blaðið - 02.03.2006, Side 22

blaðið - 02.03.2006, Side 22
22 I MATUR FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaðið RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA ONDVEGISELDHUS Það kom til mín maður um dag- inn sem ég þekki og sagðist hafa undir höndum erlendar nautalundir og spurði mig hvernig best væri að meðhöndla þær. Það er því til- valið að fara yfir þau mál hér í dag. Nautalundir eiga að vera meyrar og auðtyggjanlegar en til að gera þær al- gjörlega skotheldar þá er galdurinn að leggja þær í matarolíu í lágmark 3 daga áður en þær eru eldaðar. Olían brýtur kjötið niður og það verður mjúkt eins og smjör. Kjötið er lagt í bakka sem kjötið rétt passar í til að það þurfi ekki marga lítra af olíu því hún þarf að hylja kjötið. Síðan er plastað yfir bakkann. Best er að pakka þeim með olíunni í loft- þéttar umbúðir en þannig er hægt að geyma kjötið í allt að tvær vikur og það verður bara betra og betra. Síðan er mjög mikilvægt að hafa einhverjar góðar kryddjurtir eins og timian, rósmarín, nýmalaðan pipar og hvítlauk því það gefur kjöt- inu ótrúlega gott bragð. Mér finnst líka afar mikilvægt að nautalundir séu steiktar á rjúkandi heitri pönnu eða grilli til að loka þeim eins og við kokkarnir köllum það. Síðan er kjötið klárað inni í ofni þar til að kjarnhitanum sem menn vilja er náð og lokagaldurinn er að leyfa kjötinu að standa á borði í lágmark 10-15 mín áður en það er skorið. Þá helst allur kjötsafinn inni í lundinni og þá ætti ekki að vera neinn safa- pollur á brettinu enda viljum við hafa hann inni í kjötinu. En þá er spurningin hver kjarnhit- inn á að vera. Hann er 5i°c í miðju til að fá lítið steikt (rear), 6o°c til að fá miðlungssteikt (medium) og ekki meira en 70°c til að fá velsteikt (well). Ég held að allir sem ég þekki séu sam- mála um að naut með bernaise-sósu sé toppurinn af öllum steikum þó þetta sé kaloríubomba - en maður verður að leyfa sér eitthvað. Ég læt fylgja með uppskrift af skotheldri og alvöru bernaise-sósu. Fyrir fjóra sem borða vel af sósu. 350 g smjör (brætt) 6 stk eggjarauður 6 msk hvítvínsedik 1/2 tsk nautakraftur 1 tsk dijonsinnep 1 tsk þurrkað estragon 1 msk ferskt estragon (fínt saxað) 1 msk steinselja (fínt saxað) salt og pipar Aðferð: Setjið eggjarauðurnar, edikið, nauta- kraftinn, sinnepið og þurrkaða estr- agonið í skál og pískið vel saman. Sjóðið smá vatn í potti sem skálin getur farið hálf ofan í en skálin má samt ekki snerta vatnið (vatns- bað). Þar pískiði eggjablönduna þar til hún verður létt og freyðandi. Passið að eggin fari ekki í kekki. Þá er skálin sett á borðið og heitu smjörinu hellt í mjórri bunu þar til að þetta verður að þykkri og mynd- arlegri sósu (gæti þurft að setja 1-2 msk vatn einhvern tímann á meðan verið er að hella smjörinu). Síðan er fersku kryddjurtunum bætt út í og smakkað til með salti og pipar. Þetta hljómar voða flókið en er skítlétt. Kveðja Raggi UPPSKRIFT VIKUNNAR J Pie tQ 5-iLJj C\\oW y/Vle-irv rvuðluk4 meo svmakjori nlltcvf spémicmdi Fyrir tvo 250 g Blue Dragon Medium eggjanúðlur 2 msk. „Groundnut" olía 350 g Svínakjöt, skoriö í strimla 2 Beikonsneiðar (má sleppa) 125 g Sykurbaunir, skornar langsum í tvennt 125 g Blue Dragon dvergmaís, skorinn langsum í tvennt 1 Rauð paprika, skorin í ræmur 1 pakki Blue Dragon Stir Fry Chow Mein sósa 1 msk. Hunang eða pálmasykur 1 msk. Blue Dragon sojasósa i Vorlaukur til skreytingar EtV' jAðfe rð 1. Setjið núðlurnar í stóran pott með sjóðandi vatni. Látið sjóöa i 4 minútur. Hellið í sigti og skolið undir rennandi köldu vatni. 2. Hitið wokið eða pönnuna yfir háum hita og setjið á hana 1 msk. af olíu. Þegar olían er orðin vel heit og rjúkandi er helmingurinn af kjötinu steiktur í 3 mínútur eða þar til kjötið hefur brúnast. Geymið á heitum diski á meðan afgangurinn af kjötinu er steiktur á sama hátt. Leggið til hliðar. 3. Hitið það sem eftir er af olíunni og snöggsteikið þeikonið þar til það verður stökkt. Þerrið á pappírsþurrku og leggið til hliðar. Snöggsteikið piparávöxtinn, dvergmaísinn og sykurbaunirnar í 1 -2 mínútur. 4. Setjið síðan hunangið, sojasósuna og Stir Fry Chow Main sósuna á pönnuna ásamt kjötinu, núðlunum og grænmetinu. Steikiö og hrærið í eina mínútu eða þar til þetta er orðið sjóðheitt. 5. Berið fram í skálum og skreytið með stökku beikoni og vorlauksstrimlum. FJARÐARKAUP Blaömikkl Fyrsta flokks íslenskur harðfískur c> GULLFISKUR

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.