegur fréttaflutningur
Eftir á að hyggja er ég nokkuð
undrandi á þessum fréttaflutningi.
Þennan dag lá ég heima veikur
- með mannaflensu. Ég var reyndar
einn en hænurnar voru jú tvær - en
ég man ekki eftir að nokkur hafi
gert tilraun til að skrifa frétt um
veikindi mín. Maður skyldi ætla að
flensa fréttastjóra virts Blaðs væri
ekki síður fréttnæmur atburður, og
ætti ekki síður rétt á að ná eyrum og
augum almennings, en tvær veikar
hænur í Húsdýragarðinum. Eitt-
hvað virðist mér og fréttaritstjórum
RÚV greina þar á.
Upplýsum og hræðum
Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa
almenning - segja fréttir af stöðu
mála í veröldinni í kringum okkur.
Því miður er stutt bil á milli þess að
upplýsa og þess að hræða. Og oft fer
það hreinlega saman.
Ég man eftir að hafa setið skít-
hræddur og skjálfandi fyrir framan
sjónvarpsskjáinn sem krakki og
fylgdist með ógnvænlegum fréttum
um uppbyggingu stórveldanna á
kjarnorkuvopnum. Eftir á að hyggja
var augljóslega verið að segja fréttir
sem skiptu mig gríðarlega miklu
máli, en um leið var stöðugt verið
að segja frá mögulegri kjarnorku-
styrjöld milli Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna.
Ég man líka eftir fréttaflutningi
af Asíuflensunni í kringum 2002 og
2003. Þar sögðu fjölmiðlar frá því
daglega, og jafnvel oft á dag, að nán-
ast ekkert þyrfti út af að bregða til
að heimsfaraldur breiddist út.
Nýjasti hræðsluáróðurinn heitir
fuglaflensa - og enn einu sinni
detta fjölmiðlar í sama pyttinn. I
staðinn fyrir að segja yfirvegað frá
staðreyndum málsins er því nýjasta
og heitasta slegið upp á forsíðum og
í fréttatímum. Almenningur veit
síðan vart hvaðan á hann stendur
veðrið.
Höfundur er fréttastjóri á Blaðinu
Klippt & skoríð
!>
I argir eiga í miklum erfiðleikum
með að átta sig á hræringum í ís-
lensku viðskiptalífi. Ekki bætir úr
skák að iðulega eru menn
varla búnir að selja fyrir-
tækin fyrr en þeir kaupa
þau aftur og öfugt. Nú er
Skeljungur aftur kominn
í eigu Fons, eignarhalds-
félags Pálma Haralds-
sonar og Jóhannesar
Kristinssonar, sem keypti fyrirtækið af
Högum. Fengur keypti Skeljung af KB banka
snemma árs 2004 en seldi félagið til Haga síðla
sama árs. (frétt á forsíðu Morgunblaðsins í
gær segir Pálmi: „Það er mjög sérstakt að í dag
[(gær] var einmitt verið að greiða út 100% arð f
lceland þannig að það fé sem ég lagði í lceland
hef ég nú fengið til baka. Ég hafði frumkvæði
að því að óska eftir að kaupa Skeljung og niður-
staðan varð sú að við gengum frá samningum í
dag [í gær] þarsem við keyptum Skeljung aftur
út úr Högum auk þess sem allur rekstur stöðv-
anna verður fluttur aftur inn í Skeljung - það
var búið að flytja hann út úr Skeljungi. Nú er
þetta sem sagt bara gamli góði Skeljungur,"
segir Pálmi. í fréttinni segir ennfremur: „Hann
viðurkennir að Fons komi ekki beinlínis illa út
úr þessum viðskiptum - félagið eigi eftir sem
áður hlut sinn í lceland-keðjunni en hafi nú
jafnframt eignast Skeljung aftur."
Kristinn H.Gunnarsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, gerirréttlátari
notendagjöld í heilbrigðiskerfinu að
umfjöllunarefni í nýjasta vefpistli sfnum. Krist-
klipptogskorid@vbl.is
inn vísar m.a. í frétt sem birtist f Blaðinu á dög-
unum, um rannsókn sem leiðir í Ijós að fátækir
eru í verra Ifkamlegu ástandi en aðrir og eru
líklegri til þess að fá sjúk-
dóma og deyja. Kristinn
telur að hlífa beri hinum
tekjulægri á íslandi við
notendagjöldum í heil-
brigðiskerfinu. Kristinn
segir: „Niðurstaða m(n
verður þá sú að notenda-
gjöld leggjast þyngra á
tekjulága og fátæka en aðra þjóðfélagshópa,
verka eins og sérstakur skattur á þann hóp.
Eðlilegt er að lækka hlut notendagjalda og
færa hann yfir í almenna skattheimtu ríkisins."
Gott og vel en hvar vill Kristinn skera niður á
móti eða er hann að boða skattahækkanir?