blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 19
blaöið FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 ÝMISLEGT I 19 Margvíslegar fullnœgingar kvenna Örvunarkrem leiða ekki til lofaðrar fullnœgju, segir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfrœðingur. Það má varla þverfóta fyrir aug- lýsingum um svokölluð fullnæg- ingarkrem kvenna. Kremin góðu sem eiga að auðvelda konum að fá fullnægingu, óháð aldri og kynferðislegri virkni. Ef marka má ofgnætti auglýsinga þá mætti halda að íslenskar konur eigi í miklum erfiðleikum með að fá fullnægingu sem kemur á óvart þar sem þær hafa löngum verið taldar mjög virkar í kynlífi. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, segir að þessi krem séu bara markaðssetning og ekkert annað. Ef svokallaðar kynlífstækjabúðir eru kannaðar þá kemur í ljós að viðskiptavinirnir eru í miklum meirihluta konur að kaupa sér hjálp- artæki. Karlmenn kaupa sér frekar myndbandsspólur og dvd spólur. Samkvæmt Durex könnun sem gerð var árið 2004 þá hafa 56% íslendinga notað hjálpartæki ástarlífsins og var það hæsta hlutfall á öllum Norður- löndunum. Það er því ljóst að konur hafa mikinn áhuga á kynlífi og því veldur þessi ætlaði skortur á fullnæg- ingu forvitni. Jóna Ingibjörg segir það ekki vitað hve margar íslenskar konur eigi við fullnægingarvanda að stríða. „En þessi krem eru fyrst og fremst markaðssetning vegna þess að ef þú ert með heilbrigða slímhúð, heilbrigt taugakerfi og heilbrigt blóðrásarkerfi þá streymir alveg nægilegt blóð til kynfæranna. Það er sagt að þessi krem eigi að auka blóðflæðið og nautn. Þetta er fyrst og fremst menthol blanda. Við erum ekki með lítil typpi þó þeir séu að reyna að finna samsvaranir og samlíkingar. Þessi krem eru því góð dæmi um sjúkdómsvæðingu.“ Konur segja kremin ekki virka Jóna Ingibjörg segist hafa heyrt frá konum sem hafa notað þessi krem og að þau virki ekki. „Ef maður talar við þær konur sem hafa prófað þessi krem þá hafa þær orðið fyrir miklum vonbrigðum enda halda þær að þetta eigi að efla eitthvað. Þær segja að þetta hafi ekki breytt neinu. Ef kona er í góðu sambandi og með elskhuga sem henni líkar þá streymir alveg nægjanlegt blóð til kynfæranna og þá þarf hún ekkert svona krem. En það má telja konum trú um allt.“ Fulinæging er tilfínning Jóna Ingibjörg segir sömuleiðis að það þurfi nýja sýn á fullnægingu. „Það þarf líka að velta þvi upp hvað sé fullnæging. Það er verið að einblína á eina útgáfu af fullnægingu og búa hana til. Það eru til fleiri tegundir af fullnægingum. Ef við myndum breikka sýn okkar á það hvað er full- næging þá ættu færri konur í full- nægingarerfiðleikum. En ef maður lítur á fullnægingu sem tilfinningu, einhverja mettun og losun, þá er bara fullnægingarreynsla kvenna margbreytileg. Þetta er slæmt að því leyti að það er verið að steypa allar konur í sama mót í staðinn fyrir að skoða hvað það er sem konur vilja í sínu kynlífi. í fyrsta lagi þá hjálpar þetta krem ekki til að fá fullnæg- ingar, sama hvað þeir segja. Þeir vitna í einhverja virta lækna en við vitum það að lyfjabransinn útbýr greinar og sendir til lækna sem þeir borga pening fyrir að setja nafn sitt undir. Allar þessar reynslusögur er líka varasamar, þú getur fengið konur til að segja hvað sem er.“ Fólk leitar alltaf að hamingju Aðspurð hvort vandamálið geti verið að konur þekki líkama sinn ekki nægilega vel segir Jóna Ingi- björg: „Ég veit það ekki. Er bara fólk ekki alltaf að leita að hamingjunni og leita að einhverju sem á að gera Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræöingur hlutina betri. Mín spá er sú að þetta renni út í sandinn. Þetta verður svona bylgja, allir verða að prófa en svo dagar þetta bara upp í náttborðs- skúfunni. Þú getur gert mikið með góðri markaðssetningu og hver vill viðurkenna að hann eigi vandamál á kynlífssviðinu. Það er erfitt." Þaö má varla þverfóta fyrir auglýsingum um svokölluð fullnægingarkrem kvenna. Grillaður kjúklingur, franskar og Aðeinf 535kr/kg Kjúklingalæri með legg, magnpakkning Aðeiní 519kr/kg Barbecue leggir, magnpakkning Aðeint 421 kr/kg Tex Mex vængir, magnpakkning Aðein* 261 kr/kg 4<TH/ Hetfw 2ja lítra Coca Cola Aðeinf 998kr EFLIR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.