blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 13
blaðið FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 I 13 Kostnaður við einkaleyfi getur skipt milljónum Hver hefur ekki óskað þess að finna upp eitthvað sniðugt og nytsamlegt og hagnast verulega? Það er aldrei að vita hvenær næsti uppfinningamaður lítur dagsins ljós. Límið á post-it miðana er í raun mistök í límframleiðslu en í ljós kom að límið nýttist mjög vel í þessu skyni. Pensilínið var einnig fundið upp í kjölfar mis- taka í rannsókn. Bréfaklemman er mjög einföld en jafnframt nytsöm uppfinning sem einhver hefur eflaust hagnast á. „Til okkar leita bæði fyrirtæki og ein- staklingar sem vilja fá einkaleyfi,“ segir dr. Einar Karl Friðriksson, sérfræðingur um einkaleyfi hjá A & P Árnason. „Hver umsókn fyrir sig er rannsökuð og athugað hvort hér sé eitthvað nýtt á ferðinni. Á Is- landi eru lagðar inn 5-600 umsóknir um einkaleyfi árlega en aðeins 10% þeirra eru frá íslenskum aðilum. Sem dæmi um íslensk fyrirtæki sem sækja um einkaleyfi eru Marel, íslensk erfðagreining, líftæknifyrir- tækið Prokaria, Actavis, Lyfjaþróun og ýmis smærri sprotafyrirtæki. Lyfjafyrirtæki eins og Actavis sækja um einkaleyfi fyrir nýjungum sem koma til í þeirra þróunarstarfi t.d. ef þau leggja fram nýja sam- setningu af þekktu lyfjaefni. Marel sækir um einkaleyfi fyrir tækjum sem fyrirtækið þróar fyrir matvæla- framleiðslu og hugbúnað fyrir slík tæki til dæmis til að flokka fisk- og kjötstykki.“ Einar Karl segir að einkaleyfum megi gróflega skipta í tvo flokka, annars vegar uppfinn- ingar sem tengjast náttúruvísindum, lífefnatækni og lyfja- og læknisfræði og hins vegar hugmyndir tengdar tölvu- og vélbúnaði. Einkaleyfi stöðvar aðra við að nota hugmyndina „Þegar sótt er um einkaleyfi veitir það strax vissa réttarstöðu og sam- keppnisaðilar eru látnir vita að þessi hugmynd er frátekin. Þetta þýðir hins vegar ekki að viðkomandi geti sjálfkrafa byrjað að framleiða eða nota uppfinninguna en leyfið gerir mögulegt að stöðva aðra við að nota hugmyndina.“ Einar Karl segir að einkaleyfi geti verið misvíðtæk. „Hægt er að leggja inn alþjóðlega einkaleyfisumsókn ári eftir að um- sókn um einkaleyfi hefur verið lögð fram á íslandi til þess að viðhalda rétti frá upphaflegri dagsetningu. Grunngjald Einkaleyfastofu fyrir að sækja um einkaleyfi á íslandi er 34.500 krónur en sé sótt um einka- leyfi í 5-8 löndum getur heildar- kostnaðurinn hæglega farið upp í 3-5 milljónir. Tæknilegar uppfinningar og lausnir njóta ekki sjálfkrafa verndar eins og listræn höfundarverk. Þess vegna þarf að sækja um einkaleyfi til að öðlast einkarétt á eigin upp- finningu. Það er eðlilegt að einstak- lingur eða fyrirtæki sem lumar á góðri hugmynd reyni að verja hana og koma í veg fyrir að aðrir noti án endurgjalds.“ Það er Einkaleyfastofa sem veitir einkaleyfi á Islandi en A & P Árna- son og fleiri slíkir aðilar veita aðstoð og ráðgjöf við að sækja um einka- leyfi bæði hérlendis og erlendis. Kostnaður við að skrifa og leggja BlaÖiÖ/Frikki inn einkaleyfisumsókn getur verið umtalsverður og farið upp í nokkur hundruð þúsund krónur. Einkaleyfi gilda í 20 ár „Einkaleyfastofan hefur samvinnu við einkaleyfastofur erlendis með fjölda sérfræðinga á ýmsum tækni- sviðum sem meta hverja umsókn fyrir sig, sérstaklega hvort uppfinn- ingin sé ný, að henni sé lýst ítarlega og að umsóknin sé ekki of víðtæk. Uppfinning þarf að vera arðbær til að það borgi sig að sækja um einka- leyfi fyrir henni. Einkaleyfi eru sérstaklega notuð á þeim sviðum þar sem mikill kostnaður liggur í rannsóknar- og þróunarvinnu að baki vöru, en líka fyrir einfaldar en hugvitsamlegar lausnir sem auð- velt og ódýrt er að líkja eftir. Einka- leyfið gildir að hámarki í 20 ár gegn greiðslu árgjalda.” hugrun@bladid.net Fálkahúsinu • Suðurlandsbraut 8 sími: 554 0655 • candc@simnet.is • www.cogc.is opið: 10-18 virka daga • Lau: 11-17 ÉgÉÍ!pB#|fe , • •/._/ ' fí Jlt; !! .4 ■ -T ÞVI HEI T ' — L — j u .. ENGIN SKILYRÐI \JM ÖNNliR BÁNKAVIOSKtPTI 4,35% VEXTIR FRJALS IBUÐALAN Frjáls íbúðalán eru verötryggö fasteignalán með föstum 4,35% vöxtum sem eru endurskoðaöir á fimm ára fresti. Þú liagar öörum bankaviöskiptum eins og þér sýnist ðæmi um manadarlega greiðslubyrdi af i ooo.ooo kr* og kaupir nýtt húsnæði eða endurskipuleggur fjár- unstimi |sár 25 ár [40ar haginn. Komdu til okkar i Lágmúla 6. hringdu í sima 4,35% vextir 18.575 kr. 5.474 kr. | 4.400 kr. 540 5000 eða sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. Lánstimi_______5 ár________ 4,35°/o vextir 18.575 kr. 25 ár 5.474 kr. FRJÁLSI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.